Berlusconi aftur á þing eftir áratugs fjarveru Kjartan Kjartansson skrifar 27. september 2022 11:21 Berlusconi með kærustu sinni, Mörtu Fascina, á kjörstað í Mílanó á sunnudag. Fascina náði einnig kjöri til þings. AP/Antonio Calanni Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, tekur sæti á ítalska þinginu í fyrsta skipti í tæpan áratug eftir að meirihluti kjósenda í Monza greiddi honum atkvæði um helgina. Berlusconi var bannað að gegna opinberu embætti vegna dóms sem hann fékk fyrir skattsvik. Þrátt fyrir að Áfram Ítalía, flokkur Berlusconi, hafi tapað fylgi frá síðustu kosningum stóð hann sig betur en kannanir bentu til. Í Monza á Norður-Ítalíu hlaut forsætisráðherrann fyrrverandi meira en fimmtíu prósent atkvæða til öldungadeildarsætis. Hann á knattspyrnulið borgarinnar sem komst nýlega upp í efstu deild. Berlusconi, sem er 86 ára gamall, var vísað úr öldungadeildinni eftir að hann hlaut dóm fyrir skattsvik sem tengdist fjölmiðlaveldi hans árið 2013. Var honum bannað að gegna opinberu embætti í sex ár. Eftir að honum var leyft að bjóða sig fram aftur náði hann sæti á Evrópuþinginu árið 2019. Tveir flokkar sem eru enn lengra til hægri en Áfram Ítalía voru sigurvegarar kosninganna á Ítalíu um helgina. Fastlega er gert ráð fyrir að Giorgia Meloni, leiðtogi Bræðralags Ítalíu, verði forsætisráðherra í fyrstu stjórn róttækrar hægrimann frá því að fasistaforinginn Benito Mussolini stýrði landinu í síðari heimsstyrjöldinni. Berlusconi segist ætla að beita áhrifum sínum til að draga úr öfgum hinna bandalagsflokkanna tveggja, Bræðralags Meloni og Bandalags Matteo Salivnis. Marta Fascina, 32 ára gömul kærasta Berlusconi, náði einnig kjöri til þings um helgina. Hún vann sæti í neðri deild þingsins fyrir Marsala á Sikiley þrátt fyrir að hún hefði aldrei látið sjá sig þar í kosningabaráttunni. Hún hefur sagst hafa komið til Sikileyjar með föður sínum í frí þegar hún var barn. Berlusconi gegndi embætti forsætisráðherra í þrígang. Síðast hrökklaðist hann úr embættinu í skugga alvarlegrar fjármálakreppu og ásakana um að hann hefði greitt unglingsstúlku fyrir kynlíf árið 2011. Ítalía Kosningar á Ítalíu Tengdar fréttir Talaði við rétta fólkið og sagði réttu hlutina Ítalir vildu breytingar og Giorgia Meloni varð niðurstaðan. Þetta segir ítalskur doktorsnemi sem hefur ekki þungar áhyggjur af uppgangi þjóðernispopúlisma í heimalandi sínu. 26. september 2022 21:18 „Ítalía valdi okkur“ Flokkarnir á hægri vængnum á Ítalíu ættu að vera með meirihluta í báðum deildum þingsins en kosningar þar í landi fóru fram í gær. Giorgia Meloni, leiðtogi Bræðra Ítalíu, fagnaði sigri í sjónvarpsávarpi í nótt en hún gæti orðið fyrsti kvenkyns forsætisráðherrann á Ítalíu og fyrsti öfgahægri ráðherrann frá því að Mussolini var við völd. 26. september 2022 07:22 Allt útlit fyrir mikinn sigur hægri-öfga afla á Ítalíu Útgönguspár gera ráð fyrir því að hægri-öfgakonan Giorgia Meloni og flokkur hennar hafi sigrað í ítölsku þingkosningunum í dag. Allt útlit er fyrir að hún verði fyrsti kvenforsætisráðherra landsins. 25. september 2022 23:30 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira
Þrátt fyrir að Áfram Ítalía, flokkur Berlusconi, hafi tapað fylgi frá síðustu kosningum stóð hann sig betur en kannanir bentu til. Í Monza á Norður-Ítalíu hlaut forsætisráðherrann fyrrverandi meira en fimmtíu prósent atkvæða til öldungadeildarsætis. Hann á knattspyrnulið borgarinnar sem komst nýlega upp í efstu deild. Berlusconi, sem er 86 ára gamall, var vísað úr öldungadeildinni eftir að hann hlaut dóm fyrir skattsvik sem tengdist fjölmiðlaveldi hans árið 2013. Var honum bannað að gegna opinberu embætti í sex ár. Eftir að honum var leyft að bjóða sig fram aftur náði hann sæti á Evrópuþinginu árið 2019. Tveir flokkar sem eru enn lengra til hægri en Áfram Ítalía voru sigurvegarar kosninganna á Ítalíu um helgina. Fastlega er gert ráð fyrir að Giorgia Meloni, leiðtogi Bræðralags Ítalíu, verði forsætisráðherra í fyrstu stjórn róttækrar hægrimann frá því að fasistaforinginn Benito Mussolini stýrði landinu í síðari heimsstyrjöldinni. Berlusconi segist ætla að beita áhrifum sínum til að draga úr öfgum hinna bandalagsflokkanna tveggja, Bræðralags Meloni og Bandalags Matteo Salivnis. Marta Fascina, 32 ára gömul kærasta Berlusconi, náði einnig kjöri til þings um helgina. Hún vann sæti í neðri deild þingsins fyrir Marsala á Sikiley þrátt fyrir að hún hefði aldrei látið sjá sig þar í kosningabaráttunni. Hún hefur sagst hafa komið til Sikileyjar með föður sínum í frí þegar hún var barn. Berlusconi gegndi embætti forsætisráðherra í þrígang. Síðast hrökklaðist hann úr embættinu í skugga alvarlegrar fjármálakreppu og ásakana um að hann hefði greitt unglingsstúlku fyrir kynlíf árið 2011.
Ítalía Kosningar á Ítalíu Tengdar fréttir Talaði við rétta fólkið og sagði réttu hlutina Ítalir vildu breytingar og Giorgia Meloni varð niðurstaðan. Þetta segir ítalskur doktorsnemi sem hefur ekki þungar áhyggjur af uppgangi þjóðernispopúlisma í heimalandi sínu. 26. september 2022 21:18 „Ítalía valdi okkur“ Flokkarnir á hægri vængnum á Ítalíu ættu að vera með meirihluta í báðum deildum þingsins en kosningar þar í landi fóru fram í gær. Giorgia Meloni, leiðtogi Bræðra Ítalíu, fagnaði sigri í sjónvarpsávarpi í nótt en hún gæti orðið fyrsti kvenkyns forsætisráðherrann á Ítalíu og fyrsti öfgahægri ráðherrann frá því að Mussolini var við völd. 26. september 2022 07:22 Allt útlit fyrir mikinn sigur hægri-öfga afla á Ítalíu Útgönguspár gera ráð fyrir því að hægri-öfgakonan Giorgia Meloni og flokkur hennar hafi sigrað í ítölsku þingkosningunum í dag. Allt útlit er fyrir að hún verði fyrsti kvenforsætisráðherra landsins. 25. september 2022 23:30 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira
Talaði við rétta fólkið og sagði réttu hlutina Ítalir vildu breytingar og Giorgia Meloni varð niðurstaðan. Þetta segir ítalskur doktorsnemi sem hefur ekki þungar áhyggjur af uppgangi þjóðernispopúlisma í heimalandi sínu. 26. september 2022 21:18
„Ítalía valdi okkur“ Flokkarnir á hægri vængnum á Ítalíu ættu að vera með meirihluta í báðum deildum þingsins en kosningar þar í landi fóru fram í gær. Giorgia Meloni, leiðtogi Bræðra Ítalíu, fagnaði sigri í sjónvarpsávarpi í nótt en hún gæti orðið fyrsti kvenkyns forsætisráðherrann á Ítalíu og fyrsti öfgahægri ráðherrann frá því að Mussolini var við völd. 26. september 2022 07:22
Allt útlit fyrir mikinn sigur hægri-öfga afla á Ítalíu Útgönguspár gera ráð fyrir því að hægri-öfgakonan Giorgia Meloni og flokkur hennar hafi sigrað í ítölsku þingkosningunum í dag. Allt útlit er fyrir að hún verði fyrsti kvenforsætisráðherra landsins. 25. september 2022 23:30