
Nýjasta stórstjarna Hollywood fer sínar eigin leiðir
Leikkonan Florence Pugh fer með aðalhlutverk í umtöluðu kvikmyndinni Don't Worry Darling sem frumsýnd verður á föstudaginn næsta í kvikmyndahúsum um allan heim. Florence, sem er 26 ára gömul, hefur vakið mikla athygli að undanförnu fyrir glæsilegan stíl sinn, yfirvegað viðhorf og einlæga, sjarmerandi nærveru. Blaðamaður ákvað að fara yfir feril Florence og fá nánari innsýn í líf þessarar rísandi stórstjörnu.