Tískuvikunni lýkur í dag og var Pamela gestur hjá hátískuhönnuðum á borð við Victoria Beckham, Vivienne Westwood og Isabel Marant. Pamela, sem er 56 ára gömul, hefur fengið lof fyrir förðunarleysi sitt sem virðist hafa valdeflt aðrar konur á borð við Jamie Lee Curtis.

Curtis deildi færslu á Instagram þar sem hún skrifar:
„Náttúrulega fegurðarbyltingin hefur opinberlega hafist. Pamela Anderson er í miðri tískuviku með svo mikla pressu og þessi kona mætti á svæðið og tók sitt sæti við borðið með ekkert á andlitinu.“
Þá bætir Curtist við að hún sé yfir sig hrifin af þessu hugrakka og uppreisnargjarna skrefi hjá Pamelu.
Í athugasemdum við færsluna var meðal annars skrifað að Pamela hefði aldrei litið betur út. Aðrir tóku það fram að förðun geti sömuleiðis verið valdeflandi og það væri frekar við hæfi að fagna því að Pamelu líði vel í eigin skinni.
Sextugsaldurinn virðist fara vel í Pamelu sem er búin að eiga viðburðaríkt ár. Í janúar sendi hún frá sér heimildarmyndina Pamela, a love story á streymisveitunni Netflix þar sem hún segir sína sögu á sínum forsendum. Kom heimildarmyndin í kjölfar leiknu þáttanna Pam & Tommy um ástarsamband Pamelu og barnsföðurs hennar Tommy Lee, sem komu út í óþökk Pamelu.