„Reyni helst að vera ekki á rassinum“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 30. september 2023 11:30 Kamilla Einarsdóttir er viðmælandi vikunnar í Tískutali. Aðsend Rithöfundurinn og lífskúnstnerinn Kamilla Einarsdóttir segist ekki vita nokkurn skapaðan hlut um tísku en finnst mikilvægast að föt sé þægileg, hlý og örugg. Helsta tískureglan hennar er að vera helst ekki á rassinum og kaupa flíkur sem eru með marga vasa því þeir geri lífið skemmtilegra. Kamilla er viðmælandi vikunnar í Tískutali. Tískutal er fastur liður á Vísi þar sem rætt er við ólíka einstaklinga um þeirra persónulega stíl og hvernig tíska nýtist þeim í daglegu lífi. Klæðaburður er sannarlega fjölbreytt listform en við fáum að skyggnast inn í ólíka fataskápa og fræðast nánar um það merkilega tjáningarform sem tíska er fyrir hverjum og einum viðmælanda. Kamilla segist ekki vita neitt um tísku en býr þó yfir einstökum stíl.Aðsend Hvað finnst þér skemmtilegast við tískuna? Í allri einlægni verð ég að viðurkenna að ég er ekki viss um að ég viti nokkurn skapaðan hlut um tísku. Mig grunar að sú staðreynd að ég sé að tjá mig hérna svona mál við fjölmiðla verði jafnvel snemmbúin jólagjöf fyrir vini mína og fjölskyldu. Þau eiga eftir að fá kast og stríða mér á þessu í svona tvö ár. Í gegnum tíðina ég hef reglulega gert þau mjög vandræðaleg og í verstu tilvikum jafnvel valdið þeim nokkrum áhyggjum með því að hafa alveg svakalega lítið vit á tísku og smartheitum. Fyrir mér eru skór og flíkur, sem ég ímynda mér að séu uppistaðan í því sem flokkist sem tíska, aðallega eitthvað til að verja okkur frá umhverfinu eins og kulda og því að fá glerbrot í iljarnar og svoleiðis. En auðvitað hlýtur þetta að vera miklu flóknara en svo, þó að ég hafi aldrei náð að setja mig inn í það.Í fljótu bragði man ég ekki eftir neinum fatahönnuði sem ég fylgist með. Nema henni Eygló sem er í Kiosk úti á Granda. Mér finnst allt sem hún gerir mjög flott og alltaf gaman að sjá hvað hún gerir nýtt því það er alltaf eitthvað fyndið við það sem hún býr til. Mikilvægast finnst mér að föt sé þægileg, hlý og örugg. Þar á eftir er mega þau endilega vera fyndin. Kamilla segir að föt megi endilega vera fyndin. Þessi bolur er í miklu uppáhaldi hjá henni frá Pönk sveitinni Boob Sweat Gang.Aðsend Hver er uppáhalds flíkin þín og af hverju? Fyrir nokkrum vikum heillaðist ég af pönkhljómsveitinni Boob Sweat Gang. Þær eru svo æðislegar. Síðast þegar ég fór á tónleika með þeim keypti ég af þeim forlátan hlaupabol og ég er ekki frá því að hann láti mig mig hlaupa aðeins betur. En því miður er flíkin sem ég nota mest ekki hlaupafötin mín heldur einhver hlýr blár flíssloppur með stjörnum á sem ég keypti einhvern tímann á útsölu fyrir klink. Ég lofa sjálfri mér reglulega að nota hann bara heima. En ef ég fer á American bar að horfa á Liverpool keppa klukkan 11:30 þá gerist það alveg að ég fer í honum út af heimilinu. Ég bý svo nálægt Austurstrætinu að ég labba þá bara yfir á inniskónum í sloppnum. Vinir mínir eru steinhættir að horfa með mér á þessa leiki sem byrja fyrir hádegi. Það gæti tengst þessum ljóta slopp, þó þeir séu svo nærgætnir að segjast alltaf bara vera of þunnir. Sloppurinn umræddi sem er mest notaða flík Kamillu.Aðsend Eyðirðu miklum tíma í að velja föt hverju sinni? Nei. Þegar ég er búin að finna eitthvað hlýtt og nálægt rúminu mínu mínu þegar ég fer á fætur finnst mér gaman að finna einhverja flík sem er með vösum. Þess vegna finnst mér gaman alltaf gaman að eiga veiðivesti. Þó ég myndi aldrei nokkurn tíma veiða dýr. En ég elska vasana á þessum vestum. Hægt að vera með penna, blöð, dót, nammi og nokkrar kaldar bjórdósir bara alltaf á sér. Fullkomið. Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum? Ég myndi nú helst bara forðast það í lengstu lög. Allavega í öllum eðlilegum samtölum út í bæ. Um daginn var ég í fínu matarboði í Vesturbænum og fór að tala mjög mikið um sperðileitrun. Ég fattaði svo næsta dag að það var sennilega ekki góð hugmynd að ræða það áhugamál mitt í kringum fólk sem er að borða. Held þau bjóði mér aldrei nokkurn tímann aftur í mat. Næst ætla ég að reyna að tala bara um stílinn minn. Það verður vandræðalegt og skrítið. En minni líkur á að fólki gubbi. Alls ekki útilokað, en aðeins minni líkur. Kamilla ætlar að reyna að tala um stílinn sinn í næsta matarboði sem hún fer í. Aðsend Hefur stíllinn þinn breyst mikið í gegnum tíðina og hvernig þá? Nja, það held ég ekki. Illu heilli myndu margir segja. Ég held hann hafi alltaf verið bara frekar óúthugsaður og kaótískur. Vonandi tekst mér einn daginn að verða almennileg tískudrottning. Það er örugglega mjög gaman. Hvaðan sækirðu innblástur í tískunni? Innblástur væri nokkuð sterkt orð til að lýsa því hvernig ég vel flíkur. Nema hægt sé að flokka kuldann úti, leti mín og hyskni sem innblástur. Það eru allavega atriði sem stjórna mest vali mínu á fötum. Um daginn hlustaði ég reyndar á mjög skemmtilega smásögu þar sem Mörgæsamaðurinn og Mary Poppins hittast í matarboði og spjalla um þá list að svífa niður háar byggingar með regnhlíf.Síðan hefur mig langað svo í að fá mér kjólfatajakka eins og mörgæsamaðurinn er alltaf í. Ég held það væri gaman að eiga svoleiðis. Stíll Kamillu er svolítið pönkaður en hana langar nú mikið í kjólfatajakka.Aðsend Ertu með einhver boð og bönn þegar það kemur að klæðaburði? Um daginn labbaði ég á vinnustofuna mína í netasokkabuxum og kjól sem byrjaði að skríða upp lærin á mér og endaði allur upp við mittið á mér sem ég uppgötvaði ekki fyrr en ég kom á vinnustofuna sem þýðir að ég hef gengið í gegnum miðbæinn og hálfan Vesturbæinn eiginlega á rassinum. Ég myndi segja að það væri ekki alltaf gott að gera nágrönnum sínum það að sýna þeim á sér bossann. Ég myndi aldrei banna öðrum að bera sína eigin rass en svona alla jafna ætti ég ekkert að vera að bera minn neitt víða. Svo mín persónulega regla er: Að vera helst ekki á rassinum, svona út í bæ alla vega. Svona gekk Kamilla um götur miðborgarinnar án þess að átta sig á því.Aðsend Hver er eftirminnilegasta flík sem þú hefur klæðst og af hverju? Eftir að ég flutti í miðbæinn hef ég gert í því að labba hægt um Ingólfstorg í leðri í þeirri von um að mér verði þá boðið að gerast meðlimur í mótórhjólaklíku. Með engum árangri þó. Mig grunar að þau sjái að ég er oftast bara í pleather. Svo er líka heldur ekki með neitt bílpróf í ofan á lag. Svo ég gæti alltaf bara staðið nálægt mótorhjóli og reykt sígarettur en aldrei brunað í burtu með þeim. Ég rakst svo á einn leðurjakka í Verzlanahöllinni síðasta vor sem mér fannst algjört æði og ákvað að kaupa hann. Þáverandi kærasti minn sagði að ég væri eins og tónlistarmaðurinn Rúnar Þór í honum í honum. Ég held að hann hafi verið að reyna að hæðast að mér. En sú spæling hafði ekkert bit því mér finnst Rúnar Þór bara kúl og ég elska að fara á tónleika með honum á Catalinu. Svo ég þurfti bara að láta þennan kærasta róa og held áfram að ganga um í jakkanum, alveg alsæl í því sem hugsanlega verður alltaf bara einsmannsgengið mitt. Kamilla er hrifin af leðurjakkanum og sömuleiðis tónlistarmanninum Rúnari Þór.Ari Magg Býrðu yfir einhverju góðu ráði þegar það kemur að tísku? Kaupa allt með vösum, þeir gera allt lífið skemmtilegra. Kíkja í Kiosk úti á Granda, svo margt fallegt og flott þar á öllu svæðinu í kring og enda á að fá sér einn kaldan í Kaffivagninum. Já og svo mæli ég alltaf með að styðja lókal pönkhljómsveitir þegar þær eru með einhvern varning til sölu! Hér er hægt að fylgjast með Kamillu á samfélagsmiðlinum Instagram. Tískutal Tíska og hönnun Tengdar fréttir „Lífið er of stutt til að eyða miklum tíma fyrir framan spegilinn“ Töffarinn og lífskúnstnerinn Sóley Kristjánsdóttir starfar sem vörumerkjastjóri hjá Ölgerðinni ásamt því að vera plötusnúður. Hún elskar tjáningarmáta tískunnar og nýtur þess að geta verið alls konar í klæðaburði. Sóley er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 23. september 2023 11:31 Húfan sem fór í klósettið hélt samt áfram að vera í uppáhaldi Rithöfundurinn, heimspekingurinn og lífskúnstnerinn María Elísabet Bragadóttir segir skemmtilegt að vera opin fyrir innblæstri tískunnar og er mikið fyrir góðar yfirhafnir. Henni finnst vandaðar flíkur standast tímans tönn og reynir að velja sér flíkur með það í huga að geta notað þær árum saman. María Elísabet er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 16. september 2023 11:30 „Í dag vil ég helst vera í minni eigin tískubúbblu“ MRingurinn og tískuáhugakonan Helga Þóra Bjarnadóttir elskar hvað tískan er breytileg og hvað hún getur haft jákvæð áhrif á líðan fólks. Hún segir mikilvægt að velja föt sem láta manni líða vel í staðinn fyrir að elta stöðugt tískubylgjur og hefur lært það með aldrinum. Helga Þóra er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 9. september 2023 11:30 „Líður langbest þegar ég klæðist bleiku“ Áhrifavaldurinn, raunveruleikastjarnan og ofurskvísan Sunneva Einarsdóttir hefur alltaf verið mikið fyrir tískuna og segist með árunum hafa orðið ófeimnari við að taka áhættur í klæðaburði. Sunneva Einars er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 2. september 2023 11:32 „Það kom aldrei til greina að ég færi að klæða mig eins og allir hinir“ Leiklistaneminn, lífskúnstnerinn og einn best klæddi Íslendingurinn árið 2022 Álfgrímur Aðalsteinsson hefur alltaf farið eigin leiðir í fatavali. Í grunnskóla var hann að eigin sögn lagður í hálfgert einelti fyrir einstakan stíl sinn en lét það ekki stoppa sig og segir mikilvægt að hafa pláss til að gera tilraunir og finna eigin stíl. Álfgrímur er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 26. ágúst 2023 11:31 „Sjálfstraustið er aðal hráefnið“ Fatahönnuðurinn Ástrós Lena hefur með árunum orðið öruggari með fataval sitt og eftir að hún flutti til Danmerkur í nám fór hún að verða óhræddari við að prófa sig áfram. Hún segist oftar en ekki verið of sein eitthvert sökum fatakrísu en getur alltaf treyst á hjálp vinkvenna sinna ef hún veit ekki hvaða fötum hún á að klæðast. Ástrós Lena er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 19. ágúst 2023 11:31 „Í dag finnst mér kvenlegur fatnaður ekki síður valdeflandi“ Kvikmyndagagnrýnandinn og lífskúnstnerinn Jóna Gréta Hilmarsdóttir getur litið á hvaða áfangastað sem er sem tískusýningu þar sem þú ætlar að skilja fólk eftir agndofa. Hún segir tískuna geta verið vopn gegn fyrirmótuðum hugmyndum, sækir tískuinnblásturinn meðal annars til sjónvarpsþáttanna Beðmál í borginni og er enn þekkt af sumum sem stelpan með röndóttu húfuna. Jóna Gréta er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 5. ágúst 2023 11:30 „Ég hef aldrei nennt að „fitta“ inn“ Lífskúnstnerinn, fótboltamaðurinn og fatahönnuðarneminn Birnir Ingason hefur alltaf farið sínar eigin leiðir í klæðaburði og hefur hreinlega gaman að því þegar fólk gerir athugasemdir við fataval sitt. Hann segist þó hafa þróast í aðra átt með árunum þar sem hann sækir nú minna í lætin og meira í þægindi og hagkvæm kaup. Birnir er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 29. júlí 2023 11:31 „Hef lært með árunum að álit annarra á mér kemur mér bara ekkert við“ Förðunarfræðingurinn Birkir Már Hafberg lýsir stílnum sínum sem tímalausum og stílhreinum en elskar þó stundum að leika sér með æpandi liti. Hann fer sínar eigin leiðir í tískunni, leggur upp úr því að klæða sig fyrir sjálfan sig og segir stíl sinn hafa þróast í einfaldari átt á undanförnum árum. Birkir Már er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 8. júlí 2023 11:31 Mest lesið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Tískutal er fastur liður á Vísi þar sem rætt er við ólíka einstaklinga um þeirra persónulega stíl og hvernig tíska nýtist þeim í daglegu lífi. Klæðaburður er sannarlega fjölbreytt listform en við fáum að skyggnast inn í ólíka fataskápa og fræðast nánar um það merkilega tjáningarform sem tíska er fyrir hverjum og einum viðmælanda. Kamilla segist ekki vita neitt um tísku en býr þó yfir einstökum stíl.Aðsend Hvað finnst þér skemmtilegast við tískuna? Í allri einlægni verð ég að viðurkenna að ég er ekki viss um að ég viti nokkurn skapaðan hlut um tísku. Mig grunar að sú staðreynd að ég sé að tjá mig hérna svona mál við fjölmiðla verði jafnvel snemmbúin jólagjöf fyrir vini mína og fjölskyldu. Þau eiga eftir að fá kast og stríða mér á þessu í svona tvö ár. Í gegnum tíðina ég hef reglulega gert þau mjög vandræðaleg og í verstu tilvikum jafnvel valdið þeim nokkrum áhyggjum með því að hafa alveg svakalega lítið vit á tísku og smartheitum. Fyrir mér eru skór og flíkur, sem ég ímynda mér að séu uppistaðan í því sem flokkist sem tíska, aðallega eitthvað til að verja okkur frá umhverfinu eins og kulda og því að fá glerbrot í iljarnar og svoleiðis. En auðvitað hlýtur þetta að vera miklu flóknara en svo, þó að ég hafi aldrei náð að setja mig inn í það.Í fljótu bragði man ég ekki eftir neinum fatahönnuði sem ég fylgist með. Nema henni Eygló sem er í Kiosk úti á Granda. Mér finnst allt sem hún gerir mjög flott og alltaf gaman að sjá hvað hún gerir nýtt því það er alltaf eitthvað fyndið við það sem hún býr til. Mikilvægast finnst mér að föt sé þægileg, hlý og örugg. Þar á eftir er mega þau endilega vera fyndin. Kamilla segir að föt megi endilega vera fyndin. Þessi bolur er í miklu uppáhaldi hjá henni frá Pönk sveitinni Boob Sweat Gang.Aðsend Hver er uppáhalds flíkin þín og af hverju? Fyrir nokkrum vikum heillaðist ég af pönkhljómsveitinni Boob Sweat Gang. Þær eru svo æðislegar. Síðast þegar ég fór á tónleika með þeim keypti ég af þeim forlátan hlaupabol og ég er ekki frá því að hann láti mig mig hlaupa aðeins betur. En því miður er flíkin sem ég nota mest ekki hlaupafötin mín heldur einhver hlýr blár flíssloppur með stjörnum á sem ég keypti einhvern tímann á útsölu fyrir klink. Ég lofa sjálfri mér reglulega að nota hann bara heima. En ef ég fer á American bar að horfa á Liverpool keppa klukkan 11:30 þá gerist það alveg að ég fer í honum út af heimilinu. Ég bý svo nálægt Austurstrætinu að ég labba þá bara yfir á inniskónum í sloppnum. Vinir mínir eru steinhættir að horfa með mér á þessa leiki sem byrja fyrir hádegi. Það gæti tengst þessum ljóta slopp, þó þeir séu svo nærgætnir að segjast alltaf bara vera of þunnir. Sloppurinn umræddi sem er mest notaða flík Kamillu.Aðsend Eyðirðu miklum tíma í að velja föt hverju sinni? Nei. Þegar ég er búin að finna eitthvað hlýtt og nálægt rúminu mínu mínu þegar ég fer á fætur finnst mér gaman að finna einhverja flík sem er með vösum. Þess vegna finnst mér gaman alltaf gaman að eiga veiðivesti. Þó ég myndi aldrei nokkurn tíma veiða dýr. En ég elska vasana á þessum vestum. Hægt að vera með penna, blöð, dót, nammi og nokkrar kaldar bjórdósir bara alltaf á sér. Fullkomið. Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum? Ég myndi nú helst bara forðast það í lengstu lög. Allavega í öllum eðlilegum samtölum út í bæ. Um daginn var ég í fínu matarboði í Vesturbænum og fór að tala mjög mikið um sperðileitrun. Ég fattaði svo næsta dag að það var sennilega ekki góð hugmynd að ræða það áhugamál mitt í kringum fólk sem er að borða. Held þau bjóði mér aldrei nokkurn tímann aftur í mat. Næst ætla ég að reyna að tala bara um stílinn minn. Það verður vandræðalegt og skrítið. En minni líkur á að fólki gubbi. Alls ekki útilokað, en aðeins minni líkur. Kamilla ætlar að reyna að tala um stílinn sinn í næsta matarboði sem hún fer í. Aðsend Hefur stíllinn þinn breyst mikið í gegnum tíðina og hvernig þá? Nja, það held ég ekki. Illu heilli myndu margir segja. Ég held hann hafi alltaf verið bara frekar óúthugsaður og kaótískur. Vonandi tekst mér einn daginn að verða almennileg tískudrottning. Það er örugglega mjög gaman. Hvaðan sækirðu innblástur í tískunni? Innblástur væri nokkuð sterkt orð til að lýsa því hvernig ég vel flíkur. Nema hægt sé að flokka kuldann úti, leti mín og hyskni sem innblástur. Það eru allavega atriði sem stjórna mest vali mínu á fötum. Um daginn hlustaði ég reyndar á mjög skemmtilega smásögu þar sem Mörgæsamaðurinn og Mary Poppins hittast í matarboði og spjalla um þá list að svífa niður háar byggingar með regnhlíf.Síðan hefur mig langað svo í að fá mér kjólfatajakka eins og mörgæsamaðurinn er alltaf í. Ég held það væri gaman að eiga svoleiðis. Stíll Kamillu er svolítið pönkaður en hana langar nú mikið í kjólfatajakka.Aðsend Ertu með einhver boð og bönn þegar það kemur að klæðaburði? Um daginn labbaði ég á vinnustofuna mína í netasokkabuxum og kjól sem byrjaði að skríða upp lærin á mér og endaði allur upp við mittið á mér sem ég uppgötvaði ekki fyrr en ég kom á vinnustofuna sem þýðir að ég hef gengið í gegnum miðbæinn og hálfan Vesturbæinn eiginlega á rassinum. Ég myndi segja að það væri ekki alltaf gott að gera nágrönnum sínum það að sýna þeim á sér bossann. Ég myndi aldrei banna öðrum að bera sína eigin rass en svona alla jafna ætti ég ekkert að vera að bera minn neitt víða. Svo mín persónulega regla er: Að vera helst ekki á rassinum, svona út í bæ alla vega. Svona gekk Kamilla um götur miðborgarinnar án þess að átta sig á því.Aðsend Hver er eftirminnilegasta flík sem þú hefur klæðst og af hverju? Eftir að ég flutti í miðbæinn hef ég gert í því að labba hægt um Ingólfstorg í leðri í þeirri von um að mér verði þá boðið að gerast meðlimur í mótórhjólaklíku. Með engum árangri þó. Mig grunar að þau sjái að ég er oftast bara í pleather. Svo er líka heldur ekki með neitt bílpróf í ofan á lag. Svo ég gæti alltaf bara staðið nálægt mótorhjóli og reykt sígarettur en aldrei brunað í burtu með þeim. Ég rakst svo á einn leðurjakka í Verzlanahöllinni síðasta vor sem mér fannst algjört æði og ákvað að kaupa hann. Þáverandi kærasti minn sagði að ég væri eins og tónlistarmaðurinn Rúnar Þór í honum í honum. Ég held að hann hafi verið að reyna að hæðast að mér. En sú spæling hafði ekkert bit því mér finnst Rúnar Þór bara kúl og ég elska að fara á tónleika með honum á Catalinu. Svo ég þurfti bara að láta þennan kærasta róa og held áfram að ganga um í jakkanum, alveg alsæl í því sem hugsanlega verður alltaf bara einsmannsgengið mitt. Kamilla er hrifin af leðurjakkanum og sömuleiðis tónlistarmanninum Rúnari Þór.Ari Magg Býrðu yfir einhverju góðu ráði þegar það kemur að tísku? Kaupa allt með vösum, þeir gera allt lífið skemmtilegra. Kíkja í Kiosk úti á Granda, svo margt fallegt og flott þar á öllu svæðinu í kring og enda á að fá sér einn kaldan í Kaffivagninum. Já og svo mæli ég alltaf með að styðja lókal pönkhljómsveitir þegar þær eru með einhvern varning til sölu! Hér er hægt að fylgjast með Kamillu á samfélagsmiðlinum Instagram.
Tískutal Tíska og hönnun Tengdar fréttir „Lífið er of stutt til að eyða miklum tíma fyrir framan spegilinn“ Töffarinn og lífskúnstnerinn Sóley Kristjánsdóttir starfar sem vörumerkjastjóri hjá Ölgerðinni ásamt því að vera plötusnúður. Hún elskar tjáningarmáta tískunnar og nýtur þess að geta verið alls konar í klæðaburði. Sóley er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 23. september 2023 11:31 Húfan sem fór í klósettið hélt samt áfram að vera í uppáhaldi Rithöfundurinn, heimspekingurinn og lífskúnstnerinn María Elísabet Bragadóttir segir skemmtilegt að vera opin fyrir innblæstri tískunnar og er mikið fyrir góðar yfirhafnir. Henni finnst vandaðar flíkur standast tímans tönn og reynir að velja sér flíkur með það í huga að geta notað þær árum saman. María Elísabet er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 16. september 2023 11:30 „Í dag vil ég helst vera í minni eigin tískubúbblu“ MRingurinn og tískuáhugakonan Helga Þóra Bjarnadóttir elskar hvað tískan er breytileg og hvað hún getur haft jákvæð áhrif á líðan fólks. Hún segir mikilvægt að velja föt sem láta manni líða vel í staðinn fyrir að elta stöðugt tískubylgjur og hefur lært það með aldrinum. Helga Þóra er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 9. september 2023 11:30 „Líður langbest þegar ég klæðist bleiku“ Áhrifavaldurinn, raunveruleikastjarnan og ofurskvísan Sunneva Einarsdóttir hefur alltaf verið mikið fyrir tískuna og segist með árunum hafa orðið ófeimnari við að taka áhættur í klæðaburði. Sunneva Einars er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 2. september 2023 11:32 „Það kom aldrei til greina að ég færi að klæða mig eins og allir hinir“ Leiklistaneminn, lífskúnstnerinn og einn best klæddi Íslendingurinn árið 2022 Álfgrímur Aðalsteinsson hefur alltaf farið eigin leiðir í fatavali. Í grunnskóla var hann að eigin sögn lagður í hálfgert einelti fyrir einstakan stíl sinn en lét það ekki stoppa sig og segir mikilvægt að hafa pláss til að gera tilraunir og finna eigin stíl. Álfgrímur er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 26. ágúst 2023 11:31 „Sjálfstraustið er aðal hráefnið“ Fatahönnuðurinn Ástrós Lena hefur með árunum orðið öruggari með fataval sitt og eftir að hún flutti til Danmerkur í nám fór hún að verða óhræddari við að prófa sig áfram. Hún segist oftar en ekki verið of sein eitthvert sökum fatakrísu en getur alltaf treyst á hjálp vinkvenna sinna ef hún veit ekki hvaða fötum hún á að klæðast. Ástrós Lena er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 19. ágúst 2023 11:31 „Í dag finnst mér kvenlegur fatnaður ekki síður valdeflandi“ Kvikmyndagagnrýnandinn og lífskúnstnerinn Jóna Gréta Hilmarsdóttir getur litið á hvaða áfangastað sem er sem tískusýningu þar sem þú ætlar að skilja fólk eftir agndofa. Hún segir tískuna geta verið vopn gegn fyrirmótuðum hugmyndum, sækir tískuinnblásturinn meðal annars til sjónvarpsþáttanna Beðmál í borginni og er enn þekkt af sumum sem stelpan með röndóttu húfuna. Jóna Gréta er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 5. ágúst 2023 11:30 „Ég hef aldrei nennt að „fitta“ inn“ Lífskúnstnerinn, fótboltamaðurinn og fatahönnuðarneminn Birnir Ingason hefur alltaf farið sínar eigin leiðir í klæðaburði og hefur hreinlega gaman að því þegar fólk gerir athugasemdir við fataval sitt. Hann segist þó hafa þróast í aðra átt með árunum þar sem hann sækir nú minna í lætin og meira í þægindi og hagkvæm kaup. Birnir er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 29. júlí 2023 11:31 „Hef lært með árunum að álit annarra á mér kemur mér bara ekkert við“ Förðunarfræðingurinn Birkir Már Hafberg lýsir stílnum sínum sem tímalausum og stílhreinum en elskar þó stundum að leika sér með æpandi liti. Hann fer sínar eigin leiðir í tískunni, leggur upp úr því að klæða sig fyrir sjálfan sig og segir stíl sinn hafa þróast í einfaldari átt á undanförnum árum. Birkir Már er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 8. júlí 2023 11:31 Mest lesið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
„Lífið er of stutt til að eyða miklum tíma fyrir framan spegilinn“ Töffarinn og lífskúnstnerinn Sóley Kristjánsdóttir starfar sem vörumerkjastjóri hjá Ölgerðinni ásamt því að vera plötusnúður. Hún elskar tjáningarmáta tískunnar og nýtur þess að geta verið alls konar í klæðaburði. Sóley er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 23. september 2023 11:31
Húfan sem fór í klósettið hélt samt áfram að vera í uppáhaldi Rithöfundurinn, heimspekingurinn og lífskúnstnerinn María Elísabet Bragadóttir segir skemmtilegt að vera opin fyrir innblæstri tískunnar og er mikið fyrir góðar yfirhafnir. Henni finnst vandaðar flíkur standast tímans tönn og reynir að velja sér flíkur með það í huga að geta notað þær árum saman. María Elísabet er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 16. september 2023 11:30
„Í dag vil ég helst vera í minni eigin tískubúbblu“ MRingurinn og tískuáhugakonan Helga Þóra Bjarnadóttir elskar hvað tískan er breytileg og hvað hún getur haft jákvæð áhrif á líðan fólks. Hún segir mikilvægt að velja föt sem láta manni líða vel í staðinn fyrir að elta stöðugt tískubylgjur og hefur lært það með aldrinum. Helga Þóra er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 9. september 2023 11:30
„Líður langbest þegar ég klæðist bleiku“ Áhrifavaldurinn, raunveruleikastjarnan og ofurskvísan Sunneva Einarsdóttir hefur alltaf verið mikið fyrir tískuna og segist með árunum hafa orðið ófeimnari við að taka áhættur í klæðaburði. Sunneva Einars er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 2. september 2023 11:32
„Það kom aldrei til greina að ég færi að klæða mig eins og allir hinir“ Leiklistaneminn, lífskúnstnerinn og einn best klæddi Íslendingurinn árið 2022 Álfgrímur Aðalsteinsson hefur alltaf farið eigin leiðir í fatavali. Í grunnskóla var hann að eigin sögn lagður í hálfgert einelti fyrir einstakan stíl sinn en lét það ekki stoppa sig og segir mikilvægt að hafa pláss til að gera tilraunir og finna eigin stíl. Álfgrímur er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 26. ágúst 2023 11:31
„Sjálfstraustið er aðal hráefnið“ Fatahönnuðurinn Ástrós Lena hefur með árunum orðið öruggari með fataval sitt og eftir að hún flutti til Danmerkur í nám fór hún að verða óhræddari við að prófa sig áfram. Hún segist oftar en ekki verið of sein eitthvert sökum fatakrísu en getur alltaf treyst á hjálp vinkvenna sinna ef hún veit ekki hvaða fötum hún á að klæðast. Ástrós Lena er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 19. ágúst 2023 11:31
„Í dag finnst mér kvenlegur fatnaður ekki síður valdeflandi“ Kvikmyndagagnrýnandinn og lífskúnstnerinn Jóna Gréta Hilmarsdóttir getur litið á hvaða áfangastað sem er sem tískusýningu þar sem þú ætlar að skilja fólk eftir agndofa. Hún segir tískuna geta verið vopn gegn fyrirmótuðum hugmyndum, sækir tískuinnblásturinn meðal annars til sjónvarpsþáttanna Beðmál í borginni og er enn þekkt af sumum sem stelpan með röndóttu húfuna. Jóna Gréta er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 5. ágúst 2023 11:30
„Ég hef aldrei nennt að „fitta“ inn“ Lífskúnstnerinn, fótboltamaðurinn og fatahönnuðarneminn Birnir Ingason hefur alltaf farið sínar eigin leiðir í klæðaburði og hefur hreinlega gaman að því þegar fólk gerir athugasemdir við fataval sitt. Hann segist þó hafa þróast í aðra átt með árunum þar sem hann sækir nú minna í lætin og meira í þægindi og hagkvæm kaup. Birnir er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 29. júlí 2023 11:31
„Hef lært með árunum að álit annarra á mér kemur mér bara ekkert við“ Förðunarfræðingurinn Birkir Már Hafberg lýsir stílnum sínum sem tímalausum og stílhreinum en elskar þó stundum að leika sér með æpandi liti. Hann fer sínar eigin leiðir í tískunni, leggur upp úr því að klæða sig fyrir sjálfan sig og segir stíl sinn hafa þróast í einfaldari átt á undanförnum árum. Birkir Már er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 8. júlí 2023 11:31