Um er að ræða rúmlega 33 fermetra stúdíó íbúð á fjórðu hæð í nýlegu fjölbýlishúsi með útsýni til sjávar.
Hver fermetri er nýttur til fulls á sniðugan máta þar sem sérsmíðuð innrétting úr fallegum við og svörtu stáli gefur rýminu einstakan svip. Innréttingin samanstendur af rúmi, bókahillu og vinnuaðstöðu og nær upp í loft.
Hönnuðurinn á bakvið innréttinguna er fjöllistamaðurinn Kristinn Arnar Sigurðsson, þekktur undir listamannanafninu Krassasig.

Í eldhúsinu er hvít og stílhrein innrétting með góðu skápaplássi.
Baðherbergið er rúmgottm, flísalagt hólf í gólf með walk in sturtu og upp hengdu salerni.
Nánari upplýsingar um eignina má finna á fasteignavef Vísis.



Byggingin er staðsett á svokölluðum Brynjureit, og er miðpunktur verslunar, afþreyingar og þjónustu í hinu litríka miðborgarlífi.
Brynjureitur afmarkast af við Laugaveg 27 A og B, og Hverfisgötu 40 til 44. Á milli þeirra liggur ný og skemmtileg göngugata sem getur skapað sér sérstöðu í hringiðu miðbæjarins og hefur fengið nafnið Kasthúsastígur.


Bergþór starfaði um árabil sem umboðsmaður fyrir rapparann Birni og tónlistar dúó-ið ClubDub en lét af störfum í ágúst 2022.