Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

covid.is
Upplýsingar um faraldurinn er að finna á covid.is, upplýsingavef Embættis landlæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra.

Landsmenn eru minntir á mikilvægi persónulegra sóttvarna. Ef einstaklingar finna fyrir veikindum er þeim bent á að hringja í síma 1700 (fyrir erlend símanúmer +354 544-4113) varðandi nánari upplýsingar og hvernig þeir eigi að nálgast heilbrigðiskerfið.

Staðan á Landspítala:
Á vef Landspítala má finna upplýsingar um stöðuna á spítalanum.

Tímalína faraldurs kórónuveirunnar:
Fyrsta kórónuveirusmitið var greint á Íslandi 28. febrúar 2020. Hér er fjallað um upphaf kórónuveirufaraldursins og fyrstu bylgju hans.

Í maí 2020 var hafist handa við að létta á samkomutakmörkunum, og var faraldurinn í lægð um tíma um sumarið. Hér má finna allt það helsta um það tímabil ásamt annarri og þriðju bylgjunni sem komu í kjölfarið.

Í lok árs var kórónuveirufaraldurinn á árinu 2020 tekinn saman í grein sem hér má finna.

26. júní 2021 var síðan öllum takmörkunum innanlands aflétt.

Í lok árs 2021 fór fréttastofa síðan yfir gengi ársins í bólusetningum, auk þess að rifja upp áhrif takmarkana á samkomur á árinu.

Að neðan má sjá yfirlit um stöðu Covid-19 faraldursins á Íslandi.




Fréttamynd

121 þúsund manns hafa mætt í örvunar­bólu­setningu

Örvunarskammtur af bóluefni Pfizer þykir veita góða vernd gegn ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar. Þetta sýna nýjar rannsóknir fyrirtækisins. Sóttvarnalæknir segir ávinning af örvunarskammti ótvíræðan en skiptar skoðanir eru meðal almennings um hvort sérreglur eigi að gilda fyrir bólusetta.

Innlent
Fréttamynd

Átta leikmenn Spurs smitaðir

Átta leikmenn og fimm úr starfsliði Tottenham hafa greinst með kórónuveiruna. Antonio Conte, knattspyrnustjóri Spurs, staðfesti þetta á blaðamannafundi í dag.

Enski boltinn
Fréttamynd

Jólahlaðborðin uppspretta hópsmita í faraldrinum

Tuttugu hafa nú greinst með ómíkron afbrigði kórónuveirunnar hér á landi. Sóttvarnalæknir segir jólahlaðborð hafa verið uppsprettu hópsýkinga í faraldrinum og hvetur þá sem standa fyrir slíkum samkomum að afgreiða matinn frekar beint á borðið.

Innlent
Fréttamynd

120 greindust innan­lands

120 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 54 af þeim 120 sem greindist innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 45 prósent. 66 voru utan sóttkvíar, eða 55 prósent.

Innlent
Fréttamynd

Veiran varð nær 30-falt útbreiddari hjá börnum

Heilbrigðisráðherra vonast til að geta slakað til í samkomutakmörkunum á næstu tveimur vikum en breytir engu að sinni. Bólusetning barna fimm til ellefu ára gæti slegið á útbreiðslu faraldursins í heild, að sögn barnalæknis.

Innlent
Fréttamynd

Markmiðið að grípa sem flesta og koma til móts við Landspítala

Ný Covid deild verður opnuð á hjúkrunarheimilinu Eir síðar í dag. Deildin getur tekið á móti allt að tíu öldruðum einstaklingum sem eru með væg einkenni. Framkvæmdastjóri hjúkrunarsviðs Eirar segir að um sé að ræða nauðsynlegt úrræði sem muni meðal annars létta undir með Landspítala.

Innlent
Fréttamynd

Að efla hreysti þjóðar

Fleiri heimsfaraldrar eru á leiðinni segja þeir og jafnvel miklu alvarlegri en þessir sem hafa komið áður. Ekki getum við sprautað fólk endalaust í handleggina, við verðum að hugsa dæmið upp á nýtt!

Skoðun
Fréttamynd

Smit í Njarðvík og leik frestað

Leik Njarðvíkur og Stjörnunnar í Subway-deild karla í körfubolta, sem fara átti fram á fimmtudaginn, hefur verið frestað vegna kórónuveirusmits í herbúðum Njarðvíkur.

Körfubolti
Fréttamynd

Ó­breyttar að­gerðir næstu tvær vikur

Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, hefur kynnt sóttvarnaaðgerðir sem taka gildi á morgun. Aðgerðir verða óbreyttar og gildir þetta næstu tvær vikurnar, eða til 22. desember. Heilbrigðisráðherra segir þó vel koma til greina að aflétta fyrir 22. desember verði staðan orðin betri. 

Innlent
Fréttamynd

Hjúkrunardeild fyrir eldri Covid-19 sjúklinga opnuð á Eir

Í dag verður opnuð á hjúkrunarheimilinu Eir sérstök hjúkrunareining fyrir covid-sjúklinga. Deildin er einkum hugsuð sem sérstakt úrræði fyrir íbúa á hjúkrunarheimilum sem veikjast af völdum Covid-19 og þurfa á sólarhringsumönnun að halda og einnig aldraða sem geta ekki haldið einangrun heima og þurfa umönnun.

Innlent
Fréttamynd

Fékk kær­komna stað­­festingu á að í sér renni blóð

Örvunar­bólu­setning heil­brigðis­ráð­herra gekk ekki alveg slysa­laust fyrir sig þó stór­slys hafi sannar­lega ekki átt sér stað. Það blæddi ör­lítið úr hand­legg hans eftir sprautuna og varð því að fá plástur í boði ríkisins, eins og hjúkrunar­fræðingurinn sem bólu­setti hann komst að orði.

Innlent