Aukinn kostnaður við heilbrigðisþjónustu fjölgar sárafátækum Heimsljós 13. desember 2021 14:17 UNICEF/ Ismail Taxta Óttast er að heimsfaraldurinn stöðvi eða snúi við þeim framförum sem orðið hafa í heilbrigðisþjónustu. Sameinuðu þjóðirnar telja að rúmlega hálfur milljarður manna í heiminum búi nú við sárafátækt eða enn meiri örbirgð vegna kostnaðar við heilbrigðisþjónustu af völdum COVID-19. Óttast er að heimsfaraldurinn stöðvi eða snúi við þeim framförum sem orðið hafa í útbreiðslu almennrar heilbrigðisþjónustu í heiminum. Þetta kemur fram í frétt Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna (UNRIC) með tilvísun í tvær skýrslur sem Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) og Alþjóðabankinn gáfu út í gær, á alþjóðlegum degi heilbrigðisþjónustu í þágu allra og sýna glögglega afleiðingar COVID-19 á aðgang að heilbrigðisþjónustu og greiðslu fyrir hana. Í ávarpi á alþjóðadeginum sagði António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna að nú þegar þriðja ár heimsfaraldursins færi í hönd væri brýnt að „efla heilbrigðiskerfi okkar til að tryggja jöfnuð, þanþol og getu til að mæta þörfum allra, þar á meðal á sviði geðheilbrigðis.“ Hann bætti við að „höggbylgjur heilbrigðisvárinnar hafi komið harðast niður á þeim ríkjum sem skortir heilbrigðiskerfi sem geta útvegað gæðaþjónustu á viðráðanlegu verði fyrir alla.“ Hann benti einnig á að ef ná ætti markmiðum um að allir jarðarbúar nytu góðs af heilbrigðisþjónustu fyrir árið 2030, þyrftu ríkisstjórnir að skuldbinda sig til að fjárfesta í og efla þær lausnir sem hefðu þegar sannað sig. „Ójöfn dreifing COVID-19 bóluefnis undanfarið ár er siðferðisbrestur á heimsvísu. Við verðum að læra af reynslunni. Heimsfaraldrinum lýkur ekki í einu einasta landi fyrr en hann er upprættur alls staðar,“ sagði Guterres. Í frétt UNRIC segir að árið 2020 hafi heimsfaraldurinn leikið heilbrigðiskerfi víðast hvar grátt. Margt hafi setið á hakanum og sem dæmi eru nefnd að dregið hafi úr almennum bólusetningum í fyrsta skipti í tíu ár og dauðsföllum af völdum berkla og mýrarköldu (malaríu) hafi fjölgað. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þróunarsamvinna Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent
Sameinuðu þjóðirnar telja að rúmlega hálfur milljarður manna í heiminum búi nú við sárafátækt eða enn meiri örbirgð vegna kostnaðar við heilbrigðisþjónustu af völdum COVID-19. Óttast er að heimsfaraldurinn stöðvi eða snúi við þeim framförum sem orðið hafa í útbreiðslu almennrar heilbrigðisþjónustu í heiminum. Þetta kemur fram í frétt Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna (UNRIC) með tilvísun í tvær skýrslur sem Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) og Alþjóðabankinn gáfu út í gær, á alþjóðlegum degi heilbrigðisþjónustu í þágu allra og sýna glögglega afleiðingar COVID-19 á aðgang að heilbrigðisþjónustu og greiðslu fyrir hana. Í ávarpi á alþjóðadeginum sagði António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna að nú þegar þriðja ár heimsfaraldursins færi í hönd væri brýnt að „efla heilbrigðiskerfi okkar til að tryggja jöfnuð, þanþol og getu til að mæta þörfum allra, þar á meðal á sviði geðheilbrigðis.“ Hann bætti við að „höggbylgjur heilbrigðisvárinnar hafi komið harðast niður á þeim ríkjum sem skortir heilbrigðiskerfi sem geta útvegað gæðaþjónustu á viðráðanlegu verði fyrir alla.“ Hann benti einnig á að ef ná ætti markmiðum um að allir jarðarbúar nytu góðs af heilbrigðisþjónustu fyrir árið 2030, þyrftu ríkisstjórnir að skuldbinda sig til að fjárfesta í og efla þær lausnir sem hefðu þegar sannað sig. „Ójöfn dreifing COVID-19 bóluefnis undanfarið ár er siðferðisbrestur á heimsvísu. Við verðum að læra af reynslunni. Heimsfaraldrinum lýkur ekki í einu einasta landi fyrr en hann er upprættur alls staðar,“ sagði Guterres. Í frétt UNRIC segir að árið 2020 hafi heimsfaraldurinn leikið heilbrigðiskerfi víðast hvar grátt. Margt hafi setið á hakanum og sem dæmi eru nefnd að dregið hafi úr almennum bólusetningum í fyrsta skipti í tíu ár og dauðsföllum af völdum berkla og mýrarköldu (malaríu) hafi fjölgað. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þróunarsamvinna Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent