Leik Tottanhem og Rennes aflýst | Óvíst hvað gerist í framhaldinu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. desember 2021 12:31 Svo virðist sem Antonio Conte og Harry Kane hafi lokið þátttöku sinni í Evrópu að sinni. Ryan Pierse/Getty Images Leik Tottenham Hotspur og Rennes í Sambandsdeild Evrópu sem átti fram að fara á fimmtudagskvöld hefur nú verið aflýst. Vegna fjölda kórónuveirusmita í liði Tottneham er ljóst að leikurinn getur ekki farið fram á tilsettum tíma. Leikur Tottenham og Rennes í lokaumferð riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu átti að fara fram líkt og aðrir leikir keppninnar á fimmtudaginn var. Vegna fjölda smita í herbúðum Tottenham þurfti að fresta leiknum en nú er ljóst að honum hefur verið aflýst. „Þrátt fyrir að allir möguleikar hafi verið skoðaðir er ljóst að ekki finnst tími til að spila leik Tottenham og Rennes vegna anna beggja liða á næstunni,“ segir í tilkynningu knattspyrnusambands Evrópu um málið. Þar kemur einnig í ljós að ekki hafi verið ákveðið hvernig niðurstaða muni fást í viðureign liðanna. Covid-hit #THFC v Rennes game will not be played. "Unfortunately, despite all efforts, a solution that could work for both clubs could not be found," Uefa says. Result to be decided by Uefa Control, Ethics and Disciplinary Body.— Henry Winter (@henrywinter) December 11, 2021 Eftir 3-1 sigur Vitesse á Mura í lokaumferð G-riðils er Rennes á toppi riðilsins og ljóst að liðið er komið áfram í útsláttarkeppni Sambandsdeildarinnar. Tottenham er hins vegar í 3. sæti með sjö stig, þremur stigum minna en Vitesse. Það er þar af leiðandi ljóst að nema UEFA dæmi Tottenham á einhvern hátt sigur í leik liðanna – sem verður að teljast einkar ólíklegt – þá er þátttöku Tottenham í Evrópu á þessari leiktíð lokið. Fótbolti Sambandsdeild Evrópu Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hópsmit setur strik í reikninginn hjá Tottenham Enska knattspyrnuliðið Tottenham Hotspur hefur farið vel af stað undir stjórn Antonio Conte eftir að Ítalinn tók við liðinu fyrir rúmum mánuði síðan. Nú hefur kórónuveiran hins vegar herjað á liðið og það gæti sett strik í reikninginn fyrir mikið leikjaálag desembermánaðar. 7. desember 2021 09:31 Átta leikmenn Spurs smitaðir Átta leikmenn og fimm úr starfsliði Tottenham hafa greinst með kórónuveiruna. Antonio Conte, knattspyrnustjóri Spurs, staðfesti þetta á blaðamannafundi í dag. 8. desember 2021 15:01 Mikilvægum leik Tottenham frestað vegna hópsmitsins Leik Tottenham og Rennes í Sambandsdeild Evrópu sem átti að fara fram í kvöld hefur verið frestað eftir að alls 13 einstaklingar innan raða Lundúnaliðsins greindust með kórónuveiruna. 9. desember 2021 18:01 Vitesse setti pressu á veika Tottenham-menn | Hákon lagði upp tvö Nú er öllum leikjum kvöldsins lokið í lokaumferð riðlakeppninnar í Sambandsdeild Evrópu. Leikmenn Tottenham vita nú að þeir þurfa að vinna sinn leik eftir að Vitesse vann 3-1 sigur gegn NS Mura, en leik Tottenham og Rennes var frestað vegna fjölda kórónuveirusmita innan herbúða Lundúnaliðsins. Þá lagði Hákon Arnar Haraldsson upp bæði mörk FCK í 2-0 sigri gegn Slovan Bratislava. 9. desember 2021 22:10 Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Leik lokið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Leik lokið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sport Fleiri fréttir Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Sjá meira
Leikur Tottenham og Rennes í lokaumferð riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu átti að fara fram líkt og aðrir leikir keppninnar á fimmtudaginn var. Vegna fjölda smita í herbúðum Tottenham þurfti að fresta leiknum en nú er ljóst að honum hefur verið aflýst. „Þrátt fyrir að allir möguleikar hafi verið skoðaðir er ljóst að ekki finnst tími til að spila leik Tottenham og Rennes vegna anna beggja liða á næstunni,“ segir í tilkynningu knattspyrnusambands Evrópu um málið. Þar kemur einnig í ljós að ekki hafi verið ákveðið hvernig niðurstaða muni fást í viðureign liðanna. Covid-hit #THFC v Rennes game will not be played. "Unfortunately, despite all efforts, a solution that could work for both clubs could not be found," Uefa says. Result to be decided by Uefa Control, Ethics and Disciplinary Body.— Henry Winter (@henrywinter) December 11, 2021 Eftir 3-1 sigur Vitesse á Mura í lokaumferð G-riðils er Rennes á toppi riðilsins og ljóst að liðið er komið áfram í útsláttarkeppni Sambandsdeildarinnar. Tottenham er hins vegar í 3. sæti með sjö stig, þremur stigum minna en Vitesse. Það er þar af leiðandi ljóst að nema UEFA dæmi Tottenham á einhvern hátt sigur í leik liðanna – sem verður að teljast einkar ólíklegt – þá er þátttöku Tottenham í Evrópu á þessari leiktíð lokið.
Fótbolti Sambandsdeild Evrópu Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hópsmit setur strik í reikninginn hjá Tottenham Enska knattspyrnuliðið Tottenham Hotspur hefur farið vel af stað undir stjórn Antonio Conte eftir að Ítalinn tók við liðinu fyrir rúmum mánuði síðan. Nú hefur kórónuveiran hins vegar herjað á liðið og það gæti sett strik í reikninginn fyrir mikið leikjaálag desembermánaðar. 7. desember 2021 09:31 Átta leikmenn Spurs smitaðir Átta leikmenn og fimm úr starfsliði Tottenham hafa greinst með kórónuveiruna. Antonio Conte, knattspyrnustjóri Spurs, staðfesti þetta á blaðamannafundi í dag. 8. desember 2021 15:01 Mikilvægum leik Tottenham frestað vegna hópsmitsins Leik Tottenham og Rennes í Sambandsdeild Evrópu sem átti að fara fram í kvöld hefur verið frestað eftir að alls 13 einstaklingar innan raða Lundúnaliðsins greindust með kórónuveiruna. 9. desember 2021 18:01 Vitesse setti pressu á veika Tottenham-menn | Hákon lagði upp tvö Nú er öllum leikjum kvöldsins lokið í lokaumferð riðlakeppninnar í Sambandsdeild Evrópu. Leikmenn Tottenham vita nú að þeir þurfa að vinna sinn leik eftir að Vitesse vann 3-1 sigur gegn NS Mura, en leik Tottenham og Rennes var frestað vegna fjölda kórónuveirusmita innan herbúða Lundúnaliðsins. Þá lagði Hákon Arnar Haraldsson upp bæði mörk FCK í 2-0 sigri gegn Slovan Bratislava. 9. desember 2021 22:10 Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Leik lokið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Leik lokið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sport Fleiri fréttir Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Sjá meira
Hópsmit setur strik í reikninginn hjá Tottenham Enska knattspyrnuliðið Tottenham Hotspur hefur farið vel af stað undir stjórn Antonio Conte eftir að Ítalinn tók við liðinu fyrir rúmum mánuði síðan. Nú hefur kórónuveiran hins vegar herjað á liðið og það gæti sett strik í reikninginn fyrir mikið leikjaálag desembermánaðar. 7. desember 2021 09:31
Átta leikmenn Spurs smitaðir Átta leikmenn og fimm úr starfsliði Tottenham hafa greinst með kórónuveiruna. Antonio Conte, knattspyrnustjóri Spurs, staðfesti þetta á blaðamannafundi í dag. 8. desember 2021 15:01
Mikilvægum leik Tottenham frestað vegna hópsmitsins Leik Tottenham og Rennes í Sambandsdeild Evrópu sem átti að fara fram í kvöld hefur verið frestað eftir að alls 13 einstaklingar innan raða Lundúnaliðsins greindust með kórónuveiruna. 9. desember 2021 18:01
Vitesse setti pressu á veika Tottenham-menn | Hákon lagði upp tvö Nú er öllum leikjum kvöldsins lokið í lokaumferð riðlakeppninnar í Sambandsdeild Evrópu. Leikmenn Tottenham vita nú að þeir þurfa að vinna sinn leik eftir að Vitesse vann 3-1 sigur gegn NS Mura, en leik Tottenham og Rennes var frestað vegna fjölda kórónuveirusmita innan herbúða Lundúnaliðsins. Þá lagði Hákon Arnar Haraldsson upp bæði mörk FCK í 2-0 sigri gegn Slovan Bratislava. 9. desember 2021 22:10