Stríð og sigur – læknast af langvinnu Covid Gísli H. Halldórsson skrifar 10. desember 2021 13:01 Árin 2020 og 2021 glímdi ég við Covid-19 og eftirmála þess, langvinna Covid. Baráttunni lauk óvænt og skyndilega kvöld eitt í júlí 2021. Þá voru 535 dagar liðnir frá smitinu. Smjörþefur af upplifun þeirra sem glíma við örorku vegna þess sem erfitt er að lýsa og fáir vilja trúa að sé raunverulegt, þannig var þetta. Eftir að hafa glímt við hin djöfullegu einkenni örmögnunar sem langvinnt Covid færði mér, er ég þakklátur fyrir að hafa fengið innsýn í og skilning á illvígu magnleysi – sem fyrir mörgum er daglegt brauð. Langvinnt Covid Long Covid eða Post Covid, sem hér verður kallað langvinnt Covid, eru allskyns eftirköst sem margir fá eftir Covid sýkingu. Sá sem sýkst hefur af Covid-19 getur fengið langvinnt Covid, óháð því hvort viðkomandi varð sýnilega veikur eða hve alvarlega. Einkennin eru ólík hjá fólki og alvarleiki þeirra mismunandi. Helstu þekktu einkenni samkvæmt WHO geta verið: örmögnun, gleymska, höfuðverkur, missir á lykt og bragði, krónískur hósti, brjóstverkur, truflanir í hjartslætti eða öndun, vöðvaverkir, taugastingir, niðurgangur, magaverkir, útbrot eða endurtekinn hitaköst. Auk framangreinds má nefna rugling í hugsun og tjáningu. Dæmi eru um að einkennin valdi fullri örorku meðan á þeim stendur. Rannsóknir benda til að um 10-30% þeirra sem greinast Covid-19 jákvæðir fái langvinnt Covid í einhverja mánuði. Mér er ekki kunnugt um hvert þetta hlutfall gæti verið meðal bólusettra en það er þó sagt vera áberandi lægra. Óþekkt er hve lengi einkennin geta varað en 6-18 mánuðir er vel þekkt. Sambærileg eftirköst geta komið í kjölfar annarra vírusa. Í greipum hins óþekkta Ég smitaðist á þeim merka degi í sögu Covid á Íslandi, föstudeginum 13. mars 2020, afmælisdegi móður minnar og fæðingardegi dóttursonar sem ég hitti í fyrsta skipti sama kvöld. Kvöldið eftir fékk ég fyrstu einkenni þó ég þekkti þau ekki þá. Nokkrum dögum síðar var úrskurðað að um Covid-19 væri að ræða. Þó ég færi aldrei á sjúkrahús stóð einangrun mín yfir í nærri 40 daga. Í árdaga Covid var enn óljóst hvenær útskrifa mætti þá sem sýktust. Einangrun minni hefði annars líklega lokið á tveimur vikum miðað við verklagið í dag. Að lokinni einangrun tóku við heilsubótargöngur og létt skokk til að komast í betra form. Fyrstu þreytuköstin skrifaði ég bara á úthaldsleysi eftir veikindin. Varla var þó liðinn mánuður þegar Covid sýndi, með reiddan hnefa, að það var ekki farið og ætlaði ekki að sleppa mér strax. Eftir að hafa átt gott dagsform og skokkað 5 kílómetra var ég örmagna daginn eftir – og næstu daga. Það var loks eftir hádegi á sjötta degi að slenið hvarf og ég varð eldhress það sem eftir var dags. Marga mánuði tók það mig að skilja sjúkdóminn sem ég fékk eftir Covid-19. Að loknu sumri var mér þó orðið ljóst að mikil hreyfing, göngutúrar eða hlaup, gerðu mér ekki gott. Þvert á móti varð ég því verri sem ég lagði mig meira fram í hreyfingu. Eftirköstin eru ólík frá einum til annars. Mín einkenni voru líkamlegt og andlegt orkuleysi sem kom og fór – orkuleysi gjörólíkt þreytu því orkan fæst ekki aftur með hvíld. Eins og bensínlaus bíll og 100 kílómetrar í næstu bensínstöð. Orkuleysið gat verið allt frá því að gera störfin erfiðari þannig að hægja þurfti á eða fara sparlega með orku og upp í algera vangetu til að aðhafast nokkurn hlut. Símtal, lestur eða sjónvarpsáhorf gat jafnvel orðið um megn þegar verst var – eins og daginn sem þrír bitar af maríneraðri síld slógu mig sem lamaðan. Skilningur Í nóvember 2020 rakst ég á efni frá ýmsum erlendum sérfræðingum sem rannsakað hafa orsök og afleiðingar langvinns Covid. Að öðrum ólöstuðum vil ég benda á verkfræðinginn Gez Medinger sem er með þætti á rásinni Run-DMC á Youtube og hefur tekið viðtöl við fjölmarga lækna og fræðimenn um langvinnt Covid. Snemma árs 2021, eftir talsvert grúsk, var ég orðinn nokkuð viss um orsök einkenna minna. Histamínóþol var líkleg orsök þess að fjöldi fæðutegunda og drykkja, auk hreyfingar, hafði neikvæð áhrif sem í mínu tilfelli lýstu sér í orkuleysi. Covid-19 gat hafa orsakað truflanir í mastfrumum og þannig leitt til histamínóþols. Histamín er í ýmsum matvælum og drykkjum en myndast einnig í líkamanum. Orkuleysið gat verið vægt eða alvarlegt, oftast 1-2 dögum eftir inntöku fæðu eða hreyfingu en gat þó líka gerst samdægurs – líkt og þegar síldin lagði mig. Truflanir í mastfrumukerfi líkamans geta skýrt ólíkustu einkenni og eru sameiginlegar mörgum sem fá langvinnt Covid (t.d. Winstock et al., Mast cell activation symptoms are prevalent in Long-COVID, Nov. 2021). Mastfrumurnar eru mikilvægur hluti af varnarkerfi líkamans, þær senda frá sér þúsundir boðefna sem gegna ólíku hlutverki og stýra viðbrögðum á borð við ofnæmisviðbrögð, bólgur og fjölmargt fleira. Skömmu fyrir páska 2021 var ég orðinn það sannfærður um orsakir einkenna minna að ég skar út allan mat og drykk sem var líklegur til að verka á histamínóþolið. Má þar nefna síld, túnfisk, reyktan lax, hnetur, avocado, tómata, banana, gamla osta, súkkulaði, vín, gerjaða fæðu og mat sem staðið hefur við stofuhita. Jafnframt allan vínanda, en neysla á vínanda og svörtu og grænu tei er meðal þess sem hefur neikvæð áhrif á niðurbrot histamíns í líkamanum. Ítarlega lista um þetta má finna á netinu. Þetta hafði augljós áhrif til batnaðar þó að fullur sigur væri ekki unninn. Smám saman kom líka betur í ljós hvað gat haft vond áhrif – þegar búið var að útiloka þekkta óæskilega fæðu. Mér hafði t.d. yfirsést að rækjur voru á bannlistunum en uppgötvaði það eftir að tengdadóttir mín bent mér á að ég hefði einmitt líka verið slappur daginn eftir síðustu rækjumáltíð. Alvarlegt orkuleysi hætti að hrjá mig, ef ég gleymdi mér ekki. Það er reyndar furðu auðvelt að gleyma sér. Einn lítill biti af súkkulaði gat vel sloppið, enda var þetta óþol en ekki ofnæmi, en tveir bitar af súkkulaði og einn tómatur gátu haft afleiðingar. Þannig leggst á eitt, histamín úr ólíkum áttum. Bati Í lok júlí 2021 hafði ég án árangurs reynt ýmislegt til að læknast að fullu af eftirmálum Covid-19, neitað mér um allar þær matartegundir sem taldar voru upp hér að ofan – og fleiri til. Sneitt algerlega hjá vínanda. Haldið allri hreyfingu mjög hófstilltri, en þó gætt að daglegum gönguferðum sem hvorki máttu vera langar né erfiðar. Ég hafði farið í Jansen bólusetningarsprautu í júní, ef það mætti hjálpa. Allt var þó við það sama og stutt í slen og þreytu. Föstudaginn 30. júlí 2021 var ég með fjölskyldunni á Rauðasandi eins og oft áður. Rauðisandur er með fegurstu ströndum á Íslandi og strandferðir ómótstæðilegar þegar þar er dvalið. Þá er oft spennandi að fara í sjóinn og leika við öldurnar, þó ég hefði reyndar ekki gert það árinu áður. Þennan föstudag fylgdi ég þó fordæmi ferðafélaganna og fór í sjóinn. Sjóbaðið var stutt, kannski 3-4 mínútur, og sjórinn um 12°C. Við gengum svo saman heim í tjald, fjölskylda og vinir, börn á öllum aldri. Glöð á góðum degi og kvöldverður framundan í tjaldbúðunum. Frá þeirri stundu hef ég aldrei fundið fyrir áhrifunum af langvinnu Covid. Það hvarf. Þetta kvöld, en þó enn frekar daginn eftir, fann ég að líðan mín var allt önnur. Slenið var horfið. Eitt og hálft ár var liðið í baráttu sem engin leið var að vita hvort og hvenær myndi enda – en á augabragði var allt breytt. Á næstu dögum og vikum fór ég smám saman að prófa ýmsar fæðutegundir sem innihalda histamín í einhverju magni. Ég fór varlega í fyrstu, því það er erfitt að fylgjast með áhrifum þegar dagar geta liðið áður en þau koma fram. Næstu daga okkar á Rauðasandi hélt ég áfram að fara af og til í sjóinn og svo, þegar heim var komið, í hóflega köld böð, svona 15-18°C. Eftir nokkrar vikur var mér þó alveg ljóst að eftirköst Covid-19 höfðu horfið endanlega þetta júlíkvöld á Rauðasandi. Niðurlag Þó svo ég viti það ekki fyrir víst þá hef ég mínar hugmyndir um hvernig skýra mætti þann bata sem ég upplifði. Þær snúast í grófum dráttum um að snöggkæling líkamans við það að fara í sjóinn hafi hnykkt mastfrumukerfinu í lag með einhverjum hætti. Hver svo sem skýringin er þá hef ég ekki fundið fyrir áhrifum langvinna Covid eftir 30. júlí 2021. Höfundur er viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Árin 2020 og 2021 glímdi ég við Covid-19 og eftirmála þess, langvinna Covid. Baráttunni lauk óvænt og skyndilega kvöld eitt í júlí 2021. Þá voru 535 dagar liðnir frá smitinu. Smjörþefur af upplifun þeirra sem glíma við örorku vegna þess sem erfitt er að lýsa og fáir vilja trúa að sé raunverulegt, þannig var þetta. Eftir að hafa glímt við hin djöfullegu einkenni örmögnunar sem langvinnt Covid færði mér, er ég þakklátur fyrir að hafa fengið innsýn í og skilning á illvígu magnleysi – sem fyrir mörgum er daglegt brauð. Langvinnt Covid Long Covid eða Post Covid, sem hér verður kallað langvinnt Covid, eru allskyns eftirköst sem margir fá eftir Covid sýkingu. Sá sem sýkst hefur af Covid-19 getur fengið langvinnt Covid, óháð því hvort viðkomandi varð sýnilega veikur eða hve alvarlega. Einkennin eru ólík hjá fólki og alvarleiki þeirra mismunandi. Helstu þekktu einkenni samkvæmt WHO geta verið: örmögnun, gleymska, höfuðverkur, missir á lykt og bragði, krónískur hósti, brjóstverkur, truflanir í hjartslætti eða öndun, vöðvaverkir, taugastingir, niðurgangur, magaverkir, útbrot eða endurtekinn hitaköst. Auk framangreinds má nefna rugling í hugsun og tjáningu. Dæmi eru um að einkennin valdi fullri örorku meðan á þeim stendur. Rannsóknir benda til að um 10-30% þeirra sem greinast Covid-19 jákvæðir fái langvinnt Covid í einhverja mánuði. Mér er ekki kunnugt um hvert þetta hlutfall gæti verið meðal bólusettra en það er þó sagt vera áberandi lægra. Óþekkt er hve lengi einkennin geta varað en 6-18 mánuðir er vel þekkt. Sambærileg eftirköst geta komið í kjölfar annarra vírusa. Í greipum hins óþekkta Ég smitaðist á þeim merka degi í sögu Covid á Íslandi, föstudeginum 13. mars 2020, afmælisdegi móður minnar og fæðingardegi dóttursonar sem ég hitti í fyrsta skipti sama kvöld. Kvöldið eftir fékk ég fyrstu einkenni þó ég þekkti þau ekki þá. Nokkrum dögum síðar var úrskurðað að um Covid-19 væri að ræða. Þó ég færi aldrei á sjúkrahús stóð einangrun mín yfir í nærri 40 daga. Í árdaga Covid var enn óljóst hvenær útskrifa mætti þá sem sýktust. Einangrun minni hefði annars líklega lokið á tveimur vikum miðað við verklagið í dag. Að lokinni einangrun tóku við heilsubótargöngur og létt skokk til að komast í betra form. Fyrstu þreytuköstin skrifaði ég bara á úthaldsleysi eftir veikindin. Varla var þó liðinn mánuður þegar Covid sýndi, með reiddan hnefa, að það var ekki farið og ætlaði ekki að sleppa mér strax. Eftir að hafa átt gott dagsform og skokkað 5 kílómetra var ég örmagna daginn eftir – og næstu daga. Það var loks eftir hádegi á sjötta degi að slenið hvarf og ég varð eldhress það sem eftir var dags. Marga mánuði tók það mig að skilja sjúkdóminn sem ég fékk eftir Covid-19. Að loknu sumri var mér þó orðið ljóst að mikil hreyfing, göngutúrar eða hlaup, gerðu mér ekki gott. Þvert á móti varð ég því verri sem ég lagði mig meira fram í hreyfingu. Eftirköstin eru ólík frá einum til annars. Mín einkenni voru líkamlegt og andlegt orkuleysi sem kom og fór – orkuleysi gjörólíkt þreytu því orkan fæst ekki aftur með hvíld. Eins og bensínlaus bíll og 100 kílómetrar í næstu bensínstöð. Orkuleysið gat verið allt frá því að gera störfin erfiðari þannig að hægja þurfti á eða fara sparlega með orku og upp í algera vangetu til að aðhafast nokkurn hlut. Símtal, lestur eða sjónvarpsáhorf gat jafnvel orðið um megn þegar verst var – eins og daginn sem þrír bitar af maríneraðri síld slógu mig sem lamaðan. Skilningur Í nóvember 2020 rakst ég á efni frá ýmsum erlendum sérfræðingum sem rannsakað hafa orsök og afleiðingar langvinns Covid. Að öðrum ólöstuðum vil ég benda á verkfræðinginn Gez Medinger sem er með þætti á rásinni Run-DMC á Youtube og hefur tekið viðtöl við fjölmarga lækna og fræðimenn um langvinnt Covid. Snemma árs 2021, eftir talsvert grúsk, var ég orðinn nokkuð viss um orsök einkenna minna. Histamínóþol var líkleg orsök þess að fjöldi fæðutegunda og drykkja, auk hreyfingar, hafði neikvæð áhrif sem í mínu tilfelli lýstu sér í orkuleysi. Covid-19 gat hafa orsakað truflanir í mastfrumum og þannig leitt til histamínóþols. Histamín er í ýmsum matvælum og drykkjum en myndast einnig í líkamanum. Orkuleysið gat verið vægt eða alvarlegt, oftast 1-2 dögum eftir inntöku fæðu eða hreyfingu en gat þó líka gerst samdægurs – líkt og þegar síldin lagði mig. Truflanir í mastfrumukerfi líkamans geta skýrt ólíkustu einkenni og eru sameiginlegar mörgum sem fá langvinnt Covid (t.d. Winstock et al., Mast cell activation symptoms are prevalent in Long-COVID, Nov. 2021). Mastfrumurnar eru mikilvægur hluti af varnarkerfi líkamans, þær senda frá sér þúsundir boðefna sem gegna ólíku hlutverki og stýra viðbrögðum á borð við ofnæmisviðbrögð, bólgur og fjölmargt fleira. Skömmu fyrir páska 2021 var ég orðinn það sannfærður um orsakir einkenna minna að ég skar út allan mat og drykk sem var líklegur til að verka á histamínóþolið. Má þar nefna síld, túnfisk, reyktan lax, hnetur, avocado, tómata, banana, gamla osta, súkkulaði, vín, gerjaða fæðu og mat sem staðið hefur við stofuhita. Jafnframt allan vínanda, en neysla á vínanda og svörtu og grænu tei er meðal þess sem hefur neikvæð áhrif á niðurbrot histamíns í líkamanum. Ítarlega lista um þetta má finna á netinu. Þetta hafði augljós áhrif til batnaðar þó að fullur sigur væri ekki unninn. Smám saman kom líka betur í ljós hvað gat haft vond áhrif – þegar búið var að útiloka þekkta óæskilega fæðu. Mér hafði t.d. yfirsést að rækjur voru á bannlistunum en uppgötvaði það eftir að tengdadóttir mín bent mér á að ég hefði einmitt líka verið slappur daginn eftir síðustu rækjumáltíð. Alvarlegt orkuleysi hætti að hrjá mig, ef ég gleymdi mér ekki. Það er reyndar furðu auðvelt að gleyma sér. Einn lítill biti af súkkulaði gat vel sloppið, enda var þetta óþol en ekki ofnæmi, en tveir bitar af súkkulaði og einn tómatur gátu haft afleiðingar. Þannig leggst á eitt, histamín úr ólíkum áttum. Bati Í lok júlí 2021 hafði ég án árangurs reynt ýmislegt til að læknast að fullu af eftirmálum Covid-19, neitað mér um allar þær matartegundir sem taldar voru upp hér að ofan – og fleiri til. Sneitt algerlega hjá vínanda. Haldið allri hreyfingu mjög hófstilltri, en þó gætt að daglegum gönguferðum sem hvorki máttu vera langar né erfiðar. Ég hafði farið í Jansen bólusetningarsprautu í júní, ef það mætti hjálpa. Allt var þó við það sama og stutt í slen og þreytu. Föstudaginn 30. júlí 2021 var ég með fjölskyldunni á Rauðasandi eins og oft áður. Rauðisandur er með fegurstu ströndum á Íslandi og strandferðir ómótstæðilegar þegar þar er dvalið. Þá er oft spennandi að fara í sjóinn og leika við öldurnar, þó ég hefði reyndar ekki gert það árinu áður. Þennan föstudag fylgdi ég þó fordæmi ferðafélaganna og fór í sjóinn. Sjóbaðið var stutt, kannski 3-4 mínútur, og sjórinn um 12°C. Við gengum svo saman heim í tjald, fjölskylda og vinir, börn á öllum aldri. Glöð á góðum degi og kvöldverður framundan í tjaldbúðunum. Frá þeirri stundu hef ég aldrei fundið fyrir áhrifunum af langvinnu Covid. Það hvarf. Þetta kvöld, en þó enn frekar daginn eftir, fann ég að líðan mín var allt önnur. Slenið var horfið. Eitt og hálft ár var liðið í baráttu sem engin leið var að vita hvort og hvenær myndi enda – en á augabragði var allt breytt. Á næstu dögum og vikum fór ég smám saman að prófa ýmsar fæðutegundir sem innihalda histamín í einhverju magni. Ég fór varlega í fyrstu, því það er erfitt að fylgjast með áhrifum þegar dagar geta liðið áður en þau koma fram. Næstu daga okkar á Rauðasandi hélt ég áfram að fara af og til í sjóinn og svo, þegar heim var komið, í hóflega köld böð, svona 15-18°C. Eftir nokkrar vikur var mér þó alveg ljóst að eftirköst Covid-19 höfðu horfið endanlega þetta júlíkvöld á Rauðasandi. Niðurlag Þó svo ég viti það ekki fyrir víst þá hef ég mínar hugmyndir um hvernig skýra mætti þann bata sem ég upplifði. Þær snúast í grófum dráttum um að snöggkæling líkamans við það að fara í sjóinn hafi hnykkt mastfrumukerfinu í lag með einhverjum hætti. Hver svo sem skýringin er þá hef ég ekki fundið fyrir áhrifum langvinna Covid eftir 30. júlí 2021. Höfundur er viðskiptafræðingur.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun