Einn látinn og tíu inniliggjandi á sjúkrahúsi með ómíkron Fanndís Birna Logadóttir skrifar 13. desember 2021 17:26 Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, kíktí á bólusetningarmiðstöð í Lundúnum í dag en aukinn kraftur hefur verið settur í örvunarbólusetningar í Bretlandi vegna útbreiðslu veirunnar. Vísir/Getty Fyrsta andlát einstaklings sem greindist með ómíkron-afbrigði veirunnar hefur nú verið staðfest í Bretlandi, rúmum mánuði frá því að afbrigðið kom fyrst upp í Suður-Afríku. Forsætisráðherra Bretlands útilokar ekki að aðgerðir verði hertar enn frekar á næstu dögum. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, greindi því í morgun að einn einstaklingur sem var smitaður af omíkron afbrigðinu hafi látist en frekari upplýsingar um umræddan einstakling hafa ekki verið gefnar út. Tíu manns eru nú inniliggjandi á sjúkrahúsi á Bretlandi með omíkron afbrigðið en að því er kemur fram í frétt BBC er um að ræða einstaklinga á aldrinum 18 til 85 ára. Flestir þeirra höfðu fengið tvo skammta af bóluefni. Afbrigðið hefur náð að dreifa verulega úr sér frá því að það kom fyrst upp í Suður-Afríku í síðasta mánuði og hafa fjölmörg lönd gripið til hertra aðgerða vegna útbreiðslunnar. Mikið hefur verið rætt um hversu smitandi nýja afbrigðið er samanborið við fyrri afbrigði, þar á meðal delta, en ýmsir sérfræðingar hafa haldið því fram að afbrigðið valdi vægari veikindum. Breska ríkisútvarpið hefur það eftir Johnson að sá hugsunarháttur, að um sé að ræða vægari útgáfu af veirunni, þurfi að víkja til hliðar að svo stöddu. Örvunarbólusetning besta vopnið Þá sagðist hann reikna með því að meirihluti greindra tilfella í Bretlandi verði vegna ómíkron afbrigðisins á allra næstu dögum og að örvunarbólusetning væri áfram besta vopnið í baráttunni við veiruna. Stjórnvöld hyggjast freista þess að gefa allt að milljón manns örvunarskammt á hverjum degi í desember til að undirbúa samfélagið fyrir „ómíkrón-bylgju“ sem þeir gera ráð fyrir að skelli á landinu í janúar. Alls greindust hátt í 55 þúsund manns smitaðir af veirunni í Bretlandi í gær og fjölgaði andlátum vegna Covid-19 um 38, sé miðað við að innan við 28 dagar hafi liðið frá jákvæðri niðurstöðu. Samþykki þingið nýjar reglur munu frá og með miðvikudeginum 15. desember allir þurfa að sýna Covid-passa ætli þeir að sækja viðburði og fjölfarna staði. Þannig þarf fólk að vera fullbólusett eða að sýna fram á neikvæða niðurstöðu úr Covid-prófi. Johnson vildi ekki útiloka að það kæmi til greina að herða aðgerðir enn frekar fyrir jól. Uppfært: Í fyrri útgáfu fréttarinnar kom fram að um væri að ræða fyrsta andlátið vegna omíkron afbrigðisins. Hið rétta er þó að einstaklingur með afbrigðið hafi látist en dánarorsök liggur ekki fyrir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Tengdar fréttir Ómíkronsmitaðir leggjast inn á spítala í fyrsta sinn Einn af hverjum þremur sem smitast af kórónuveirunni í Lundúnum smitast af ómíkron-afbrigðinu. Nú hafa fyrstu sjúklingarnir lagst inn á spítala með afbrigðið á Bretlandseyjum. 12. desember 2021 15:01 WHO segir að bóluefnin ættu að veita góða vörn gegn alvarlegum veikindum Tiltæk bóluefni í heiminum ættu að vernda fólk vel gegn alvarlegum veikindum af völdum Omíkron-afbrigðis kórónuveirunnar. Þetta segir Mike Ryan, sem fer fyrir neyðarviðbrögðum hjá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni. 8. desember 2021 08:00 Nær allt bendi til að ómíkron valdi vægari sjúkdómi Læknar og aðrir sérfræðingar í Suður-Afríku segja nú sterkari vísbendingar um að ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar valdi jafnan vægari veikindum en delta-afbrigðið. 11. desember 2021 23:21 Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, greindi því í morgun að einn einstaklingur sem var smitaður af omíkron afbrigðinu hafi látist en frekari upplýsingar um umræddan einstakling hafa ekki verið gefnar út. Tíu manns eru nú inniliggjandi á sjúkrahúsi á Bretlandi með omíkron afbrigðið en að því er kemur fram í frétt BBC er um að ræða einstaklinga á aldrinum 18 til 85 ára. Flestir þeirra höfðu fengið tvo skammta af bóluefni. Afbrigðið hefur náð að dreifa verulega úr sér frá því að það kom fyrst upp í Suður-Afríku í síðasta mánuði og hafa fjölmörg lönd gripið til hertra aðgerða vegna útbreiðslunnar. Mikið hefur verið rætt um hversu smitandi nýja afbrigðið er samanborið við fyrri afbrigði, þar á meðal delta, en ýmsir sérfræðingar hafa haldið því fram að afbrigðið valdi vægari veikindum. Breska ríkisútvarpið hefur það eftir Johnson að sá hugsunarháttur, að um sé að ræða vægari útgáfu af veirunni, þurfi að víkja til hliðar að svo stöddu. Örvunarbólusetning besta vopnið Þá sagðist hann reikna með því að meirihluti greindra tilfella í Bretlandi verði vegna ómíkron afbrigðisins á allra næstu dögum og að örvunarbólusetning væri áfram besta vopnið í baráttunni við veiruna. Stjórnvöld hyggjast freista þess að gefa allt að milljón manns örvunarskammt á hverjum degi í desember til að undirbúa samfélagið fyrir „ómíkrón-bylgju“ sem þeir gera ráð fyrir að skelli á landinu í janúar. Alls greindust hátt í 55 þúsund manns smitaðir af veirunni í Bretlandi í gær og fjölgaði andlátum vegna Covid-19 um 38, sé miðað við að innan við 28 dagar hafi liðið frá jákvæðri niðurstöðu. Samþykki þingið nýjar reglur munu frá og með miðvikudeginum 15. desember allir þurfa að sýna Covid-passa ætli þeir að sækja viðburði og fjölfarna staði. Þannig þarf fólk að vera fullbólusett eða að sýna fram á neikvæða niðurstöðu úr Covid-prófi. Johnson vildi ekki útiloka að það kæmi til greina að herða aðgerðir enn frekar fyrir jól. Uppfært: Í fyrri útgáfu fréttarinnar kom fram að um væri að ræða fyrsta andlátið vegna omíkron afbrigðisins. Hið rétta er þó að einstaklingur með afbrigðið hafi látist en dánarorsök liggur ekki fyrir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Tengdar fréttir Ómíkronsmitaðir leggjast inn á spítala í fyrsta sinn Einn af hverjum þremur sem smitast af kórónuveirunni í Lundúnum smitast af ómíkron-afbrigðinu. Nú hafa fyrstu sjúklingarnir lagst inn á spítala með afbrigðið á Bretlandseyjum. 12. desember 2021 15:01 WHO segir að bóluefnin ættu að veita góða vörn gegn alvarlegum veikindum Tiltæk bóluefni í heiminum ættu að vernda fólk vel gegn alvarlegum veikindum af völdum Omíkron-afbrigðis kórónuveirunnar. Þetta segir Mike Ryan, sem fer fyrir neyðarviðbrögðum hjá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni. 8. desember 2021 08:00 Nær allt bendi til að ómíkron valdi vægari sjúkdómi Læknar og aðrir sérfræðingar í Suður-Afríku segja nú sterkari vísbendingar um að ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar valdi jafnan vægari veikindum en delta-afbrigðið. 11. desember 2021 23:21 Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira
Ómíkronsmitaðir leggjast inn á spítala í fyrsta sinn Einn af hverjum þremur sem smitast af kórónuveirunni í Lundúnum smitast af ómíkron-afbrigðinu. Nú hafa fyrstu sjúklingarnir lagst inn á spítala með afbrigðið á Bretlandseyjum. 12. desember 2021 15:01
WHO segir að bóluefnin ættu að veita góða vörn gegn alvarlegum veikindum Tiltæk bóluefni í heiminum ættu að vernda fólk vel gegn alvarlegum veikindum af völdum Omíkron-afbrigðis kórónuveirunnar. Þetta segir Mike Ryan, sem fer fyrir neyðarviðbrögðum hjá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni. 8. desember 2021 08:00
Nær allt bendi til að ómíkron valdi vægari sjúkdómi Læknar og aðrir sérfræðingar í Suður-Afríku segja nú sterkari vísbendingar um að ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar valdi jafnan vægari veikindum en delta-afbrigðið. 11. desember 2021 23:21