Örvunarskammtar öflugasta forvörnin sem við höfum Snorri Másson skrifar 11. desember 2021 14:00 Magnús Gottfreðsson, yfirlæknir á Landspítala og prófessor í smitsjúkdómum við Háskóla Íslands, segir örvunarskammtinn af bóluefni við Covid-19 hafa mikið að segja um framgang faraldursins. Vísir/Sigurjón Það mikilvægasta sem Íslendingar geta gert í baráttunni við Covid-19 er að þiggja örvunarskammt að sögn yfirlæknis. Sjúklingur lést á Landspítala í gær. Örvunarbólusetningar eru í fullum gangi, þegar hafa 136 þúsund fengið þriðja skammtinn, og ráðgert er að sprauta rúmlega 30.000 Íslendinga enn í þessum mánuði. Áfram verður haldið á fyrstu þremur mánuðum ársins en þá ætti verulegur hluti landsmanna að vera kominn með skammtinn. „Ég held að það sé það mikilvægasta sem við getum gert til að halda samfélaginu gangandi og lágmarka veikindi að það sé góð þátttaka í þessum bólusetningum sem nú eru í fullum gangi. Þetta er í raun og veru langöflugasta forvörn sem við höfum, þannig að ég vil bara hvetja alla til að taka þátt í því,“ sagði Magnús Gottfreðsson, prófessor í smitsjúkdómum og yfirlæknir á Landspítala, í hádegisfréttum Bylgjunnar. Vafi hefur leikið á um virkni bóluefna gegn omíkron-afbrigðinu en myndin er aðeins farin að skýrast. „Það sem hefur komið fram er jákvætt að því leytinu til að þar er nokkurn veginn staðfest að mótefnavernd sem hlýst af þremur skömmtum virðist vera fullnægjandi eða ætti að vera fullnægjandi til að vernda gegn alvarlegum sjúkdómi sýkist maður af omíkron-afbrigðinu,“ segir Magnús. Það gætir sums staðar gremju hjá þeim sem segja, ja, þið sögðuð að tveir skammtar væru nóg og fullnægjandi og svo breytið þið því og bætið við skammti. Hvað er við því að segja? „Við því er það einfaldlega að segja að við erum að fást við nýtt og áður óþekkt vandamál og það er í sjálfu sér ekki hægt að gefa nein loforð um það hvernig framtíðin verður.“ Covid-sjúklingur lést á Landspítala í gær og tveir eru á öndunarvél. 145 greindust með veiruna innanlands í gær og minna en helmingur var í sóttkví. Og á það hefur verið bent að þeir sem greinast nú eiga á hættu að vera í einangrun á jólunum, ef sú varir í tvær vikur vegna viðvarandi einkenna. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Landspítalinn Tengdar fréttir Þrettán þúsund börn í sóttkví á þremur mánuðum Þrettán þúsund börn hafa þurft að fara í sóttkví vegna kórónuveirufaraldursins á síðustu þremur mánuðum. Heilbrigðisráðherra segir sóttkví gríðarlega frelsisskerðingu fyrir börnin og er mögulega tilbúinn að skoða aðrar leiðir. 9. desember 2021 18:57 121 þúsund manns hafa mætt í örvunarbólusetningu Örvunarskammtur af bóluefni Pfizer þykir veita góða vernd gegn ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar. Þetta sýna nýjar rannsóknir fyrirtækisins. Sóttvarnalæknir segir ávinning af örvunarskammti ótvíræðan en skiptar skoðanir eru meðal almennings um hvort sérreglur eigi að gilda fyrir bólusetta. 8. desember 2021 19:19 Veiran varð nær 30-falt útbreiddari hjá börnum Heilbrigðisráðherra vonast til að geta slakað til í samkomutakmörkunum á næstu tveimur vikum en breytir engu að sinni. Bólusetning barna fimm til ellefu ára gæti slegið á útbreiðslu faraldursins í heild, að sögn barnalæknis. 7. desember 2021 19:46 Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Örvunarbólusetningar eru í fullum gangi, þegar hafa 136 þúsund fengið þriðja skammtinn, og ráðgert er að sprauta rúmlega 30.000 Íslendinga enn í þessum mánuði. Áfram verður haldið á fyrstu þremur mánuðum ársins en þá ætti verulegur hluti landsmanna að vera kominn með skammtinn. „Ég held að það sé það mikilvægasta sem við getum gert til að halda samfélaginu gangandi og lágmarka veikindi að það sé góð þátttaka í þessum bólusetningum sem nú eru í fullum gangi. Þetta er í raun og veru langöflugasta forvörn sem við höfum, þannig að ég vil bara hvetja alla til að taka þátt í því,“ sagði Magnús Gottfreðsson, prófessor í smitsjúkdómum og yfirlæknir á Landspítala, í hádegisfréttum Bylgjunnar. Vafi hefur leikið á um virkni bóluefna gegn omíkron-afbrigðinu en myndin er aðeins farin að skýrast. „Það sem hefur komið fram er jákvætt að því leytinu til að þar er nokkurn veginn staðfest að mótefnavernd sem hlýst af þremur skömmtum virðist vera fullnægjandi eða ætti að vera fullnægjandi til að vernda gegn alvarlegum sjúkdómi sýkist maður af omíkron-afbrigðinu,“ segir Magnús. Það gætir sums staðar gremju hjá þeim sem segja, ja, þið sögðuð að tveir skammtar væru nóg og fullnægjandi og svo breytið þið því og bætið við skammti. Hvað er við því að segja? „Við því er það einfaldlega að segja að við erum að fást við nýtt og áður óþekkt vandamál og það er í sjálfu sér ekki hægt að gefa nein loforð um það hvernig framtíðin verður.“ Covid-sjúklingur lést á Landspítala í gær og tveir eru á öndunarvél. 145 greindust með veiruna innanlands í gær og minna en helmingur var í sóttkví. Og á það hefur verið bent að þeir sem greinast nú eiga á hættu að vera í einangrun á jólunum, ef sú varir í tvær vikur vegna viðvarandi einkenna.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Landspítalinn Tengdar fréttir Þrettán þúsund börn í sóttkví á þremur mánuðum Þrettán þúsund börn hafa þurft að fara í sóttkví vegna kórónuveirufaraldursins á síðustu þremur mánuðum. Heilbrigðisráðherra segir sóttkví gríðarlega frelsisskerðingu fyrir börnin og er mögulega tilbúinn að skoða aðrar leiðir. 9. desember 2021 18:57 121 þúsund manns hafa mætt í örvunarbólusetningu Örvunarskammtur af bóluefni Pfizer þykir veita góða vernd gegn ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar. Þetta sýna nýjar rannsóknir fyrirtækisins. Sóttvarnalæknir segir ávinning af örvunarskammti ótvíræðan en skiptar skoðanir eru meðal almennings um hvort sérreglur eigi að gilda fyrir bólusetta. 8. desember 2021 19:19 Veiran varð nær 30-falt útbreiddari hjá börnum Heilbrigðisráðherra vonast til að geta slakað til í samkomutakmörkunum á næstu tveimur vikum en breytir engu að sinni. Bólusetning barna fimm til ellefu ára gæti slegið á útbreiðslu faraldursins í heild, að sögn barnalæknis. 7. desember 2021 19:46 Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Þrettán þúsund börn í sóttkví á þremur mánuðum Þrettán þúsund börn hafa þurft að fara í sóttkví vegna kórónuveirufaraldursins á síðustu þremur mánuðum. Heilbrigðisráðherra segir sóttkví gríðarlega frelsisskerðingu fyrir börnin og er mögulega tilbúinn að skoða aðrar leiðir. 9. desember 2021 18:57
121 þúsund manns hafa mætt í örvunarbólusetningu Örvunarskammtur af bóluefni Pfizer þykir veita góða vernd gegn ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar. Þetta sýna nýjar rannsóknir fyrirtækisins. Sóttvarnalæknir segir ávinning af örvunarskammti ótvíræðan en skiptar skoðanir eru meðal almennings um hvort sérreglur eigi að gilda fyrir bólusetta. 8. desember 2021 19:19
Veiran varð nær 30-falt útbreiddari hjá börnum Heilbrigðisráðherra vonast til að geta slakað til í samkomutakmörkunum á næstu tveimur vikum en breytir engu að sinni. Bólusetning barna fimm til ellefu ára gæti slegið á útbreiðslu faraldursins í heild, að sögn barnalæknis. 7. desember 2021 19:46