Tíu nemendur og fimm starfsmenn Klettaskóla smitaðir Fanndís Birna Logadóttir skrifar 13. desember 2021 14:40 Smitin eru að mestu bundin við tvo árganga skólans. Vísir/Vilhelm Þó nokkrir nemendur Klettaskóla og starfsmenn hafa verið sendir í sóttkví eftir að smit greindist innan skólans fyrir helgi. Skólastjóri bindur vonir við að fleiri greinist ekki á næstu dögum en ómögulegt sé að segja til um framhaldið. Smit af völdum Covid-19 hefur nú komið upp í sérskólanum Klettaskóla í Reykjavík en í heildina hafa tíu nemendur og fimm starfsmenn greinst smitaðir. Arnheiður Helgadóttir, skólastjóri Klettaskóla, segir í samtali við fréttastofu að smitin séu að mestu bundin við tvo árganga skólans og að þeim hafi tekist að einangra tilfellin nokkuð vel. Skólastarf hefur ekki verið fellt niður en bæði starfsmenn og nemendur, hafa verið sendir í sóttkví vegna málsins sem hefur áhrif á skólastarf, líkt og gefur að skilja. Þau fari nú alfarið eftir tilmælum heilbrigðisyfirvalda eins og þau hafa alltaf gert. Mögulegt er að grípa þurfi til hertra aðgerða innan skólans ef fleiri greinast á næstu dögum. Um leið og smitin komu upp fyrir helgi var ráðist í smitrakningu að sögn Arnheiðar og bindur hún vonir við að fleiri muni ekki greinast á næstu dögum. „En þetta fyrirbæri er nú þannig að við höfum ekki hugmynd um hvert morgundagurinn leiðir okkur,“ segir Arnheiður. Hún bendir á að staðan í Klettaskóla sé ekki frábrugðin stöðunni í öðrum skólum hér á landi þar sem börn hafa í auknum mæli verið að greinast smituð í haust og vetur. Þetta sé þó í fyrsta sinn sem að hópsmit komi upp innan Klettaskóla og segir Arnheiður að þau hafi verið heppin með það. „Ég þakka fyrst og fremst foreldrum og svo hins vegar starfsfólki sem hefur staðið sig ótrúlega vel,“ segir Arnheiður. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Reykjavík Tengdar fréttir Spurning hvort þróunin sé að snúast við og við séum að fara upp á við Í gær greindust 149 með kórónuveiruna innanlands en fleiri hafa ekki greinst með veiruna í hálfan mánuð. Sóttvarnalæknir segir spurningu hvort að þróunin sé að snúast við og faraldurinn að fara upp á við aftur. 9. desember 2021 11:46 Veiran varð nær 30-falt útbreiddari hjá börnum Heilbrigðisráðherra vonast til að geta slakað til í samkomutakmörkunum á næstu tveimur vikum en breytir engu að sinni. Bólusetning barna fimm til ellefu ára gæti slegið á útbreiðslu faraldursins í heild, að sögn barnalæknis. 7. desember 2021 19:46 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Smit af völdum Covid-19 hefur nú komið upp í sérskólanum Klettaskóla í Reykjavík en í heildina hafa tíu nemendur og fimm starfsmenn greinst smitaðir. Arnheiður Helgadóttir, skólastjóri Klettaskóla, segir í samtali við fréttastofu að smitin séu að mestu bundin við tvo árganga skólans og að þeim hafi tekist að einangra tilfellin nokkuð vel. Skólastarf hefur ekki verið fellt niður en bæði starfsmenn og nemendur, hafa verið sendir í sóttkví vegna málsins sem hefur áhrif á skólastarf, líkt og gefur að skilja. Þau fari nú alfarið eftir tilmælum heilbrigðisyfirvalda eins og þau hafa alltaf gert. Mögulegt er að grípa þurfi til hertra aðgerða innan skólans ef fleiri greinast á næstu dögum. Um leið og smitin komu upp fyrir helgi var ráðist í smitrakningu að sögn Arnheiðar og bindur hún vonir við að fleiri muni ekki greinast á næstu dögum. „En þetta fyrirbæri er nú þannig að við höfum ekki hugmynd um hvert morgundagurinn leiðir okkur,“ segir Arnheiður. Hún bendir á að staðan í Klettaskóla sé ekki frábrugðin stöðunni í öðrum skólum hér á landi þar sem börn hafa í auknum mæli verið að greinast smituð í haust og vetur. Þetta sé þó í fyrsta sinn sem að hópsmit komi upp innan Klettaskóla og segir Arnheiður að þau hafi verið heppin með það. „Ég þakka fyrst og fremst foreldrum og svo hins vegar starfsfólki sem hefur staðið sig ótrúlega vel,“ segir Arnheiður.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Reykjavík Tengdar fréttir Spurning hvort þróunin sé að snúast við og við séum að fara upp á við Í gær greindust 149 með kórónuveiruna innanlands en fleiri hafa ekki greinst með veiruna í hálfan mánuð. Sóttvarnalæknir segir spurningu hvort að þróunin sé að snúast við og faraldurinn að fara upp á við aftur. 9. desember 2021 11:46 Veiran varð nær 30-falt útbreiddari hjá börnum Heilbrigðisráðherra vonast til að geta slakað til í samkomutakmörkunum á næstu tveimur vikum en breytir engu að sinni. Bólusetning barna fimm til ellefu ára gæti slegið á útbreiðslu faraldursins í heild, að sögn barnalæknis. 7. desember 2021 19:46 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Spurning hvort þróunin sé að snúast við og við séum að fara upp á við Í gær greindust 149 með kórónuveiruna innanlands en fleiri hafa ekki greinst með veiruna í hálfan mánuð. Sóttvarnalæknir segir spurningu hvort að þróunin sé að snúast við og faraldurinn að fara upp á við aftur. 9. desember 2021 11:46
Veiran varð nær 30-falt útbreiddari hjá börnum Heilbrigðisráðherra vonast til að geta slakað til í samkomutakmörkunum á næstu tveimur vikum en breytir engu að sinni. Bólusetning barna fimm til ellefu ára gæti slegið á útbreiðslu faraldursins í heild, að sögn barnalæknis. 7. desember 2021 19:46