Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Umfjöllun og viðtöl: Fram - Kefla­vík 3-1 | Fram nældi í mikilvæg stig og felldi um leið Keflavík

Fram bar sigurorð af Keflavík með þremur mörkum gegn einu þegar liðin áttust í fallbaráttuslag í 25. umferð Bestu deildar karla í fótbolta á Framvellinum í Úlfarsárdal í kvöld. Fram innbyrti gríðarlega mikilvæg stig í baráttu sinni um að forðast fall úr deildinni með þessum sigri og felldi um leið Keflavík sem kveður deild þeirra bestu eftir tveggja veru þar.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Við ætlum að berjast með hverjum blóðdropa“

„Það eru blendnar tilfinningar eftir þennan leik, mér fannst við hrikalega góðir hér í kvöld. Hugfarið og karakterin var upp á tíu og það sást langar leiðir að okkur langaði í þrjú stig,“ sagði Hermann Hreiðarson þjálfari ÍBV eftir 2-1 tap á móti KA á Greifavellinum í dag.

Sport
Fréttamynd

Kær­komin þróun hafi átt sér stað með inn­komu Arnórs

Ís­lenski lands­liðs­maðurinn í fót­bolta, Arnór Sigurðs­son, er að fara ansi hreint vel af stað í sínum fyrstu keppnis­leikjum með enska B-deildar liðinu Black­burn Rovers. Þjálfari liðsins, Jon Dahl Tomas­son, er afar á­nægður með inn­komu Arnórs í liðið en vill þó fara var­lega af stað með hann.

Enski boltinn
Fréttamynd

Utan vallar: Á fleygiferð upp Rushmore-fjall íslenskra þjálfara

Eftir erfiða og heldur sérstaka byrjun á þjálfaraferlinum er Arnar Gunnlaugsson sigurvegari íslensks fótbolta þessi dægrin. Víkingarnir hans hafa unnið sex af síðustu níu titlum sem í boði hafa verið. Liðið í ár er í umræðunni sem besta lið Íslandssögunnar og Arnar er á góðri leið með að klífa upp á topp Rushmore-fjalls íslenskra þjálfara.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Orri með tvennu í níu marka sigri FCK

FCK gerði sér lítið fyrir og sigraði Lyseng 9-0 í 32-liða úrslitum danska bikarsins. Orri Steinn Óskarsson skoraði tvö mörk fyrir gestina frá Kaupmannahöfn en var svo skipt útaf í hálfleik. 

Fótbolti
Fréttamynd

Real Madrid aftur á beinu brautina

Real Madrid vann öruggan 2-0 sigur á heimavelli gegn UD Las Palmas í 7. umferð spænsku úrvalsdeildarinnar. Madrídarliðið kemst þar með upp fyrir Barcelona sem mistókst að sigra Mallorca í gærkvöldi. 

Fótbolti
Fréttamynd

PSV tryggði toppsætið með öruggum sigri

Willum Þór Willumsson lék allan leikinn í 3-0 tapi Go Ahead Eagles gegn PSV Eindhoven. PSV tryggir þar með sæti sitt á toppi deildinnar og er með fullt hús stiga eftir 6 umferðir. GA Eagles er í 6. sætinu með 10 stig.

Fótbolti
Fréttamynd

Englendingatvenna í Mílanó

AC Milan vann 3-1 útisigur gegn Cagliari eftir að hafa lent marki undir. Tvö mörk frá ensku leikmönnunum Fikayo Tomori og Ruben Loftus-Cheek tryggðu sigurinn.  

Fótbolti