Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. nóvember 2024 22:17 Lewandowski fagnar ásamt samherjum sínum. EPA-EFE/Alberto Estevez Robert Lewandowski, framherji Barcelona, varð í kvöld þriðji leikmaðurinn til að skora hundrað mörk i Meistaradeild Evrópu. Það gerði hann í 3-0 sigri Börsunga á Brest. Hinn 36 ára gamli Robert Lewandowski kom Börsungum yfir með marki úr vítaspyrnu á 10. mínútu leiksins og reyndist það eina mark fyrri hálfleiks. Var það hans 100. mark í Meistaradeild Evrópu. Dani Olmo tvöfaldaði forystuna í síðari hálfleik áður en Lewandowski bætti við öðru marki sínu og þriðja marki Börsunga í uppbótartíma leiksins. Lewandowski hefur nú skorað 101 mörk í Meistaradeildinni en aðeins tveir leikmenn hafa leikið það eftir, það eru þeir Lionel Messi og Cristiano Ronaldo. Barcelona er sem stendur í 2. sæti Meistaradeildarinnar með 12 stig að loknum fimm leikjum. Brest er í 9. sæti með 10 stig. Í Þýskalandi vann Bayern München 1-0 sigur á París Saint-Germain. Þar vakti athygli að ítalski markvörðurinn Gianluigi Donnarumma settist á bekkinn. Í hans stað kom hinn rússneski Matvey Safonov. Rússinn átti fínan leik en kom engum vörnum við þegar Min-Jae Kim skoraði með skalla eftir hornspyrnu Joshua Kimmich. Kim skoraði sigurmarkið á meðan Ousmane Dembélé lét reka sig út af með tvö gul spjöld.EPA-EFE/ANNA SZILAGYI Bayern nú með 9 stig í 11. sæti á meðan PSG er í 26. sæti með aðeins fjögur stig. Önnur úrslit Bayer Leverkusen 5-0 Salzburg Inter 1-0 RB Leipzig Young Boys 1-6 Atalanta Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Skytturnar léku á alls oddi Skytturnar hans Mikel Arteta gerðu sér lítið fyrir og pökkuðu Sporting saman á útivelli í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Loaktölur 1-5 og ljóst að Sporting saknar þjálfara síns fyrrverandi, Rúben Amorim. 26. nóvember 2024 19:33 Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Lærisveinar Pep Guardiola hjá Manchester City höfðu tapað fimm leikjum í röð fyrir leik kvöldsins gegn Feyenoord í Meistaradeild Evrópu. Það stefndi í að Man City væri á leið á beinu brautina á ný eftir að liðið komst 3-0 yfir snemma í síðari hálfleik en allt kom fyrir ekki og ótrúlegur endasprettur gestanna tryggði þeim stig, lokatölur 3-3. 26. nóvember 2024 19:33 Atlético skoraði sex Tveimur af leikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu er nú lokið. Atlético Madríd vann 6-0 útisigur á Sparta Prag á meðan AC Milan vann 3-2 útisigur á Slovan Bratislava. 26. nóvember 2024 20:06 Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Jafnt í stórleiknum Fótbolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Spennutryllir eftir tvö burst Sport Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Sjá meira
Hinn 36 ára gamli Robert Lewandowski kom Börsungum yfir með marki úr vítaspyrnu á 10. mínútu leiksins og reyndist það eina mark fyrri hálfleiks. Var það hans 100. mark í Meistaradeild Evrópu. Dani Olmo tvöfaldaði forystuna í síðari hálfleik áður en Lewandowski bætti við öðru marki sínu og þriðja marki Börsunga í uppbótartíma leiksins. Lewandowski hefur nú skorað 101 mörk í Meistaradeildinni en aðeins tveir leikmenn hafa leikið það eftir, það eru þeir Lionel Messi og Cristiano Ronaldo. Barcelona er sem stendur í 2. sæti Meistaradeildarinnar með 12 stig að loknum fimm leikjum. Brest er í 9. sæti með 10 stig. Í Þýskalandi vann Bayern München 1-0 sigur á París Saint-Germain. Þar vakti athygli að ítalski markvörðurinn Gianluigi Donnarumma settist á bekkinn. Í hans stað kom hinn rússneski Matvey Safonov. Rússinn átti fínan leik en kom engum vörnum við þegar Min-Jae Kim skoraði með skalla eftir hornspyrnu Joshua Kimmich. Kim skoraði sigurmarkið á meðan Ousmane Dembélé lét reka sig út af með tvö gul spjöld.EPA-EFE/ANNA SZILAGYI Bayern nú með 9 stig í 11. sæti á meðan PSG er í 26. sæti með aðeins fjögur stig. Önnur úrslit Bayer Leverkusen 5-0 Salzburg Inter 1-0 RB Leipzig Young Boys 1-6 Atalanta
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Skytturnar léku á alls oddi Skytturnar hans Mikel Arteta gerðu sér lítið fyrir og pökkuðu Sporting saman á útivelli í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Loaktölur 1-5 og ljóst að Sporting saknar þjálfara síns fyrrverandi, Rúben Amorim. 26. nóvember 2024 19:33 Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Lærisveinar Pep Guardiola hjá Manchester City höfðu tapað fimm leikjum í röð fyrir leik kvöldsins gegn Feyenoord í Meistaradeild Evrópu. Það stefndi í að Man City væri á leið á beinu brautina á ný eftir að liðið komst 3-0 yfir snemma í síðari hálfleik en allt kom fyrir ekki og ótrúlegur endasprettur gestanna tryggði þeim stig, lokatölur 3-3. 26. nóvember 2024 19:33 Atlético skoraði sex Tveimur af leikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu er nú lokið. Atlético Madríd vann 6-0 útisigur á Sparta Prag á meðan AC Milan vann 3-2 útisigur á Slovan Bratislava. 26. nóvember 2024 20:06 Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Jafnt í stórleiknum Fótbolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Spennutryllir eftir tvö burst Sport Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Sjá meira
Skytturnar léku á alls oddi Skytturnar hans Mikel Arteta gerðu sér lítið fyrir og pökkuðu Sporting saman á útivelli í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Loaktölur 1-5 og ljóst að Sporting saknar þjálfara síns fyrrverandi, Rúben Amorim. 26. nóvember 2024 19:33
Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Lærisveinar Pep Guardiola hjá Manchester City höfðu tapað fimm leikjum í röð fyrir leik kvöldsins gegn Feyenoord í Meistaradeild Evrópu. Það stefndi í að Man City væri á leið á beinu brautina á ný eftir að liðið komst 3-0 yfir snemma í síðari hálfleik en allt kom fyrir ekki og ótrúlegur endasprettur gestanna tryggði þeim stig, lokatölur 3-3. 26. nóvember 2024 19:33
Atlético skoraði sex Tveimur af leikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu er nú lokið. Atlético Madríd vann 6-0 útisigur á Sparta Prag á meðan AC Milan vann 3-2 útisigur á Slovan Bratislava. 26. nóvember 2024 20:06