Meistaradeildin

Meistaradeildin

Keppni hinna bestu í Evrópu.

Leikirnir




    Fréttir í tímaröð

    Fréttamynd

    Totten­ham bjargaði stigi í Noregi

    Tottenham Hotspur rétt svo náði í stig gegn Bodö/Glimt þegar liðin mættust í norðurhluta Noregs í 2. umferð Meistaradeildar Evrópu. Atlético Madríd skoraði þá fimm mörk annan leikinn í röð.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Aftur tapar Liver­pool

    Englandsmeistarar Liverpool töpuðu í kvöld sínum öðrum leik í röð þegar liðið mátti þola 1-0 tap gegn Galatasaray í Meistaradeild Evrópu. Um liðna helgi tapaði Liverpool fyrir Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Tárin flæddu þegar Dembélé þakkaði mömmu sinni

    Hinn 28 ára gamli Ousmane Dembélé er orðinn besti knattspyrnumaður heims en það kemur mömmu hans, hinni hlédrægu Fatimötu, ekki á óvart. Tárin flæddu þegar Dembélé þakkaði mömmu sinni á Ballon d‘Or verðlaunahátíðinni í París í gærkvöld.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Langfljótastur í fimm­tíu mörkin

    Erling Haaland spilaði sinn 49. leik en skoraði sitt 50. mark í Meistaradeildinni í kvöld. Hann varð þar með langfljótastur til að rjúfa fimmtíu marka múrinn.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Mourinho strax kominn með nýtt starf

    Portúgalska knattspyrnufélagið Benfica tilkynnti formlega í dag að Jose Mourinho hefði verið ráðinn nýr knattspyrnustjóri liðsins. Hann skrifaði undir samning sem gildir til sumarsins 2027.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Enduðu á nær­buxunum og gátu ekki flogið

    Leikmenn Monaco lentu í vandræðum með að ferðast af stað til Belgíu í gær, fyrir leikinn við Club Brugge í Meistaradeild Evrópu, og voru hreinlega að stikna úr hita í flugvél sem á endanum fór ekki á loft.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum

    Englandsmeistarar Liverpool hafa unnið alla fimm leiki sína í ensku úrvalsdeildinni og Meistaradeild Evrópu það sem af er tímabili. Í öllum fimm leikjunum hefur Liverpool skorað sigurmörk á elleftu stundu.

    Enski boltinn