Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. nóvember 2024 08:45 Pep Guardiola kyssir hér bikarinn eftir að Manchester City vann Englandsmeistaratitilinn fjórða árið í röð og í sjötta sinn undir hans stjórn. Hann hefur framlengt samning sinn þrátt fyrir að ekki sé búið að dæma í málinu. Getty/Robbie Jay Barratt Kaveh Solhekol, fréttamaður Sky Sports, er með nýjustu fréttirnar af meintum brotum Manchester City á rekstrarreglum ensku úrvalsdeildarinnar. Réttarhöldin yfir Manchester City hafa verið í gangi í næstum því þrjá mánuði. Enska úrvalsdeildin kærði City fyrir að minnsta kosti 115 brot á rekstrarreglum og svo gæti farið að City yrði dæmt niður um deild og myndi missa alla titla sína á þeim tímabilum sem City braut af sér. Réttarhöldin fara fram fyrir luktum dyrum og hafa staðið yfir í ellefu vikur. „Eins og þetta gengur núna þá lítur út fyrir að þetta klárist fyrir jól,“ sagði Kaveh Solhekol. Undirbúa lokaframsögu sína Hlé hefur verið gert á málarekstrinum á meðan báðir aðilar fá tækifæri til að undirbúa lokaframsögu sína. Lokaræðurnar verða síðan fluttar í byrjun desember eða um miðjan mánuðinn. „Þá þurfum við að bíða eftir dómnum og það er von á honum í vor. Mér finnst líklegast að það verði í mars. Málið klárast þó ekki endilega þá,“ sagði Solhekol. „Báðir aðilar fá nefnilega að tækifæri til að áfrýja. Ef annar hvor aðilinn vill áfrýja þá mun það framlengja málið um nokkra mánuði til viðbótar,“ sagði Solhekol. Neita öllum ásökunum Manchester City neitar öllum þessum ásökunum en kærurnar gætu verið fleiri en 115 samkvæmt Solhekol. Enska úrvalsdeildin tilkynnti fyrst um 115 kærur en þær voru mögulega á endanum 130 talsins. „Menn eru ósammála um það hvort að kærurnar séu 115 eða 130. Enska úrvalsdeildin hefur aldrei staðfest þessa tölu. Fólk er því að tala um mismunandi tölur,“ sagði Solhekol. Fór yfir brotin sem voru kærð Solhekol fór aðeins yfir það hvaða brot þetta voru. „Þetta eru samt örugglega fleiri en hundrað kærur. Þær snúast um að gefa upp ekki réttar upplýsingar um reksturinn á níu tímabilum, gefa ekki upp rétt laun leikmanna á sex tímabilum og gefa ekki upp fullar greiðslur til knattspyrnustjórans Roberto Mancini í fjögur tímabil. Auk þess að vera ekki samvinnuþýðir við öflum upplýsinga í rannsókn málsins sem tók meira en fjögur ár. Þeir eru líka sakaðir um brot á rekstrarreglum UEFA,“ sagði Solhekol. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=JwyIsMvmQaM">watch on YouTube</a> Enski boltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Fleiri fréttir Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Nottingham Forest - Manchester City | Mæta City-menn þungir til leiks? Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Sjá meira
Enska úrvalsdeildin kærði City fyrir að minnsta kosti 115 brot á rekstrarreglum og svo gæti farið að City yrði dæmt niður um deild og myndi missa alla titla sína á þeim tímabilum sem City braut af sér. Réttarhöldin fara fram fyrir luktum dyrum og hafa staðið yfir í ellefu vikur. „Eins og þetta gengur núna þá lítur út fyrir að þetta klárist fyrir jól,“ sagði Kaveh Solhekol. Undirbúa lokaframsögu sína Hlé hefur verið gert á málarekstrinum á meðan báðir aðilar fá tækifæri til að undirbúa lokaframsögu sína. Lokaræðurnar verða síðan fluttar í byrjun desember eða um miðjan mánuðinn. „Þá þurfum við að bíða eftir dómnum og það er von á honum í vor. Mér finnst líklegast að það verði í mars. Málið klárast þó ekki endilega þá,“ sagði Solhekol. „Báðir aðilar fá nefnilega að tækifæri til að áfrýja. Ef annar hvor aðilinn vill áfrýja þá mun það framlengja málið um nokkra mánuði til viðbótar,“ sagði Solhekol. Neita öllum ásökunum Manchester City neitar öllum þessum ásökunum en kærurnar gætu verið fleiri en 115 samkvæmt Solhekol. Enska úrvalsdeildin tilkynnti fyrst um 115 kærur en þær voru mögulega á endanum 130 talsins. „Menn eru ósammála um það hvort að kærurnar séu 115 eða 130. Enska úrvalsdeildin hefur aldrei staðfest þessa tölu. Fólk er því að tala um mismunandi tölur,“ sagði Solhekol. Fór yfir brotin sem voru kærð Solhekol fór aðeins yfir það hvaða brot þetta voru. „Þetta eru samt örugglega fleiri en hundrað kærur. Þær snúast um að gefa upp ekki réttar upplýsingar um reksturinn á níu tímabilum, gefa ekki upp rétt laun leikmanna á sex tímabilum og gefa ekki upp fullar greiðslur til knattspyrnustjórans Roberto Mancini í fjögur tímabil. Auk þess að vera ekki samvinnuþýðir við öflum upplýsinga í rannsókn málsins sem tók meira en fjögur ár. Þeir eru líka sakaðir um brot á rekstrarreglum UEFA,“ sagði Solhekol. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=JwyIsMvmQaM">watch on YouTube</a>
Enski boltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Fleiri fréttir Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Nottingham Forest - Manchester City | Mæta City-menn þungir til leiks? Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Sjá meira