Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. nóvember 2024 06:31 Stuðningsmaður Racing Club kyssir hér höfuðkúpu afa síns en hana tekur hann með sér á alla leiki. Getty/Marcelo Endelli/ Stuðningsmaður fótboltafélags frá Argentínu er orðinn frægur á netinu eftir að upp komst um hvað hann gerði á úrslitaleiknum í Suðurameríkukeppni félagsliða. Lið hans Racing Club de Avellaneda komst í úrslitaleikinn þar sem liðið mætti Cruzeiro frá Brasilíu. Afi hans var einnig mikill stuðningsmaður Racing og varð vitni af því þegar Racing varð síðast Suðurameríkumeistari félagsliða. Það var árið 1967 en nú náði félagið loksins að endurtaka leikinn meira en fimmtíu árum síðar. Barnabarnið minntist afa síns með mjög sérstökum hætti nú þegar titilinn var loksins í augsýn á nýjan leik. Hann tekur hauskúpu afa síns með sér á alla leiki Racing og höfuðkúpan var með honum á þessum úrslitaleik. Leikurinn fór fram í Asunción í Paragvæ og maðurinn þurfti því að ferðast langt með höfuðkúpuna. Myndband af stuðningsmanninum fór á flug á netinu en þar var hann spurður af því af hverju hann væri með þessa hauskúpu með í för. „Þetta er hann afi minn, Valentín Aguilera,“ sagði maðurinn og hélt uppi hauskúpunni. Var hann stuðningsmaður Racing? „Í lífi jafnt sem dauða,“ svaraði afabarnið. En af hverju að taka hauskúpuna með á leikinn? „Af því að ég elskaði hann og ég elska Racing.“ Hvernig komst hann í gegnum öryggisleitina spyrja eflaust sumir. „Ég komst í gegnum hana á trúnni og ást minni á Racing,“ svaraði stuðningsmaðurinn en það má sjá viðtalið með því að fletta hér fyrir neðan. Racing vann úrslitaleikinn 3-1 eftir að hafa komist í 2-0 á fyrstu tuttugu mínútunum. Mörkin skoruðu þeir Gastón Martirena, Adrián Martínez og Roger Martínez. View this post on Instagram A post shared by The18 (@the18soccer) Argentína Fótbolti Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Enski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Körfubolti Fleiri fréttir Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Sjá meira
Lið hans Racing Club de Avellaneda komst í úrslitaleikinn þar sem liðið mætti Cruzeiro frá Brasilíu. Afi hans var einnig mikill stuðningsmaður Racing og varð vitni af því þegar Racing varð síðast Suðurameríkumeistari félagsliða. Það var árið 1967 en nú náði félagið loksins að endurtaka leikinn meira en fimmtíu árum síðar. Barnabarnið minntist afa síns með mjög sérstökum hætti nú þegar titilinn var loksins í augsýn á nýjan leik. Hann tekur hauskúpu afa síns með sér á alla leiki Racing og höfuðkúpan var með honum á þessum úrslitaleik. Leikurinn fór fram í Asunción í Paragvæ og maðurinn þurfti því að ferðast langt með höfuðkúpuna. Myndband af stuðningsmanninum fór á flug á netinu en þar var hann spurður af því af hverju hann væri með þessa hauskúpu með í för. „Þetta er hann afi minn, Valentín Aguilera,“ sagði maðurinn og hélt uppi hauskúpunni. Var hann stuðningsmaður Racing? „Í lífi jafnt sem dauða,“ svaraði afabarnið. En af hverju að taka hauskúpuna með á leikinn? „Af því að ég elskaði hann og ég elska Racing.“ Hvernig komst hann í gegnum öryggisleitina spyrja eflaust sumir. „Ég komst í gegnum hana á trúnni og ást minni á Racing,“ svaraði stuðningsmaðurinn en það má sjá viðtalið með því að fletta hér fyrir neðan. Racing vann úrslitaleikinn 3-1 eftir að hafa komist í 2-0 á fyrstu tuttugu mínútunum. Mörkin skoruðu þeir Gastón Martirena, Adrián Martínez og Roger Martínez. View this post on Instagram A post shared by The18 (@the18soccer)
Argentína Fótbolti Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Enski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Körfubolti Fleiri fréttir Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Sjá meira