Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. nóvember 2024 07:46 Ruud van Nistelrooy fagnar hér einu marka Manchester United á móti Leicester City en hann er nú að taka við Leicester. Getty/Carl Recine Breskir og hollenskir miðlar segja frá því að Ruud Van Nistelrooy verði næsti knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins Leicester City. BBC, Guardian og De Telegraaf segja frá þessu alveg eins skúbbarinn frægi Fabrizio Romano. Van Nistelrooy stýrði Manchester United í fjórum leikjum á dögunum eftir að Erik ten Hag var rekinn. United vann þrjá af þessum leikjum og tapaði engum. Ruben Amorim var síðan ráðinn knattspyrnustjóri United og Portúgalinn vildi ekki halda Van Nistelrooy hjá United þrátt fyrir að Hollendingurinn hefði sóst eftir því. Vann Leicester tvisvar á dögunum Tveir af sigurleikjum United í þessari stuttu knattspyrnustjóratíð Van Nistelrooy voru einmitt á móti Leicester. United vann 5-2 í deildabikarleik liðanna og svo 3-0 sigur í deildinni. Leicester rak Steve Cooper eftir 2-1 tap á móti Chelsea um síðustu helgi. Liðið situr í sextánda sæti en er aðeins einu stigi fyrir ofan fallsæti. Cooper entist stutt í starfi því hann tók við í sumar þegar Enzo Maresca hætti til að taka við Chelsea. Maresca hafði komið liðinu aftur upp í ensku úrvalsdeidina. Aðeins tveir sigrar á leiktíðinni Leicester tókst aðeins að vinna tvo sigurleiki undir stjórn Cooper. Það er því ljóst að Van Nistelrooy bíður afar krefjandi starf ætli liðið að fara ekki beint niður aftur. Þetta verður annað aðalstjórastarf Van Nistelrooy fyrir utan Manchester United. Hann stýrði PSV Eindhoven tímabilið 2022-23 og gerði liðið meðal annars að hollenskum bikarmeisturum. Næsti leikur Leicester er útileikur á móti Brentford á laugardaginn en það er ekki vitað hvort Van Nistelrooy stýrði liðinu þar. Ben Dawson mun líklega taka að sér þann leik. View this post on Instagram A post shared by Fabrizio Romano (@fabriziorom) Enski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Sjá meira
BBC, Guardian og De Telegraaf segja frá þessu alveg eins skúbbarinn frægi Fabrizio Romano. Van Nistelrooy stýrði Manchester United í fjórum leikjum á dögunum eftir að Erik ten Hag var rekinn. United vann þrjá af þessum leikjum og tapaði engum. Ruben Amorim var síðan ráðinn knattspyrnustjóri United og Portúgalinn vildi ekki halda Van Nistelrooy hjá United þrátt fyrir að Hollendingurinn hefði sóst eftir því. Vann Leicester tvisvar á dögunum Tveir af sigurleikjum United í þessari stuttu knattspyrnustjóratíð Van Nistelrooy voru einmitt á móti Leicester. United vann 5-2 í deildabikarleik liðanna og svo 3-0 sigur í deildinni. Leicester rak Steve Cooper eftir 2-1 tap á móti Chelsea um síðustu helgi. Liðið situr í sextánda sæti en er aðeins einu stigi fyrir ofan fallsæti. Cooper entist stutt í starfi því hann tók við í sumar þegar Enzo Maresca hætti til að taka við Chelsea. Maresca hafði komið liðinu aftur upp í ensku úrvalsdeidina. Aðeins tveir sigrar á leiktíðinni Leicester tókst aðeins að vinna tvo sigurleiki undir stjórn Cooper. Það er því ljóst að Van Nistelrooy bíður afar krefjandi starf ætli liðið að fara ekki beint niður aftur. Þetta verður annað aðalstjórastarf Van Nistelrooy fyrir utan Manchester United. Hann stýrði PSV Eindhoven tímabilið 2022-23 og gerði liðið meðal annars að hollenskum bikarmeisturum. Næsti leikur Leicester er útileikur á móti Brentford á laugardaginn en það er ekki vitað hvort Van Nistelrooy stýrði liðinu þar. Ben Dawson mun líklega taka að sér þann leik. View this post on Instagram A post shared by Fabrizio Romano (@fabriziorom)
Enski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Sjá meira