Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. nóvember 2024 08:31 Dagný Brynjarsdóttir með soninn sinn Brynjar eftir leik Íslands og Frakklands á EM 2022. Getty/ Alex Pantling Dagný Brynjarsdóttir er í nýju viðtali hjá The Athletic og ræðir þar endurkomu sína eftir barn númer tvö. Hún er sár út í afskiptaleysi íslenska landsliðsþjálfarans en er ánægð með stuðninginn frá West Ham. Dagný eignaðist Brynjar sinn árið 2018 og eignaðist nú soninn Andreas sex árum síðar. „Þegar ég kom til baka eftir að hafa eignast fyrsta soninn þá sagði ég alltaf að ég ætlaði aldrei að gera þetta aftur. Þetta var það erfiðasta sem ég hef gert, bæði líkamlega og andlega,“ sagði Dagný í viðtalinu. Ætlaði alltaf að hætta eftir barn númer tvö „Ég sagði alltaf að ég myndi hætta í fótbolta eftir annað barnið mitt en hér er ég komin nánast búin að endurheimta hundrað prósent af mér sjálfri aftur,“ sagði Dagný. Dagný glímdi við mikla ógleði alla þessa meðgöngu. „Ég gat verið að æla um miðja nótt, klukkan níu um kvöldið eða klukkan fimm,“ sagði Dagný sem æfði þó alla meðgönguna. Dagný Brynjarsdóttir á heimaleik West Ham með sinn annan son undir belti.Getty/George Tewkesbury Þegar nýji sonurinn var fimm daga gamall þá keypti Dagný sér sex vikna æfingaprógramm hjá fyrrum fótboltaleikmanni sem sérhæfir sig í endurkomum eftir barneignir. „Það eru vissulega styrktarþjálfarar hjá félögum en þeir kunna að koma fótboltamönnum aftur af stað en ekki íþróttakonum sem voru að eignast barn,“ sagði Dagný. „Hámarkshraðinn, snerpan og skarpskyggnin koma síðast til baka. Þegar þú byrjar að æfa þá sérðu leikmenn hlaupa fram úr þér en þú veist að þú átt að vera fljótari en þær,“ sagði Dagný. Minni stuðningur núna „Þegar ég varð ófrísk af fyrra barninu þá efuðust margir um mig og héldu að ég væri hætt að spila. Þegar ég kom til baka þá fékk ég mikinn stuðning frá þjálfurum mínum,“ sagði Dagný. „Núna finnst mér að allir búist bara við því að ég komi til baka og spili á hæsta stigi. Ég hef ekki haft sama stuðing núna,“ sagði Dagný. Hún var ekki valin í landsliðshópinn sem er að fara að spila vináttuleiki við Kanada og Danmörku á næstu dögum. Dagný Brynjarsdóttir hefur spilað 113 landsleiki og skorað í þeim 38 mörk. Síðasti leikurinn hennar var í apríl 2023.Getty/Alex Pantling/ Ætti að vera komin aftur í landsliðið „Ég ætti að vera komin aftur í íslenska landsliðið en þetta er í fyrsta sinn síðan ég var átján ára gömul sem ég er ekki valin í landsliðið. Ég var komin aftur í landsliðið á þessum tíma eftir fyrra barnið og ég er komin lengra núna en ég var þá,“ sagði Dagný. Hún er greinilega sár út í það að vera gleymd og grafin í augum landsliðsþjálfarans Þorsteins Halldórssonar. „Landsliðsþjálfarinn hringdi ekki í mig í sjö mánuði. Það hafa heldur ekki verið nein samtöl við starfsfólkið hér hjá West Ham eða við mig til að athuga stöðuna á mér,“ sagði Dagný. Hún er aftur á móti mjög ánægð með stuðninginum sem hún fær hjá West Ham. Það má finna allt viðtalið við hana hér en í greininni er rætt við fótboltaforeldra úr öllum áttum. Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Fótbolti Fleiri fréttir Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Sjá meira
Dagný eignaðist Brynjar sinn árið 2018 og eignaðist nú soninn Andreas sex árum síðar. „Þegar ég kom til baka eftir að hafa eignast fyrsta soninn þá sagði ég alltaf að ég ætlaði aldrei að gera þetta aftur. Þetta var það erfiðasta sem ég hef gert, bæði líkamlega og andlega,“ sagði Dagný í viðtalinu. Ætlaði alltaf að hætta eftir barn númer tvö „Ég sagði alltaf að ég myndi hætta í fótbolta eftir annað barnið mitt en hér er ég komin nánast búin að endurheimta hundrað prósent af mér sjálfri aftur,“ sagði Dagný. Dagný glímdi við mikla ógleði alla þessa meðgöngu. „Ég gat verið að æla um miðja nótt, klukkan níu um kvöldið eða klukkan fimm,“ sagði Dagný sem æfði þó alla meðgönguna. Dagný Brynjarsdóttir á heimaleik West Ham með sinn annan son undir belti.Getty/George Tewkesbury Þegar nýji sonurinn var fimm daga gamall þá keypti Dagný sér sex vikna æfingaprógramm hjá fyrrum fótboltaleikmanni sem sérhæfir sig í endurkomum eftir barneignir. „Það eru vissulega styrktarþjálfarar hjá félögum en þeir kunna að koma fótboltamönnum aftur af stað en ekki íþróttakonum sem voru að eignast barn,“ sagði Dagný. „Hámarkshraðinn, snerpan og skarpskyggnin koma síðast til baka. Þegar þú byrjar að æfa þá sérðu leikmenn hlaupa fram úr þér en þú veist að þú átt að vera fljótari en þær,“ sagði Dagný. Minni stuðningur núna „Þegar ég varð ófrísk af fyrra barninu þá efuðust margir um mig og héldu að ég væri hætt að spila. Þegar ég kom til baka þá fékk ég mikinn stuðning frá þjálfurum mínum,“ sagði Dagný. „Núna finnst mér að allir búist bara við því að ég komi til baka og spili á hæsta stigi. Ég hef ekki haft sama stuðing núna,“ sagði Dagný. Hún var ekki valin í landsliðshópinn sem er að fara að spila vináttuleiki við Kanada og Danmörku á næstu dögum. Dagný Brynjarsdóttir hefur spilað 113 landsleiki og skorað í þeim 38 mörk. Síðasti leikurinn hennar var í apríl 2023.Getty/Alex Pantling/ Ætti að vera komin aftur í landsliðið „Ég ætti að vera komin aftur í íslenska landsliðið en þetta er í fyrsta sinn síðan ég var átján ára gömul sem ég er ekki valin í landsliðið. Ég var komin aftur í landsliðið á þessum tíma eftir fyrra barnið og ég er komin lengra núna en ég var þá,“ sagði Dagný. Hún er greinilega sár út í það að vera gleymd og grafin í augum landsliðsþjálfarans Þorsteins Halldórssonar. „Landsliðsþjálfarinn hringdi ekki í mig í sjö mánuði. Það hafa heldur ekki verið nein samtöl við starfsfólkið hér hjá West Ham eða við mig til að athuga stöðuna á mér,“ sagði Dagný. Hún er aftur á móti mjög ánægð með stuðninginum sem hún fær hjá West Ham. Það má finna allt viðtalið við hana hér en í greininni er rætt við fótboltaforeldra úr öllum áttum.
Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Fótbolti Fleiri fréttir Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Sjá meira