„Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Sindri Sverrisson skrifar 27. nóvember 2024 15:46 Arnar Gunnlaugsson hefur þegar fagnað tveimur sigrum í Sambandsdeild Evrópu, tveimur fyrstu sigrum íslensks liðs, þó að enn séu þrjár umferðir eftir fram að útsláttarkeppni. vísir/Anton Víkingar eru mættir til Armeníu eftir langt ferðalag og eiga fyrir höndum afar mikilvægan leik gegn Noah í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta á morgun. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, segir ekkert að marka 8-0 skellinn sem Noah fékk í síðasta leik, gegn Chelsea á Englandi. Á meðan að Arnar er orðaður við stöðu landsliðsþjálfara Íslands þá er hann núna staddur í Armeníu og á verk fyrir höndum með Víkingum, sem slegið hafa í gegn í Sambandsdeildinni til þessa. „Þetta er greinilega mjög fallegt land en manni líður ekki eins og maður sé 2024 í London. Það er fegurðin við þessar Evrópuferðir að maður fær að kynnast ólíkum heimshlutum, ólíkri menningu, ólíkum mat og ólíkum aðstæðum. Þetta er bara geggjað,“ segir Arnar í viðtali á Facebook-síðu Víkinga á æfingu liðsins í Armeníu í gær. Leikur Noah og Víkings hefst klukkan 17:45 að íslenskum tíma á morgun, í beinni útsendingu á Vodafone Sport. Með sigri gætu Víkingar tryggt sig áfram í umspil keppninnar, en þeir hafa þegar unnið tvo af fyrstu þremur leikjum sínum og eru í 14. sæti af 36 liðum. Efstu átta liðin komast beint í 16-liða úrslit en liðin í 9.-24. sæti fara í umspil, að sex umferðum loknum. Hafa náð í frábær úrslit í keppninni Noah, sem þá var án Guðmundar Þórarinssonar vegna meiðsla, steinlá á Stamford Bridge í síðasta leik sínum í keppninni, 8-0, en Arnar segir ekkert að marka það: „Noah fór bara í einhverja rómantík á móti Chelsea. Þeir hafa örugglega hugsað: „Við erum að fara að spila leik sem við fáum einu sinni á ævinni, við ætlum að sýna þeim hvað við getum og ekki gefa neinn afslátt þar á.“ Svo bara mæta menn einhverjum frábærum leikmönnum sem tuska þá til. Þetta gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum. Þeir hafa náð í frábær úrslit í Evrópukeppninni, slegið út AEK Aþenu og náð fleiri góðum úrslitum. Svo eru útileikir bara allt önnur Ella en heimaleikir. Við þurfum að búa okkur undir mögulega ekkert ósvipaðan leik og gegn Omonia á Kýpur,“ segir Arnar, en það er eina tap Víkinga í keppninni til þessa. Erlingur að verða pabbi og Gunnar ekki með slitið krossband Arnar segir flesta leikmenn Víkings klára í slaginn en þó vanti Gunnar Vatnhamar, Erling Agnarsson og Pablo Punyed. „Þeir sem eru hérna eru mjög ferskir. Við misstum Gunnar því miður en fengum góðar fréttir [í fyrradag] um að þetta væri ekki alvarlegt. Við óttuðumst að þetta væri jafnvel krossbandsslit en svo var ekki sem betur fer. Erlingur karlinn er svo að verða pabbi núna á næstu dögum svo hann var skilinn eftir heima líka. Svo er Pablo frá keppni. En við höfum átt góða æfingaviku með Matta og Valda sem eru að koma til baka,“ segir Arnar og bætir við að Halldór Smári Sigurðsson sé einnig að snúa aftur eftir meiðsli. Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Leik lokið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Sjá meira
Á meðan að Arnar er orðaður við stöðu landsliðsþjálfara Íslands þá er hann núna staddur í Armeníu og á verk fyrir höndum með Víkingum, sem slegið hafa í gegn í Sambandsdeildinni til þessa. „Þetta er greinilega mjög fallegt land en manni líður ekki eins og maður sé 2024 í London. Það er fegurðin við þessar Evrópuferðir að maður fær að kynnast ólíkum heimshlutum, ólíkri menningu, ólíkum mat og ólíkum aðstæðum. Þetta er bara geggjað,“ segir Arnar í viðtali á Facebook-síðu Víkinga á æfingu liðsins í Armeníu í gær. Leikur Noah og Víkings hefst klukkan 17:45 að íslenskum tíma á morgun, í beinni útsendingu á Vodafone Sport. Með sigri gætu Víkingar tryggt sig áfram í umspil keppninnar, en þeir hafa þegar unnið tvo af fyrstu þremur leikjum sínum og eru í 14. sæti af 36 liðum. Efstu átta liðin komast beint í 16-liða úrslit en liðin í 9.-24. sæti fara í umspil, að sex umferðum loknum. Hafa náð í frábær úrslit í keppninni Noah, sem þá var án Guðmundar Þórarinssonar vegna meiðsla, steinlá á Stamford Bridge í síðasta leik sínum í keppninni, 8-0, en Arnar segir ekkert að marka það: „Noah fór bara í einhverja rómantík á móti Chelsea. Þeir hafa örugglega hugsað: „Við erum að fara að spila leik sem við fáum einu sinni á ævinni, við ætlum að sýna þeim hvað við getum og ekki gefa neinn afslátt þar á.“ Svo bara mæta menn einhverjum frábærum leikmönnum sem tuska þá til. Þetta gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum. Þeir hafa náð í frábær úrslit í Evrópukeppninni, slegið út AEK Aþenu og náð fleiri góðum úrslitum. Svo eru útileikir bara allt önnur Ella en heimaleikir. Við þurfum að búa okkur undir mögulega ekkert ósvipaðan leik og gegn Omonia á Kýpur,“ segir Arnar, en það er eina tap Víkinga í keppninni til þessa. Erlingur að verða pabbi og Gunnar ekki með slitið krossband Arnar segir flesta leikmenn Víkings klára í slaginn en þó vanti Gunnar Vatnhamar, Erling Agnarsson og Pablo Punyed. „Þeir sem eru hérna eru mjög ferskir. Við misstum Gunnar því miður en fengum góðar fréttir [í fyrradag] um að þetta væri ekki alvarlegt. Við óttuðumst að þetta væri jafnvel krossbandsslit en svo var ekki sem betur fer. Erlingur karlinn er svo að verða pabbi núna á næstu dögum svo hann var skilinn eftir heima líka. Svo er Pablo frá keppni. En við höfum átt góða æfingaviku með Matta og Valda sem eru að koma til baka,“ segir Arnar og bætir við að Halldór Smári Sigurðsson sé einnig að snúa aftur eftir meiðsli.
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Leik lokið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Sjá meira