„Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Sindri Sverrisson skrifar 27. nóvember 2024 15:46 Arnar Gunnlaugsson hefur þegar fagnað tveimur sigrum í Sambandsdeild Evrópu, tveimur fyrstu sigrum íslensks liðs, þó að enn séu þrjár umferðir eftir fram að útsláttarkeppni. vísir/Anton Víkingar eru mættir til Armeníu eftir langt ferðalag og eiga fyrir höndum afar mikilvægan leik gegn Noah í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta á morgun. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, segir ekkert að marka 8-0 skellinn sem Noah fékk í síðasta leik, gegn Chelsea á Englandi. Á meðan að Arnar er orðaður við stöðu landsliðsþjálfara Íslands þá er hann núna staddur í Armeníu og á verk fyrir höndum með Víkingum, sem slegið hafa í gegn í Sambandsdeildinni til þessa. „Þetta er greinilega mjög fallegt land en manni líður ekki eins og maður sé 2024 í London. Það er fegurðin við þessar Evrópuferðir að maður fær að kynnast ólíkum heimshlutum, ólíkri menningu, ólíkum mat og ólíkum aðstæðum. Þetta er bara geggjað,“ segir Arnar í viðtali á Facebook-síðu Víkinga á æfingu liðsins í Armeníu í gær. Leikur Noah og Víkings hefst klukkan 17:45 að íslenskum tíma á morgun, í beinni útsendingu á Vodafone Sport. Með sigri gætu Víkingar tryggt sig áfram í umspil keppninnar, en þeir hafa þegar unnið tvo af fyrstu þremur leikjum sínum og eru í 14. sæti af 36 liðum. Efstu átta liðin komast beint í 16-liða úrslit en liðin í 9.-24. sæti fara í umspil, að sex umferðum loknum. Hafa náð í frábær úrslit í keppninni Noah, sem þá var án Guðmundar Þórarinssonar vegna meiðsla, steinlá á Stamford Bridge í síðasta leik sínum í keppninni, 8-0, en Arnar segir ekkert að marka það: „Noah fór bara í einhverja rómantík á móti Chelsea. Þeir hafa örugglega hugsað: „Við erum að fara að spila leik sem við fáum einu sinni á ævinni, við ætlum að sýna þeim hvað við getum og ekki gefa neinn afslátt þar á.“ Svo bara mæta menn einhverjum frábærum leikmönnum sem tuska þá til. Þetta gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum. Þeir hafa náð í frábær úrslit í Evrópukeppninni, slegið út AEK Aþenu og náð fleiri góðum úrslitum. Svo eru útileikir bara allt önnur Ella en heimaleikir. Við þurfum að búa okkur undir mögulega ekkert ósvipaðan leik og gegn Omonia á Kýpur,“ segir Arnar, en það er eina tap Víkinga í keppninni til þessa. Erlingur að verða pabbi og Gunnar ekki með slitið krossband Arnar segir flesta leikmenn Víkings klára í slaginn en þó vanti Gunnar Vatnhamar, Erling Agnarsson og Pablo Punyed. „Þeir sem eru hérna eru mjög ferskir. Við misstum Gunnar því miður en fengum góðar fréttir [í fyrradag] um að þetta væri ekki alvarlegt. Við óttuðumst að þetta væri jafnvel krossbandsslit en svo var ekki sem betur fer. Erlingur karlinn er svo að verða pabbi núna á næstu dögum svo hann var skilinn eftir heima líka. Svo er Pablo frá keppni. En við höfum átt góða æfingaviku með Matta og Valda sem eru að koma til baka,“ segir Arnar og bætir við að Halldór Smári Sigurðsson sé einnig að snúa aftur eftir meiðsli. Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Körfubolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Neymar á heimleið? Fótbolti Fleiri fréttir Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Sjá meira
Á meðan að Arnar er orðaður við stöðu landsliðsþjálfara Íslands þá er hann núna staddur í Armeníu og á verk fyrir höndum með Víkingum, sem slegið hafa í gegn í Sambandsdeildinni til þessa. „Þetta er greinilega mjög fallegt land en manni líður ekki eins og maður sé 2024 í London. Það er fegurðin við þessar Evrópuferðir að maður fær að kynnast ólíkum heimshlutum, ólíkri menningu, ólíkum mat og ólíkum aðstæðum. Þetta er bara geggjað,“ segir Arnar í viðtali á Facebook-síðu Víkinga á æfingu liðsins í Armeníu í gær. Leikur Noah og Víkings hefst klukkan 17:45 að íslenskum tíma á morgun, í beinni útsendingu á Vodafone Sport. Með sigri gætu Víkingar tryggt sig áfram í umspil keppninnar, en þeir hafa þegar unnið tvo af fyrstu þremur leikjum sínum og eru í 14. sæti af 36 liðum. Efstu átta liðin komast beint í 16-liða úrslit en liðin í 9.-24. sæti fara í umspil, að sex umferðum loknum. Hafa náð í frábær úrslit í keppninni Noah, sem þá var án Guðmundar Þórarinssonar vegna meiðsla, steinlá á Stamford Bridge í síðasta leik sínum í keppninni, 8-0, en Arnar segir ekkert að marka það: „Noah fór bara í einhverja rómantík á móti Chelsea. Þeir hafa örugglega hugsað: „Við erum að fara að spila leik sem við fáum einu sinni á ævinni, við ætlum að sýna þeim hvað við getum og ekki gefa neinn afslátt þar á.“ Svo bara mæta menn einhverjum frábærum leikmönnum sem tuska þá til. Þetta gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum. Þeir hafa náð í frábær úrslit í Evrópukeppninni, slegið út AEK Aþenu og náð fleiri góðum úrslitum. Svo eru útileikir bara allt önnur Ella en heimaleikir. Við þurfum að búa okkur undir mögulega ekkert ósvipaðan leik og gegn Omonia á Kýpur,“ segir Arnar, en það er eina tap Víkinga í keppninni til þessa. Erlingur að verða pabbi og Gunnar ekki með slitið krossband Arnar segir flesta leikmenn Víkings klára í slaginn en þó vanti Gunnar Vatnhamar, Erling Agnarsson og Pablo Punyed. „Þeir sem eru hérna eru mjög ferskir. Við misstum Gunnar því miður en fengum góðar fréttir [í fyrradag] um að þetta væri ekki alvarlegt. Við óttuðumst að þetta væri jafnvel krossbandsslit en svo var ekki sem betur fer. Erlingur karlinn er svo að verða pabbi núna á næstu dögum svo hann var skilinn eftir heima líka. Svo er Pablo frá keppni. En við höfum átt góða æfingaviku með Matta og Valda sem eru að koma til baka,“ segir Arnar og bætir við að Halldór Smári Sigurðsson sé einnig að snúa aftur eftir meiðsli.
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Körfubolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Neymar á heimleið? Fótbolti Fleiri fréttir Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Sjá meira