Lada Sport fær andlitslyftingu Uppfærsla á Lödu Sport verður að teljast til stórtíðinda. Reyndar er ekki um stórar breytingar að ræða en þegar kemur að Lödu Sport eru allar breytingar fréttnæmar. Bílar 19. desember 2019 07:00
Valentino Rossi og Lewis Hamilton skiptust á græjum Lewis Hamilton, nýkrýndur sexfaldur heimsmeistari í Formúlu 1 og áhugamaður um mótorhjól, skipti á Formúlu bíl sínum við Valentino Rossi, fyrir mótorhjól nífaldan heimsmeistarans í MotoGP og áhugamanni um bíla. Myndband af viðburðinum er í fréttinni. Bílar 18. desember 2019 07:00
Ríkið kaupir dýrari en vistvænni bíla Allir bílar ríkisins verða vistvænir, nema öryggis- eða notkunarkröfur krefjist annars, samkvæmt samþykkt ríkisstjórnarinnar. Ríkið rekur nú um 800 bifreiðar af öllum stærðum og gerðum. Viðskipti innlent 17. desember 2019 10:20
Cybertruck frá Tesla líklega ekki löglegur á götum Evrópu Það gilda ýmsar reglur um hönnun bíla sem á að selja í Evrópu. Miðað við kynningarútgáfu af Cybertruck frá Tesla er líklegt að hann þyrfti til dæmis að vera með hliðarspegla, að minnsta kosti myndavélaútskot, framljósin þurfa að vera stærri og meiri aðskilnaður á milli þeirra og svo framvegis. Bílar 17. desember 2019 07:00
Land Rover Defender tekinn til kostanna af yfirverkfræðingnum Nýi Defender-inn fær að kenna á því í þessu myndbandi. Yfirverkfræðingur bílsins, Mike Cross tekur hann til kostanna og nær meðal annars að stökkva á bílnum. Bílar 16. desember 2019 07:00
Lewis Hamilton vill að Mercedes-Benz hætti að nota leður Lewis Hamilton ökumaður Mercedes-Benz liðsins í Formúlu 1 hefur farið þess á leit við bílaframleiðandann að hætt verði að nota leður í framleiðslu bílanna. Bílar 13. desember 2019 07:00
Vetrardekkin skipta máli Við hér á Íslandi búum við þær aðstæður að í sex mánuði af 12 má búast við snjó og vetrarfærð á vegum úti. Það er því afar mikilvægt að vera á góðum dekkjum. Bílar 12. desember 2019 07:00
Jeppar ógna grænu byltingunni Jeppar (SUV) auka losun koltvísýrings ef marka má Rannsóknarsetur orkumála í Bretlandi (UKERC). Samkvæmt skýrslu setursins eru kröfur neytenda um stærri bíla skemma fyrir "grænu samgangna byltingunni“. Bílar 11. desember 2019 07:00
Elsti löglegi götubíll Þýskalands Það er þekkt staðreynd að Þýskaland er Mekka bílasmiða. Elsti eldsneytisknúni bíllinn með brunahreyfli er Benz Patent-Motorwagen frá árinu 1885. Hann er hins vegar ekki löglegur á götum úti. Bílar 10. desember 2019 07:00
Lewis Hamilton prófar Mercedes-AMG One Mercedes-AMG One últrabíllinn hefur reynst erfiðari í smíðum en gert var ráð fyrir. Miðað við prófanirnar í myndbandinu þá er hann biðarinnar virði. Bílar 9. desember 2019 07:00
Toyota Camry sveif óvart yfir fjölda bíla Alla jafna fara áhættuatriði sem þessi fram í þeim tilgangi að búa til bíómyndir. Þá er búið að áhættumeta allt og setja ökumann í fimm punkta belti og setja veltibúr í bílinn. Ekkert svoleiðis var til staðar þegar þessi Toyota Camry sveif yfir kyrrstæða bíla á bílastæði í Flórída á dögunum. Bílar 6. desember 2019 07:00
Damon Hypersport er mótorhjól með árekstrarvörn Mótorhjól eru almennt talin ekki eins öruggur ferðamáti og bifreiðar. Einfaldlega vegna þess að ökumaður mótorhjóls er ekki umlukinn málmi sem verndar hann. Svo er ekki hægt að detta af bíl. Nú er komið fram á sjónarsviðið mótorhjól með árekstrarvörn, sem gerir það öruggara. Bílar 5. desember 2019 07:00
Slökktu í BMW með mannaskít Ef kviknar í vélinni í bílnum þínum á ferð, þá er dagurinn ekki að fara eins og hann átti að fara. Ökumaður þessa BMW í Rúmeníu lenti í því en lausnin var að slökkva í bílnum með vökva úr skólphreinsibíl. Bílar 4. desember 2019 14:00
Sex hjóla ofurbíllinn Covini 6CW Covini 6CW er eini sex hjóla ofurbíllinn sem má aka á götum. Einstök hönnunin var fyrst frumsýnd 2008 og fékk bíllinn mikla athygli á sínum tíma en lítið hefur spurst til hans síðan. Bílar 3. desember 2019 14:00
Bílastæðahús í útboð Bílastæðasjóður rekur sjö bílastæðahús í miðborg Reykjavíkur með 1140 bílastæðum. Á fundi borgarstjórnar í dag mun ég leggja það til fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins að bjóða út rekstur þriggja húsa sjóðsins. Skoðun 3. desember 2019 12:30
Þýskir bílaframleiðendur standa í uppsögnum til að fjármagna rafbílarannsóknir Daimler móðurfélag Mercedes-Benz hefur gefið út að 10.000 störf að lágmarki verði skorin niður til að mæta aukinni fjárfestingaþörf vegna þróunar rafbíla. Audi ætlar að fækka starfsfólki um 9.500 af þeim 61.000 sem starfa hjá framleiðandanum í Þýskalandi. Bílar 2. desember 2019 14:00
BMW gerir grín að brotnum rúðum í Tesla Cybertruck Lego hefur þegar gert grín að Cybertruck frá Tesla og sagt sína útgáfu óbrjótanlega. Nú hefur BMW tekið upp þráðinn og gerir grín með skotheldum X5. Þetta er þó raunverulegur bíll og samkvæmt BMW er hann "með skotheldum rúðum og það flísast ekki úr honum ef hann verður fyrir játnkúlu“. Bílar 29. nóvember 2019 07:00
Páfinn velur Dacia Duster fram yfir Benz, Range Rover og Lamborghini Renault hefur gefið Francis páfa sérsmíðaðan Dacia Duster bíl til að spóka sig um á í Vatíkaninu. Bílar 28. nóvember 2019 14:00
Skyldum við þurfa hleðslustöðvar á hálendið? Nýr Tesla Cybertruck pallbíll hefur hvarvetna vakið athygli og sýnist sitt hverjum. Á meðan sumir geta varla leynt vanþóknun sinni á framúrstefnulegu útliti hans með hvössum og beinum línum eru aðrir sem halda varla vatni af hrifningu. Bílar 28. nóvember 2019 08:15
Raunverulegar leiðir að eldsneytissparnaði Margar greinar eru til um hvernig spara skuli eldsneyti, flestar þeirra leggja til að fólk kaupi sparneytnari bíl eða létti sinn bíl. Slíkar uppástungur eru oft ekkert sérstaklega hjálplegar. Þetta myndband gefur raunhæf ráð í átt að lægri eldsneytisnotkun. Bílar 27. nóvember 2019 14:00
Aldrei fleiri rafbílar í úrslit í vali á bíl ársins í Evrópu Forvali á bíl ársins í Evrópu er lokið og hefur listi þeirra bíla sem keppa til úrslita verið opinberaður. Aldrei hafa fleiri rafbílar verið á blaði. Bílar 26. nóvember 2019 14:00
Yfirlögregluþjónn vill auka löggæslu til að sporna gegn hraðakstri Töluverðar fjárhæðir tapast ár hvert vegna óborgaðra hraðasekta. Ítrekað kemur upp sú staða að erlendir ferðamenn fái háar fjársektir fyrir of háan akstur, sem kemst upp um í gegn um hraðamyndavélar, en þær eru aldrei borgaðar. Innlent 25. nóvember 2019 18:17
Þjónustuhlé í þyngdarleysi Þjónustulið Red Bull liðsins í Formúlu 1 tókst á við nýstárlega áskorun á dögunum. Þjónustuliðið framkvæmdi þjónustuhlé í þyngdarleysi. Afraksturinn má sjá í myndbandi í fréttinni. Bílar 25. nóvember 2019 14:00
Segir það bara barnaskap að fá delluna að smíða módel Hann smíðar módel af bílum sem hann eignast og skipum sem tengjast sögu sinna heimaslóða, trésmíðameistarinn í Vík í Mýrdal, sem vakið hefur athygli fyrir listilega smíðuð módel. Innlent 24. nóvember 2019 22:00
150 þúsund hafa pantað nýjan rafpallbíl Tesla á tveimur dögum Elon Musk, forstjóri Teslu, segir að fyrirtækinu hafi borist 150 þúsund pantanir á rafpallbíl fyrirtækisins sem kynntur var á fimmtudaginn. Viðskipti erlent 23. nóvember 2019 22:45
Erlendir ferðamenn sleppa oftast við hraðasektargreiðslur meðan Íslendingar greiða Félag íslenskra bifreiðaeiganda vekur athygli á að nánast allar hraðasektir sem erlendir ferðamenn fá séu felldar niður. Þannig séu um 250 milljónir á ári afskrifaðar. Framkvæmdastjórinn telur eðlilegt að tekið sé á þessu í nýjum umferðarlögum. Innlent 23. nóvember 2019 15:00
Framkvæmdastjóri Porsche segir næstu kynslóð 718 hugsnalega vera rafbíl Oliver Blume, framkvæmdastjóri Porsche segir að næstu kynslóðir af Cayman og Boxer bílunum gætu orðið rafbílar. Porsche hefur þegar gefið út Taycan rafbílinn og Macan er væntanlegur 2021. Það ætti því ekki að koma á óvart að þróunin skili sér í 718 bílana. Bílar 22. nóvember 2019 09:00
Rúðubrot skyggði á pallbílakynningu Tesla Elon Musk, stofnandi rafbílaframleiðandans Tesla, kynnti í gærkvöldi nýjan pallbíl fyrirtækisins. Viðskipti erlent 22. nóvember 2019 06:56
Askja heldur upp á komu Honda Bílaumboðið Askja tók nýlega við umboði fyrir Honda á Íslandi. Af því tilefni verður haldin sérstök opnunarhátíð Honda í nýjum sýningarsal að Fosshálsi 1 nk. laugardag frá klukkan 12 til 16. Bílar 21. nóvember 2019 14:00
Kia XCeed hlýtur Gullna stýrið Nýr Kia XCeed var sæmdur hinu eftirsótta Gullna stýri á verðlaunahátíð í Þýskalandi sl. fimmtudag. Verðlaunin eru talin þau eftirsóttustu í bílaiðnaðinum í Þýskalandi en það eru fjölmiðlarnir Auto Bild og Bild am Sonntag sem standa að verðlaununum sem voru fyrst veitt árið 1976. Bílar 20. nóvember 2019 14:00