Audi Q4 Sportback E-tron verður sjöundi rafbíll framleiðandans Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 8. júlí 2020 00:00 Audi Q4 Sportback E-tron Audi Q4 E-tron er væntanlegur á næsta ári og á að komast 500 kílómetra á hleðslunni. Audi áætlar að hafa 20 rafbíla í boði frá og með árinu 2025. Bíllinn er í grunninn eins og Q4 E-tron sem er væntanlegur í lok árs. Þeir eru fyrstu bílarnir sem koma frá Volkswagen samsteypunni sem byggja á MEB grunninum. Audi Q4 Sportback E-tron Talsmaður Audi segir að MEB grunnurinn sé „hornsteinn í rafbílaframboði Audi.“ Talsmaðurinn bætti við „Við notum grunninn fyrir stóru rafbílana. Samlegðaráhrif samsteypunnar gera rafbílana tilbúna til fjöldaframleiðslu.“ Aðspurður hvort Q4 verði minnsti rafbíllinn sem notar MEB grunninn svaraði talsmaðurinn því til að svo verði næstu árin. En til standi þó að smíða fleiri rafbíla í minni kantinum á þeim grunni. Útlitshönnuður Q4 Sprotback E-tron, Amar Vaya segir að lang mestur hluti hönnunarinnar sé eins og hugmyndabíllinn var. „Þetta er 90% eins - við gerðum bílinn aðeins breiðari og aðeins lægri og stuðararnir munu breytast aðeins. Það munu svo vera handföng á hurðum [en ekki innfelld handföng eins og hugmyndabíllinn var með].“ Innra rými í Audi Q4 Sportback E-tron Aflgjafi Fjórhjóladrifna útgáfan notast við tvo mótora. Krafturinn er samtals 302 hestöfl og bíllinn kemst úr kyrrstöðu og á 100 km/klst. á 6,3 sekúndum. Hámarkshraðinn er takmarkaður við 180 km/klst. til að tryggja drægni, þrátt fyrir að gefið sé inn. Þá notar hann aðallega afturmótorinn, sem er skilvirkara en að nota báða. Rafhlaðan er 82 kWh. og hægt er að hlaða hana á 125 kW sem þýðir um 80% hleðslu á 30 mínútum. Vistvænir bílar Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent
Audi Q4 E-tron er væntanlegur á næsta ári og á að komast 500 kílómetra á hleðslunni. Audi áætlar að hafa 20 rafbíla í boði frá og með árinu 2025. Bíllinn er í grunninn eins og Q4 E-tron sem er væntanlegur í lok árs. Þeir eru fyrstu bílarnir sem koma frá Volkswagen samsteypunni sem byggja á MEB grunninum. Audi Q4 Sportback E-tron Talsmaður Audi segir að MEB grunnurinn sé „hornsteinn í rafbílaframboði Audi.“ Talsmaðurinn bætti við „Við notum grunninn fyrir stóru rafbílana. Samlegðaráhrif samsteypunnar gera rafbílana tilbúna til fjöldaframleiðslu.“ Aðspurður hvort Q4 verði minnsti rafbíllinn sem notar MEB grunninn svaraði talsmaðurinn því til að svo verði næstu árin. En til standi þó að smíða fleiri rafbíla í minni kantinum á þeim grunni. Útlitshönnuður Q4 Sprotback E-tron, Amar Vaya segir að lang mestur hluti hönnunarinnar sé eins og hugmyndabíllinn var. „Þetta er 90% eins - við gerðum bílinn aðeins breiðari og aðeins lægri og stuðararnir munu breytast aðeins. Það munu svo vera handföng á hurðum [en ekki innfelld handföng eins og hugmyndabíllinn var með].“ Innra rými í Audi Q4 Sportback E-tron Aflgjafi Fjórhjóladrifna útgáfan notast við tvo mótora. Krafturinn er samtals 302 hestöfl og bíllinn kemst úr kyrrstöðu og á 100 km/klst. á 6,3 sekúndum. Hámarkshraðinn er takmarkaður við 180 km/klst. til að tryggja drægni, þrátt fyrir að gefið sé inn. Þá notar hann aðallega afturmótorinn, sem er skilvirkara en að nota báða. Rafhlaðan er 82 kWh. og hægt er að hlaða hana á 125 kW sem þýðir um 80% hleðslu á 30 mínútum.
Vistvænir bílar Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent