Mercedes-Benz E 63 fær nýtt útlit Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 26. júní 2020 07:00 Mercedes-AMG E 63 S Limousine Mercedes-Benz E 63 hefur fengið nýtt útlit en þessi sportlegi fólksbíll úr AMG smiðju þýska lúxusbílaframleiðandans hefur verið goðsögn síðan hann kom fyrst á markað árið 1986. Nýr E 63 býður upp á nútíma stíl og fágaðan sportleika og undir vélarhlífinni er gríðarmikið afl. Samkvæmt fréttatilkynningu frá Öskju er E 63 með aflmikla fjögurra lítra V8 vél sem skilar bílnum alls 612 hestöflum. Hann er aðeins 3,4 sekúndur úr kyrrstöðu í hundraðið. Bíllinn er búinn 4MATIC fjórhjóladrifi Mercedes-Benz. Nýi E 63 kemur bæði sem stallbakur (sedan) og langbakur (station) og er útlitsbreytingin mjög vel heppnuð í alla staði. Bíllinn hefur fengið nýtt AMG grill að framan sem gefur honum volduga ásýnd ásamt nýjum LED ljósum að framan og aftan. Innanrýmið er talsvert breytt frá forveranum. Nýr E 63 er með tveimur 10,25" skjáum eða svokölluðu widescreen mælaborði. Einfalt er að stjórna skjáunum með stýrinu, snertifletinum eða á snertiskjá. Bíllinn er með MBUX afþreyingarkerfinu sem er búið gervigreind og lærir sífellt betur á ökumanninn með tímanum. Bíllinn er mjög vel búinn akstursaðstoðar- og öryggiskerfum. Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent
Mercedes-Benz E 63 hefur fengið nýtt útlit en þessi sportlegi fólksbíll úr AMG smiðju þýska lúxusbílaframleiðandans hefur verið goðsögn síðan hann kom fyrst á markað árið 1986. Nýr E 63 býður upp á nútíma stíl og fágaðan sportleika og undir vélarhlífinni er gríðarmikið afl. Samkvæmt fréttatilkynningu frá Öskju er E 63 með aflmikla fjögurra lítra V8 vél sem skilar bílnum alls 612 hestöflum. Hann er aðeins 3,4 sekúndur úr kyrrstöðu í hundraðið. Bíllinn er búinn 4MATIC fjórhjóladrifi Mercedes-Benz. Nýi E 63 kemur bæði sem stallbakur (sedan) og langbakur (station) og er útlitsbreytingin mjög vel heppnuð í alla staði. Bíllinn hefur fengið nýtt AMG grill að framan sem gefur honum volduga ásýnd ásamt nýjum LED ljósum að framan og aftan. Innanrýmið er talsvert breytt frá forveranum. Nýr E 63 er með tveimur 10,25" skjáum eða svokölluðu widescreen mælaborði. Einfalt er að stjórna skjáunum með stýrinu, snertifletinum eða á snertiskjá. Bíllinn er með MBUX afþreyingarkerfinu sem er búið gervigreind og lærir sífellt betur á ökumanninn með tímanum. Bíllinn er mjög vel búinn akstursaðstoðar- og öryggiskerfum.
Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent