Aukið úrval tengiltvinnbíla frá Mercedes-Benz Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 23. júlí 2020 07:00 Mercedes-Benz GLE Mercedes-Benz er í mikilli sókn í framleiðslu Plug-in Hybrid bíla. Úrval Mercedes-Benz tengiltvinnbíla hefur aldrei verið meira en nú. Þýski lúxusbílaframleiðandinn býður nú upp á alls 20 gerðir tengiltvinnbíla og sem eru búnir rafmagnsmótor og bensínvél. Mercedes-Benz býður nú tengiltvinnbíla í öllum stærðarflokkum allt frá borgarbílnum A-Class til stóra lúxusbílsins S-Class, og frá netta sporjeppanum GLA til stóra GLE jeppans. Með breiðari línu tengiltvinnbíla er Mercedes-Benz að teygja sig til stærri hóps viðskiptavina og þeirra þarfa segir í fréttatilkynningu frá Öskju. Tengiltvinnbílarnir hafa drægni frá 50 km til 100 km á rafmagninu eingöngu með EQ Power tækninni sem Mercedes-Benz hefur hannað. Plug-in Hybrid tæknin sameinar akstursgetu og hagkvæmni rafmótors og drægi brunahreyfils svo úr verða afar góð heildarafköst. Mercedes-Benz býður einnig upp á sportjeppann EQC sem er 100% hreinn rafbíll. EQC hefur slegið í gegn síðan hann kom á markað snemma á síðasta ári og verið mjög vinsæll hér á landi sem og um heim allan. Mercedes-Benz leggur mjög mikla áherslu á rafbíla og stofnaði nýtt vörumerki innan fyrirtækisins árið 2016 sem ber heitið EQ og vísar í gildi vörumerkisins „Emotion and Intelligence“. EQ mun standa fyrir framleiðslu rafbíla Mercedes-Benz. Það eru miklar tækniframfarir framundan með tilkomu EQ sem þýðir í raun meira en að þróa og framleiða rafbíla heldur er einnig verið að endurhugsa bíla og samskipti bíla við notendur sína. Mercedes-Benz ætlar sér að vera komið með allt að tíu útgáfur rafbíla árið 2022 og vonast til að þeir muni standa undir 15-25% sölutekna árið 2025. Vistvænir bílar Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent
Mercedes-Benz er í mikilli sókn í framleiðslu Plug-in Hybrid bíla. Úrval Mercedes-Benz tengiltvinnbíla hefur aldrei verið meira en nú. Þýski lúxusbílaframleiðandinn býður nú upp á alls 20 gerðir tengiltvinnbíla og sem eru búnir rafmagnsmótor og bensínvél. Mercedes-Benz býður nú tengiltvinnbíla í öllum stærðarflokkum allt frá borgarbílnum A-Class til stóra lúxusbílsins S-Class, og frá netta sporjeppanum GLA til stóra GLE jeppans. Með breiðari línu tengiltvinnbíla er Mercedes-Benz að teygja sig til stærri hóps viðskiptavina og þeirra þarfa segir í fréttatilkynningu frá Öskju. Tengiltvinnbílarnir hafa drægni frá 50 km til 100 km á rafmagninu eingöngu með EQ Power tækninni sem Mercedes-Benz hefur hannað. Plug-in Hybrid tæknin sameinar akstursgetu og hagkvæmni rafmótors og drægi brunahreyfils svo úr verða afar góð heildarafköst. Mercedes-Benz býður einnig upp á sportjeppann EQC sem er 100% hreinn rafbíll. EQC hefur slegið í gegn síðan hann kom á markað snemma á síðasta ári og verið mjög vinsæll hér á landi sem og um heim allan. Mercedes-Benz leggur mjög mikla áherslu á rafbíla og stofnaði nýtt vörumerki innan fyrirtækisins árið 2016 sem ber heitið EQ og vísar í gildi vörumerkisins „Emotion and Intelligence“. EQ mun standa fyrir framleiðslu rafbíla Mercedes-Benz. Það eru miklar tækniframfarir framundan með tilkomu EQ sem þýðir í raun meira en að þróa og framleiða rafbíla heldur er einnig verið að endurhugsa bíla og samskipti bíla við notendur sína. Mercedes-Benz ætlar sér að vera komið með allt að tíu útgáfur rafbíla árið 2022 og vonast til að þeir muni standa undir 15-25% sölutekna árið 2025.
Vistvænir bílar Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent