Fiat Chrysler og Peugeot sameinast í Stellantis Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 16. júlí 2020 07:00 Fiat Chrysler og Peugeot sömdu um jafnan samruna á síðasta ári sem mun búa til einn stærsta bílaframleiðanda í heimi. Markmiðið er að ljúka samrunanum snemma á næsta ári. Þegar samrunanum lýkur munu félögin starfa undir nafninu Stellantis, sem samkvæmt tilkynningu frá félögunum á rætur að rekja til latínu. Orðið stello þýðir stjörnubjart. Hugmyndin er samkvæmt tilkynningunni að fanga anda innan þeirra fyrirtækja sem verða að Stellantis og segja þau að það sé bjartsýni, kraftur og endurnýjun sem einkenni félögin. Stellantis verður rekstrarfélag sem heldur utan um þessi vörumerki: Citroen, DS, Peugeot, Opel, Fiat, Alfa Romeo, Maserati og Jeep. Þau munu vera óbreytt og þeirra framboð mun raunar ekki breytast að minnsta kosti fyrst um sinn. Samruninn er til skoðunar hjá Evrópusambandinu. Það kvikna ýmis álitamál um samkeppni þegar svona félag verður til. Áætlað er að Stellantis verði með 34% markaðshlutdeild innan Evrópusambandsins. Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent
Fiat Chrysler og Peugeot sömdu um jafnan samruna á síðasta ári sem mun búa til einn stærsta bílaframleiðanda í heimi. Markmiðið er að ljúka samrunanum snemma á næsta ári. Þegar samrunanum lýkur munu félögin starfa undir nafninu Stellantis, sem samkvæmt tilkynningu frá félögunum á rætur að rekja til latínu. Orðið stello þýðir stjörnubjart. Hugmyndin er samkvæmt tilkynningunni að fanga anda innan þeirra fyrirtækja sem verða að Stellantis og segja þau að það sé bjartsýni, kraftur og endurnýjun sem einkenni félögin. Stellantis verður rekstrarfélag sem heldur utan um þessi vörumerki: Citroen, DS, Peugeot, Opel, Fiat, Alfa Romeo, Maserati og Jeep. Þau munu vera óbreytt og þeirra framboð mun raunar ekki breytast að minnsta kosti fyrst um sinn. Samruninn er til skoðunar hjá Evrópusambandinu. Það kvikna ýmis álitamál um samkeppni þegar svona félag verður til. Áætlað er að Stellantis verði með 34% markaðshlutdeild innan Evrópusambandsins.
Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent