Fiat Chrysler og Peugeot sameinast í Stellantis Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 16. júlí 2020 07:00 Fiat Chrysler og Peugeot sömdu um jafnan samruna á síðasta ári sem mun búa til einn stærsta bílaframleiðanda í heimi. Markmiðið er að ljúka samrunanum snemma á næsta ári. Þegar samrunanum lýkur munu félögin starfa undir nafninu Stellantis, sem samkvæmt tilkynningu frá félögunum á rætur að rekja til latínu. Orðið stello þýðir stjörnubjart. Hugmyndin er samkvæmt tilkynningunni að fanga anda innan þeirra fyrirtækja sem verða að Stellantis og segja þau að það sé bjartsýni, kraftur og endurnýjun sem einkenni félögin. Stellantis verður rekstrarfélag sem heldur utan um þessi vörumerki: Citroen, DS, Peugeot, Opel, Fiat, Alfa Romeo, Maserati og Jeep. Þau munu vera óbreytt og þeirra framboð mun raunar ekki breytast að minnsta kosti fyrst um sinn. Samruninn er til skoðunar hjá Evrópusambandinu. Það kvikna ýmis álitamál um samkeppni þegar svona félag verður til. Áætlað er að Stellantis verði með 34% markaðshlutdeild innan Evrópusambandsins. Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent
Fiat Chrysler og Peugeot sömdu um jafnan samruna á síðasta ári sem mun búa til einn stærsta bílaframleiðanda í heimi. Markmiðið er að ljúka samrunanum snemma á næsta ári. Þegar samrunanum lýkur munu félögin starfa undir nafninu Stellantis, sem samkvæmt tilkynningu frá félögunum á rætur að rekja til latínu. Orðið stello þýðir stjörnubjart. Hugmyndin er samkvæmt tilkynningunni að fanga anda innan þeirra fyrirtækja sem verða að Stellantis og segja þau að það sé bjartsýni, kraftur og endurnýjun sem einkenni félögin. Stellantis verður rekstrarfélag sem heldur utan um þessi vörumerki: Citroen, DS, Peugeot, Opel, Fiat, Alfa Romeo, Maserati og Jeep. Þau munu vera óbreytt og þeirra framboð mun raunar ekki breytast að minnsta kosti fyrst um sinn. Samruninn er til skoðunar hjá Evrópusambandinu. Það kvikna ýmis álitamál um samkeppni þegar svona félag verður til. Áætlað er að Stellantis verði með 34% markaðshlutdeild innan Evrópusambandsins.
Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent