Fiat Chrysler og Peugeot sameinast í Stellantis Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 16. júlí 2020 07:00 Fiat Chrysler og Peugeot sömdu um jafnan samruna á síðasta ári sem mun búa til einn stærsta bílaframleiðanda í heimi. Markmiðið er að ljúka samrunanum snemma á næsta ári. Þegar samrunanum lýkur munu félögin starfa undir nafninu Stellantis, sem samkvæmt tilkynningu frá félögunum á rætur að rekja til latínu. Orðið stello þýðir stjörnubjart. Hugmyndin er samkvæmt tilkynningunni að fanga anda innan þeirra fyrirtækja sem verða að Stellantis og segja þau að það sé bjartsýni, kraftur og endurnýjun sem einkenni félögin. Stellantis verður rekstrarfélag sem heldur utan um þessi vörumerki: Citroen, DS, Peugeot, Opel, Fiat, Alfa Romeo, Maserati og Jeep. Þau munu vera óbreytt og þeirra framboð mun raunar ekki breytast að minnsta kosti fyrst um sinn. Samruninn er til skoðunar hjá Evrópusambandinu. Það kvikna ýmis álitamál um samkeppni þegar svona félag verður til. Áætlað er að Stellantis verði með 34% markaðshlutdeild innan Evrópusambandsins. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent
Fiat Chrysler og Peugeot sömdu um jafnan samruna á síðasta ári sem mun búa til einn stærsta bílaframleiðanda í heimi. Markmiðið er að ljúka samrunanum snemma á næsta ári. Þegar samrunanum lýkur munu félögin starfa undir nafninu Stellantis, sem samkvæmt tilkynningu frá félögunum á rætur að rekja til latínu. Orðið stello þýðir stjörnubjart. Hugmyndin er samkvæmt tilkynningunni að fanga anda innan þeirra fyrirtækja sem verða að Stellantis og segja þau að það sé bjartsýni, kraftur og endurnýjun sem einkenni félögin. Stellantis verður rekstrarfélag sem heldur utan um þessi vörumerki: Citroen, DS, Peugeot, Opel, Fiat, Alfa Romeo, Maserati og Jeep. Þau munu vera óbreytt og þeirra framboð mun raunar ekki breytast að minnsta kosti fyrst um sinn. Samruninn er til skoðunar hjá Evrópusambandinu. Það kvikna ýmis álitamál um samkeppni þegar svona félag verður til. Áætlað er að Stellantis verði með 34% markaðshlutdeild innan Evrópusambandsins.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent