„Óþolandi umferðarteppur við Ölfusárbrú,“ segir forseti bæjarstjórnar Árborgar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. júlí 2020 12:10 Langar biðraðir myndast á hverjum degi við Ölfusárbrú og þurfa ökumenn oft að bíða í töluverðan tíma til að komast yfir brúnna. Þá er eina ráðið að draga andann djúpt og hugsa eitthvað jákvætt. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Helgi S. Haraldsson, forseti bæjarstjórnar Árborgar segir umferðarteppu, sem myndast við Ölfusárbrú á Selfossi daglega algjörlega óþolandi. Hann vonast til að útboð vegna nýrrar brúar yfir Ölfusá fari fram í haust. Nú þegar Íslendingar eru að ferðast um landið sitt og mikil umferð er á þjóðvegum landsins skapast daglega umferðarteppa við Ölfusárbrú þegar ökumenn eru á leiðinni á Selfoss eða í gegnum bæjarfélagið. Langar raðir myndast við brúnna og getur tekið á þolinmæði ökumanna að bíða í röð. „Já, það er algjörlega óþolandi, þetta er ein umferðarteppa hérna og ekki bara á föstudögum því þetta er bara orðið á virkum dögum líka. Það eru langar biðraðir, stundum alveg upp á Hellisheiði fyrir þá sem vilja komast hér hjá á leið sinni austur á land og þeir sem eru að koma í vesturátt, þannig að það gefur auga leið að við þurfum að fá nýja brú og eigi síðar en í gær helst,“ segir Helgi S. Haraldsson, forseti bæjarstjórnar í Árborg. Helgi S. Haraldsson, forseti bæjarstjórnar Árborgar, sem segir umferðarteppunnar, sem myndast við Ölfusárbrú við Selfoss óþolandi.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Helgi segir að bæjaryfirvöld í Árborg hafi nýlega átt fund með forstjóra Vegagerðarinnar og hönnuði Vegagerðarinnar og sá fundur hafi verið mjög jákvæður. „Ef maður hefur einhvern tímann verið bjartsýnn á að það sé verið að vinna í þessum málum þá held ég að ég geti sagt það núna því að það er virkilega verið að vinna í þessu og við eigum að geta séð að ný brú verði boðið út í haust.“ En á Helgi einhver ráð til þeirra ökumanna, sem eru í biðröðinni við Ölfusárbrú alla daga yfir sumartímann? „Já, að er hægt að fara þrengslin og í gegnum Eyrarbakka, það flýtir fyrir en þeir sem eru að fara austur á bóginn, það er ekki hægt að benda þeim á að fara Lyngdalsheiðina en þeir sem eru að fara í uppsveitirnar ættu að nota Mosfellsheiði, Þingvelli og Lyngdalsheiði“. Helgi S. Haraldsson, forseti bæjarstjórnar Árborgar, sem segir umferðarteppunnar, sem myndast við Ölfusárbrú við Selfoss óþolandi. Langar biðraðir myndast á hverjum degi við Ölfusárbrú og þurfa ökumenn oft að bíða í töluverðan tíma til að komast yfir brúnna. Þá er eina ráðið að draga andann djúpt og hugsa eitthvað jákvætt. Árborg Umferð Umferðaröryggi Bílar Ný Ölfusárbrú Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Helgi S. Haraldsson, forseti bæjarstjórnar Árborgar segir umferðarteppu, sem myndast við Ölfusárbrú á Selfossi daglega algjörlega óþolandi. Hann vonast til að útboð vegna nýrrar brúar yfir Ölfusá fari fram í haust. Nú þegar Íslendingar eru að ferðast um landið sitt og mikil umferð er á þjóðvegum landsins skapast daglega umferðarteppa við Ölfusárbrú þegar ökumenn eru á leiðinni á Selfoss eða í gegnum bæjarfélagið. Langar raðir myndast við brúnna og getur tekið á þolinmæði ökumanna að bíða í röð. „Já, það er algjörlega óþolandi, þetta er ein umferðarteppa hérna og ekki bara á föstudögum því þetta er bara orðið á virkum dögum líka. Það eru langar biðraðir, stundum alveg upp á Hellisheiði fyrir þá sem vilja komast hér hjá á leið sinni austur á land og þeir sem eru að koma í vesturátt, þannig að það gefur auga leið að við þurfum að fá nýja brú og eigi síðar en í gær helst,“ segir Helgi S. Haraldsson, forseti bæjarstjórnar í Árborg. Helgi S. Haraldsson, forseti bæjarstjórnar Árborgar, sem segir umferðarteppunnar, sem myndast við Ölfusárbrú við Selfoss óþolandi.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Helgi segir að bæjaryfirvöld í Árborg hafi nýlega átt fund með forstjóra Vegagerðarinnar og hönnuði Vegagerðarinnar og sá fundur hafi verið mjög jákvæður. „Ef maður hefur einhvern tímann verið bjartsýnn á að það sé verið að vinna í þessum málum þá held ég að ég geti sagt það núna því að það er virkilega verið að vinna í þessu og við eigum að geta séð að ný brú verði boðið út í haust.“ En á Helgi einhver ráð til þeirra ökumanna, sem eru í biðröðinni við Ölfusárbrú alla daga yfir sumartímann? „Já, að er hægt að fara þrengslin og í gegnum Eyrarbakka, það flýtir fyrir en þeir sem eru að fara austur á bóginn, það er ekki hægt að benda þeim á að fara Lyngdalsheiðina en þeir sem eru að fara í uppsveitirnar ættu að nota Mosfellsheiði, Þingvelli og Lyngdalsheiði“. Helgi S. Haraldsson, forseti bæjarstjórnar Árborgar, sem segir umferðarteppunnar, sem myndast við Ölfusárbrú við Selfoss óþolandi. Langar biðraðir myndast á hverjum degi við Ölfusárbrú og þurfa ökumenn oft að bíða í töluverðan tíma til að komast yfir brúnna. Þá er eina ráðið að draga andann djúpt og hugsa eitthvað jákvætt.
Árborg Umferð Umferðaröryggi Bílar Ný Ölfusárbrú Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira