Bílar

Bílar

Nýjustu fréttir, fróðleikur og skemmtileg myndbönd sem tengjast bílum.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Færri en mark­vissari að­gerðir svo Ís­land nái lofts­lags­skuld­bindingum

Ný ríkisstjórn ætlar að leggja áherslu á færri en markvissari aðgerðir til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda nú þegar stefnir í að Ísland standist ekki alþjóðlegar skuldbindingar sínar. Loftslagsráðherra segir sláandi hversu lítið hafi verið gert til að endurheimta votlendi á ríkisjörðum í tíð fyrri ríkisstjórnar.

Innlent
Fréttamynd

Rafbílaeigendur hljóta að hafa stál­taugar

Ég horfði á líflausan símann í hendi mér. Ég var mögulega í vandræðum. Það var orðið dimmt og engin umferð. Ég fann kvíðahnútinn vaxa í maganum, þennan splunkunýja sem óreyndir rafbílaökumenn þjást af, drægnikvíðinn.

Samstarf
Fréttamynd

Hefur sala á raf­bílum hrunið?

Jaa, við skulum skoða það. Um áramótin 2023/2024 voru nokkrar breytingar gerðar á ívilnana- og gjaldakerfi sem snéru að nýskráningu og notkun rafbíla.

Skoðun
Fréttamynd

Lík­leg tölvuárás á Toyota

Tölvukerfi Toyota á Íslandi liggja niðri en talið er að árás hafi verið gerð á kerfin aðfaranótt mánudags. Unnið er að viðbrögðum í samvinnu við sérfræðinga á þessu sviði.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bóndi í Borgar­firði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kíló­metra

Á vormánuðum 2024 hafði Jómundur Ólason, sauðfjárbóndi í Borgarfirði, samband við bílaumboðið Heklu vegna Skoda Octavia bíls sem konan hans hafði keypt nýjan árið 2003. Kílómetramælir bílsins var að nálgast 1.000.000 kílómetra og var Jómundur að velta fyrir sér hvort mælirinn myndi fara aftur í núll eða hvort hann færi einfaldlega ekki lengra en í 999.999 því mælirinn er einungis með sex tölureiti.

Samstarf
Fréttamynd

Nýtt hljóð­merki bílaeigendum til ama

Það getur reynst dýrkeypt að slökkva á viðvörunarhljóðum í bílum. Nýtt hljóðmerki er mörgum til ama, en besta leiðin til að losna við það er að aka á réttum hraða.

Innlent
Fréttamynd

Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar

Níu af hverjum tíu bílum sem keyptir voru nýir í Noregi í fyrra voru rafmagnsbílar. Markmið Norðmanna er að selja eingöngu rafmagnsbíla á árinu sem er að hefjast. Formaður sambands rafmagnsbílaeigenda segir Noreg verða fyrsta ríki heimsins til að ná því markmiði að nýskrá eingöngu rafmagnsbíla.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Máttu ekki selja í stæði við Engja­veg fyrir Jóla­gesti Björg­vins

Reykjavíkurborg veitti ekki leyfi til gjaldtöku á bílastæðum við Laugardalshöll fyrir jólatónleika Björgvins Halldórssonar um helgina. Sena er því ekki lengur að selja í stæði við Engjaveg. Á vef Senu er upplýsingasíða fyrir stæðasöluna. Þar kemur fram að selt sé í tvö stæði við höllina en jafn mikið kostar í bæði stæðin, 5.990 krónur. 

Innlent
Fréttamynd

Ræða sam­runa Honda og Nissan

Forsvarsmenn bílafyrirtækjanna japönsku Honda og Nissan eiga í viðræðum um mögulegan samruna. Dregið hefur verulega úr hagnaði hjá Nissan og bæði fyrirtæki eiga í erfiðri baráttu við kínverska bílaframleiðendur sem eru að setja mark sitt á markaðinn.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Ekin niður á skóla­lóðinni en ekki komin nægjan­lega langt í náminu

Tryggingafélagið VÍS, Vátryggingafélag Íslands, hefur verið sýknað í Héraðsdómi Reykjavíkur af kröfu konu sem fór fram á að félagið myndi greiða henni tæplega 6,5 milljónir króna, auk vaxta, vegna slyss sem hún varð fyrir. Konan vildi raunar fá tæplega ellefu milljónir, en hafði þegar fengið 4,6 milljónir greiddar.

Innlent
Fréttamynd

Gæsa­húð þegar dansarar sviptu hulunni af goðsagnakenndum bíl

„Þegar við frumsýnum svona flaggskip þá tjöldum við öllu til, þetta er goðsagnakenndur bíll sem á stóran stað í hjarta margra. Okkar markmið var að skapa hughrif og tilfinningar og það tókst. Fólk fékk gæsahúð,“ segir Sigrún Ágústa Helgudóttir, vörumerkjastjóri Mercedes-Benz, en hún fékk listræna stjórnandann Stellu Rósenkranz til að hanna opnunaratriði frumsýningar Öskju á rafmögnuðum G-Class.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Ævin­týrið heldur á­fram með Discovery!

Það hafa margir skaflar verið sigraðir, vöð farin og slóðar uppgötvaðir síðan Discovery fór í fyrstu ævintýraferðirnar á Íslandi fyrir 35 árum. Allar götur síðan hefur hann verið draumajeppinn fyrir ævintýragjarnar fjölskyldur sem þurfa gott pláss, góða dráttargetu ásamt lúxus og þægindum í akstri. Við hittum Karl S. Óskarsson, sölustjóra, og fengum hann til að sýna okkur þennan reynslubolta og helstu nýjungarnar sem hann státar af.

Samstarf
Fréttamynd

Svif­ryksmengun í borginni í dag og næstu daga

Styrkur svifryks sem kemur frá bílaumferð hefur mælst hár á nokkrum stöðum í Reykjavík í dag. Búast má við áframhaldandi loftmengun næstu daga vegna umferðar, kulda og þurrks og eru borgarbúar hvattir til að draga úr notkun einkabíla.

Innlent