Nýr Citroen C4 rafbíll Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 2. júlí 2020 07:00 Nýir Citroen C4 Citroen kynnti á dögunum nýjan C4 sem mun koma sem hreinn rafbíll, auk þess að koma í bensín og dísel útgáfum. Þægindi voru sett í forgrunn þegar kom að hönnun bílsins, að sögn Citroen. Franski framleiðandinn segir að nýi bíllinn eigi að koma í staðinn fyrir C4 Cactus og rafbíllinn mun skila 134 hestöflum. Bíllinn er ögn hærri en Cactus og er ætlað að brúa bilið á milli hlaðbaka og jepplinga. Rafdrifna útgáfan verður jafnframt fyrsti rafbíll Citroen. Framkvæmdastjóri Citroen, Vincen Cobée sagði í samtali við Autocar að nýr C4 væri „gríðarlega“ mikilvægur fyrir aukna sölu Citroen í Evrópu. Í fyrra jókst sala á Citroen um 1% og seldust 830.000 nýir Citroen bílar. Innra rými í nýjum Citroen C4 „Bíllinn verður Citroen inn að beini, hönnunin, nýjungarnar og þægindin. Fyrir okkur er hann einn af þremur eða fjórum stoðum í vexti Citroen. Þessi stærðarflokkur er einn sá vinsælasti,“ sagði Cobée einnig. C4 hefur 156mm veghæð og litla yfirbyggingu fyrir framan og aftan hjól. Það á að skila sér í betri yfirsýn yfir veginn. Rafbíllinn Hinn rafknúna ë-C4 útgáfa mun skila 134 hestöflum frá 50kWh rafhlöðu. Citroen gefur upp um 330 km. drægni. Þá fer bíllinn úr kyrrstöðu og upp í 100 km/klst á 9,7 sekúndum. Bíllinn kemur með 11 kW hleðslutæki sem getur fullhlaðið bílinn á sjö og hálfum klukkustíma í heimahleðslustöð. Þá er einnig hægt að hlaða hann með 100 kW hraðhleðslutæki og ná 80% drægni á 30 mínútum. Þægindin Glussafjöðrun verður staðalbúnaður í nýjum C4 sem á að draga úr hossi og mýkja aksturinn. Þá verður bíllinn búinn ökumannsaðstoð sem nær öðru stigi sjálfvirknivæðingar. Það felur t.d. í sér snjalla hraðastillingu sem heldur jöfnu bili í næsta bíl. Stjórnborðið kemur með nýjum 10 tommu upplýsingaskjá, sem er snertiskjár. Afþreyingarkerfið mun bæði styðja Android Auto og Apple CarPlay. Vistvænir bílar Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent
Citroen kynnti á dögunum nýjan C4 sem mun koma sem hreinn rafbíll, auk þess að koma í bensín og dísel útgáfum. Þægindi voru sett í forgrunn þegar kom að hönnun bílsins, að sögn Citroen. Franski framleiðandinn segir að nýi bíllinn eigi að koma í staðinn fyrir C4 Cactus og rafbíllinn mun skila 134 hestöflum. Bíllinn er ögn hærri en Cactus og er ætlað að brúa bilið á milli hlaðbaka og jepplinga. Rafdrifna útgáfan verður jafnframt fyrsti rafbíll Citroen. Framkvæmdastjóri Citroen, Vincen Cobée sagði í samtali við Autocar að nýr C4 væri „gríðarlega“ mikilvægur fyrir aukna sölu Citroen í Evrópu. Í fyrra jókst sala á Citroen um 1% og seldust 830.000 nýir Citroen bílar. Innra rými í nýjum Citroen C4 „Bíllinn verður Citroen inn að beini, hönnunin, nýjungarnar og þægindin. Fyrir okkur er hann einn af þremur eða fjórum stoðum í vexti Citroen. Þessi stærðarflokkur er einn sá vinsælasti,“ sagði Cobée einnig. C4 hefur 156mm veghæð og litla yfirbyggingu fyrir framan og aftan hjól. Það á að skila sér í betri yfirsýn yfir veginn. Rafbíllinn Hinn rafknúna ë-C4 útgáfa mun skila 134 hestöflum frá 50kWh rafhlöðu. Citroen gefur upp um 330 km. drægni. Þá fer bíllinn úr kyrrstöðu og upp í 100 km/klst á 9,7 sekúndum. Bíllinn kemur með 11 kW hleðslutæki sem getur fullhlaðið bílinn á sjö og hálfum klukkustíma í heimahleðslustöð. Þá er einnig hægt að hlaða hann með 100 kW hraðhleðslutæki og ná 80% drægni á 30 mínútum. Þægindin Glussafjöðrun verður staðalbúnaður í nýjum C4 sem á að draga úr hossi og mýkja aksturinn. Þá verður bíllinn búinn ökumannsaðstoð sem nær öðru stigi sjálfvirknivæðingar. Það felur t.d. í sér snjalla hraðastillingu sem heldur jöfnu bili í næsta bíl. Stjórnborðið kemur með nýjum 10 tommu upplýsingaskjá, sem er snertiskjár. Afþreyingarkerfið mun bæði styðja Android Auto og Apple CarPlay.
Vistvænir bílar Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent