Nýr Citroen C4 rafbíll Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 2. júlí 2020 07:00 Nýir Citroen C4 Citroen kynnti á dögunum nýjan C4 sem mun koma sem hreinn rafbíll, auk þess að koma í bensín og dísel útgáfum. Þægindi voru sett í forgrunn þegar kom að hönnun bílsins, að sögn Citroen. Franski framleiðandinn segir að nýi bíllinn eigi að koma í staðinn fyrir C4 Cactus og rafbíllinn mun skila 134 hestöflum. Bíllinn er ögn hærri en Cactus og er ætlað að brúa bilið á milli hlaðbaka og jepplinga. Rafdrifna útgáfan verður jafnframt fyrsti rafbíll Citroen. Framkvæmdastjóri Citroen, Vincen Cobée sagði í samtali við Autocar að nýr C4 væri „gríðarlega“ mikilvægur fyrir aukna sölu Citroen í Evrópu. Í fyrra jókst sala á Citroen um 1% og seldust 830.000 nýir Citroen bílar. Innra rými í nýjum Citroen C4 „Bíllinn verður Citroen inn að beini, hönnunin, nýjungarnar og þægindin. Fyrir okkur er hann einn af þremur eða fjórum stoðum í vexti Citroen. Þessi stærðarflokkur er einn sá vinsælasti,“ sagði Cobée einnig. C4 hefur 156mm veghæð og litla yfirbyggingu fyrir framan og aftan hjól. Það á að skila sér í betri yfirsýn yfir veginn. Rafbíllinn Hinn rafknúna ë-C4 útgáfa mun skila 134 hestöflum frá 50kWh rafhlöðu. Citroen gefur upp um 330 km. drægni. Þá fer bíllinn úr kyrrstöðu og upp í 100 km/klst á 9,7 sekúndum. Bíllinn kemur með 11 kW hleðslutæki sem getur fullhlaðið bílinn á sjö og hálfum klukkustíma í heimahleðslustöð. Þá er einnig hægt að hlaða hann með 100 kW hraðhleðslutæki og ná 80% drægni á 30 mínútum. Þægindin Glussafjöðrun verður staðalbúnaður í nýjum C4 sem á að draga úr hossi og mýkja aksturinn. Þá verður bíllinn búinn ökumannsaðstoð sem nær öðru stigi sjálfvirknivæðingar. Það felur t.d. í sér snjalla hraðastillingu sem heldur jöfnu bili í næsta bíl. Stjórnborðið kemur með nýjum 10 tommu upplýsingaskjá, sem er snertiskjár. Afþreyingarkerfið mun bæði styðja Android Auto og Apple CarPlay. Vistvænir bílar Mest lesið Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Drógu Hildi aftur í land Innlent Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Innlent Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút Erlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent „Við sjáum að heimamenn eru niðurbrotnir“ Erlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Kvöldfréttir Stöðvar 2 Innlent
Citroen kynnti á dögunum nýjan C4 sem mun koma sem hreinn rafbíll, auk þess að koma í bensín og dísel útgáfum. Þægindi voru sett í forgrunn þegar kom að hönnun bílsins, að sögn Citroen. Franski framleiðandinn segir að nýi bíllinn eigi að koma í staðinn fyrir C4 Cactus og rafbíllinn mun skila 134 hestöflum. Bíllinn er ögn hærri en Cactus og er ætlað að brúa bilið á milli hlaðbaka og jepplinga. Rafdrifna útgáfan verður jafnframt fyrsti rafbíll Citroen. Framkvæmdastjóri Citroen, Vincen Cobée sagði í samtali við Autocar að nýr C4 væri „gríðarlega“ mikilvægur fyrir aukna sölu Citroen í Evrópu. Í fyrra jókst sala á Citroen um 1% og seldust 830.000 nýir Citroen bílar. Innra rými í nýjum Citroen C4 „Bíllinn verður Citroen inn að beini, hönnunin, nýjungarnar og þægindin. Fyrir okkur er hann einn af þremur eða fjórum stoðum í vexti Citroen. Þessi stærðarflokkur er einn sá vinsælasti,“ sagði Cobée einnig. C4 hefur 156mm veghæð og litla yfirbyggingu fyrir framan og aftan hjól. Það á að skila sér í betri yfirsýn yfir veginn. Rafbíllinn Hinn rafknúna ë-C4 útgáfa mun skila 134 hestöflum frá 50kWh rafhlöðu. Citroen gefur upp um 330 km. drægni. Þá fer bíllinn úr kyrrstöðu og upp í 100 km/klst á 9,7 sekúndum. Bíllinn kemur með 11 kW hleðslutæki sem getur fullhlaðið bílinn á sjö og hálfum klukkustíma í heimahleðslustöð. Þá er einnig hægt að hlaða hann með 100 kW hraðhleðslutæki og ná 80% drægni á 30 mínútum. Þægindin Glussafjöðrun verður staðalbúnaður í nýjum C4 sem á að draga úr hossi og mýkja aksturinn. Þá verður bíllinn búinn ökumannsaðstoð sem nær öðru stigi sjálfvirknivæðingar. Það felur t.d. í sér snjalla hraðastillingu sem heldur jöfnu bili í næsta bíl. Stjórnborðið kemur með nýjum 10 tommu upplýsingaskjá, sem er snertiskjár. Afþreyingarkerfið mun bæði styðja Android Auto og Apple CarPlay.
Vistvænir bílar Mest lesið Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Drógu Hildi aftur í land Innlent Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Innlent Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút Erlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent „Við sjáum að heimamenn eru niðurbrotnir“ Erlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Kvöldfréttir Stöðvar 2 Innlent