Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Samúel Karl Ólason skrifar 2. september 2025 17:33 Úkraínskir hermenn að störfum í austurhluta landsins. Getty/Diego Herrera Carcedo Úkraínumenn hyggja á umfangsmikla hernaðaruppbyggingu sem þeir vonast til að dugi til sem tryggja tilvist og sjálfstæði Úkraínu gegn Rússum í framtíðinni, og hjálpi þeim i að binda enda á núverandi innrás Rússa. Þetta gæti verið besta öryggistrygging Úkraínu, þar sem slíkar tryggingar frá Vesturlöndum virðast ekki ætla að raungerast. Trump-liðar í Bandaríkjum virðast hafa lítinn áhuga á því að styðja Úkraínumenn áfram en eru tilbúnir að selja þeim vopn og oft á kostnað Evrópuríkja, sem hafa þegar gengið verulega á fátækleg vopnabúr sín. Bakhjarlar Úkraínu í Evrópu hafa einnig fjármagnað aukna hergagnaframleiðslu í Úkraínu. Þannig eiga Úkraínumenn að geta framleitt eigin vopn sjálfir, án takmarkana varðandi notkun þeirra, og mögulega aðstoða ríki Evrópu við að fylla á vopnabúrin í framtíðinni. Sjá einnig: Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Takist að binda enda á núverandi stríð vonast Úkraínumenn til að auka hernaðarmátt sinn svo mikið að Rússar hugsi sig tvisvar um við að gera aðra tilraun í framtíðinni, samkvæmt frétt New York Times. Til marks um það sagði Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, í ágúst að Úkraína þyrfti að verða einskonar „stálbroddgöltur“ sem innrásarríki gæti ekki gleypt. Sjá einnig: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Þegar kemur að vopnakaupum frá Bandaríkjunum vonast Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sérstaklega til þess að ríki Evrópu aðstoði við kaup á Patriot-loftvarnarkerfum og flugskeytum í þau. Þau kerfi eru gífurlega mikilvæg gegn rússneskum skotflaugum. Hvort evrópskir bakhjarlar Úkraínu ráði við það er þó spurning. Bæði hvað varðar fjármagnsskort og pólitískan vilja og þá sérstaklega þegar kemur að aðstoð til lengri tíma. Úkraínumenn eiga þó fáa kosti í stöðunni en að reyna að auka og bæta varnir sínar en eitt þeirra helsta vandamál er mannekla og þar geta bakhjarlar þeirra lítið hjálpað. Friðarviðleitni Trumps hefur litlum árangri skilað hingað til, fyrir aðra en Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Hann er enn með sömu kröfurnar og áður og hefur ekki dregið úr árásum á Úkraínu. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, tekur á móti öðrum evrópskum leiðtogum og Selenskí í París á fimmtudaginn, þar sem halda á áfram viðræðum um mögulegar öryggistryggingar. Ráðamenn í Rússlandi hafa þó ítrekað sagt frá því Trump-liðar lögðu til að friður gæti verið í sjónmáli að þær tilslakanir sem hafa verið nefndar í Bandaríkjunum séu ekki raunverulega á borðinu. Enda hafa borist fregnir af því að ráðamenn í Evrópu hafi aldrei trúað því að Pútin hefði áhuga á friði. Hann hefði eingöngu verið að spila með Trump og að markmið þeirra hafi verið að spila með og vonast til þess að Trump myndi átta sig á því að Pútín væri að draga hann á asnaeyrunum. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Vladimír Pútín Bandaríkin Donald Trump Evrópusambandið NATO Frakkland Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Fleiri fréttir Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Sjá meira
Trump-liðar í Bandaríkjum virðast hafa lítinn áhuga á því að styðja Úkraínumenn áfram en eru tilbúnir að selja þeim vopn og oft á kostnað Evrópuríkja, sem hafa þegar gengið verulega á fátækleg vopnabúr sín. Bakhjarlar Úkraínu í Evrópu hafa einnig fjármagnað aukna hergagnaframleiðslu í Úkraínu. Þannig eiga Úkraínumenn að geta framleitt eigin vopn sjálfir, án takmarkana varðandi notkun þeirra, og mögulega aðstoða ríki Evrópu við að fylla á vopnabúrin í framtíðinni. Sjá einnig: Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Takist að binda enda á núverandi stríð vonast Úkraínumenn til að auka hernaðarmátt sinn svo mikið að Rússar hugsi sig tvisvar um við að gera aðra tilraun í framtíðinni, samkvæmt frétt New York Times. Til marks um það sagði Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, í ágúst að Úkraína þyrfti að verða einskonar „stálbroddgöltur“ sem innrásarríki gæti ekki gleypt. Sjá einnig: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Þegar kemur að vopnakaupum frá Bandaríkjunum vonast Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sérstaklega til þess að ríki Evrópu aðstoði við kaup á Patriot-loftvarnarkerfum og flugskeytum í þau. Þau kerfi eru gífurlega mikilvæg gegn rússneskum skotflaugum. Hvort evrópskir bakhjarlar Úkraínu ráði við það er þó spurning. Bæði hvað varðar fjármagnsskort og pólitískan vilja og þá sérstaklega þegar kemur að aðstoð til lengri tíma. Úkraínumenn eiga þó fáa kosti í stöðunni en að reyna að auka og bæta varnir sínar en eitt þeirra helsta vandamál er mannekla og þar geta bakhjarlar þeirra lítið hjálpað. Friðarviðleitni Trumps hefur litlum árangri skilað hingað til, fyrir aðra en Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Hann er enn með sömu kröfurnar og áður og hefur ekki dregið úr árásum á Úkraínu. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, tekur á móti öðrum evrópskum leiðtogum og Selenskí í París á fimmtudaginn, þar sem halda á áfram viðræðum um mögulegar öryggistryggingar. Ráðamenn í Rússlandi hafa þó ítrekað sagt frá því Trump-liðar lögðu til að friður gæti verið í sjónmáli að þær tilslakanir sem hafa verið nefndar í Bandaríkjunum séu ekki raunverulega á borðinu. Enda hafa borist fregnir af því að ráðamenn í Evrópu hafi aldrei trúað því að Pútin hefði áhuga á friði. Hann hefði eingöngu verið að spila með Trump og að markmið þeirra hafi verið að spila með og vonast til þess að Trump myndi átta sig á því að Pútín væri að draga hann á asnaeyrunum.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Vladimír Pútín Bandaríkin Donald Trump Evrópusambandið NATO Frakkland Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Fleiri fréttir Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent