Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar 5. mars 2025 10:33 Síðustu áratugi hefur stjórnmálaumræða í Evrópu þróast á þann hátt að margir leiðtogar virðast hafa misst tengslin við raunveruleikann, líkt og Don Quixote, hetjan úr hinni frægu skáldsögu eftir Cervantes, hafa þeir elt vindmyllur hugmyndafræðinnar án þess að sjá hvað raunverulega skiptir máli. Evrópa hefur gengið í gegnum breytingar sem byggja á tilfinningasemi, gjaldþrota hugmyndafræði um að reglur og meiri reglur ásamt fjölmenningu leysi allt á meðan þegnarnir, sem stjórnmál eiga fyrst og fremst að þjóna, hafa verið settir út í horn. Hugmyndafræði og raunveruleiki Don Quixote var riddari í eigin huga, sannfærður um að hann væri hetja sem myndi bjarga heiminum. Með sama hætti hafa margir evrópskir stjórnmálamenn lagt áherslu á háleitar hugmyndir án þess að íhuga afleiðingar þeirra. Þeir hafa fylgt stefnu sem byggir meira á hugmyndafræðilegum útópíum heldur en á praktískri stjórnun. Eitt helsta stefnumál evrópskra stjórnmála síðustu ár hefur verið opnun landamæra, oft undir formerkjum mannúðar. Þótt hjálp við flóttamenn og innflytjendur sé mikilvæg hefur óheft innflytjendastefna ásamt auknum álögum, boðum og bönnum á íbúa landanna leitt til vaxandi samfélagslegs klofnings, efnahagslegra erfiðleika og óöryggis í mörgum löndum. Líkt og Don Quixote sem sá ímyndaða óvini þar sem engir voru, hafa stjórnmálamenn litið á gagnrýni á þessa stefnu sem fordóma frekar en ábendingu um raunveruleg vandamál. Til að þeir sem lifa við hættu og hörmungar eygi betra líf þarf að vinna að lausn vandamálanna heima fyrir í stað þess að flytja vandann annað. Reglubinding í stað raunverulegra lausna Annar þáttur sem hefur einkennt evrópska stjórnmála- og embættismenn er þráin til að setja reglur og skilyrði um allt mögulegt undir þeim formerkjum að það eiga að bæta samfélagið en skilar svo jafnvel öfugum áhrifum. Evrópusambandið er sérstaklega þekkt fyrir þetta reglugerðaæði, þar sem skrifræði og lagafrumskógur verða til þess að almennir borgarar og fyrirtæki lenda í vandræðum. Í stað þess að hlusta á þegnana og leysa raunveruleg vandamál, eyða stjórnmála- og embættismenn orku sinni í að fullkomna reglugerðirnar sem gera lítið annað en að auka enn á flækjustigið sem dregur úr samkeppnishæfni, nýsköpun, framleiðni og framþróun. Þess vegna hefur Evrópa misst af lestinni. Gleymska á eigin þegna Á meðan stjórnmálamenn Evrópu hafa helgað sig því að búa til nýjar stefnur sem virðast siðferðislega háleitar, hefur gleymst að hlusta á þá sem þetta á allt að þjóna: almenning. Líkt og Don Quixote sem horfði fram hjá því að fólk sá hann sem kjána, hafa stjórnmálamenn oft afgreitt áhyggjur borgaranna sem öfgasjónarmið eða afturhaldsemi. Þetta hefur skilað sér í aukinni óánægju með stjórnmálakerfið, uppgangi þjóðernissinnaðra flokka og rofi milli almennings og stjórnmálamanna. Hvað er til ráða? Til að koma á jafnvægi í evrópsk stjórnmál þurfa leiðtogar að snúa aftur til veruleikans. Það þýðir að þeir verða að hlusta á borgarana, finna raunhæfar lausnir á samfélagsvandanum og hætta að setja hugmyndafræði ofar praktískum aðgerðum. Stjórnmálamenn þurfa að vera í takti við raunveruleikann og byggja störf sína á hagsmunum allra íbúa, ekki aðeins á tilfinningalegum duttlungum eða fallinni hugmyndafræði. Don Quixote var heiðarlegur í leit sinni að riddaramennsku, en það breytti því ekki að hann var fjarri raunveruleikanum. Nú er kominn tími til að evrópskir stjórnmálamenn vakni upp af sínum draumi og horfist í augu við veruleikann. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Bragi Sveinsson Miðflokkurinn Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Sjá meira
Síðustu áratugi hefur stjórnmálaumræða í Evrópu þróast á þann hátt að margir leiðtogar virðast hafa misst tengslin við raunveruleikann, líkt og Don Quixote, hetjan úr hinni frægu skáldsögu eftir Cervantes, hafa þeir elt vindmyllur hugmyndafræðinnar án þess að sjá hvað raunverulega skiptir máli. Evrópa hefur gengið í gegnum breytingar sem byggja á tilfinningasemi, gjaldþrota hugmyndafræði um að reglur og meiri reglur ásamt fjölmenningu leysi allt á meðan þegnarnir, sem stjórnmál eiga fyrst og fremst að þjóna, hafa verið settir út í horn. Hugmyndafræði og raunveruleiki Don Quixote var riddari í eigin huga, sannfærður um að hann væri hetja sem myndi bjarga heiminum. Með sama hætti hafa margir evrópskir stjórnmálamenn lagt áherslu á háleitar hugmyndir án þess að íhuga afleiðingar þeirra. Þeir hafa fylgt stefnu sem byggir meira á hugmyndafræðilegum útópíum heldur en á praktískri stjórnun. Eitt helsta stefnumál evrópskra stjórnmála síðustu ár hefur verið opnun landamæra, oft undir formerkjum mannúðar. Þótt hjálp við flóttamenn og innflytjendur sé mikilvæg hefur óheft innflytjendastefna ásamt auknum álögum, boðum og bönnum á íbúa landanna leitt til vaxandi samfélagslegs klofnings, efnahagslegra erfiðleika og óöryggis í mörgum löndum. Líkt og Don Quixote sem sá ímyndaða óvini þar sem engir voru, hafa stjórnmálamenn litið á gagnrýni á þessa stefnu sem fordóma frekar en ábendingu um raunveruleg vandamál. Til að þeir sem lifa við hættu og hörmungar eygi betra líf þarf að vinna að lausn vandamálanna heima fyrir í stað þess að flytja vandann annað. Reglubinding í stað raunverulegra lausna Annar þáttur sem hefur einkennt evrópska stjórnmála- og embættismenn er þráin til að setja reglur og skilyrði um allt mögulegt undir þeim formerkjum að það eiga að bæta samfélagið en skilar svo jafnvel öfugum áhrifum. Evrópusambandið er sérstaklega þekkt fyrir þetta reglugerðaæði, þar sem skrifræði og lagafrumskógur verða til þess að almennir borgarar og fyrirtæki lenda í vandræðum. Í stað þess að hlusta á þegnana og leysa raunveruleg vandamál, eyða stjórnmála- og embættismenn orku sinni í að fullkomna reglugerðirnar sem gera lítið annað en að auka enn á flækjustigið sem dregur úr samkeppnishæfni, nýsköpun, framleiðni og framþróun. Þess vegna hefur Evrópa misst af lestinni. Gleymska á eigin þegna Á meðan stjórnmálamenn Evrópu hafa helgað sig því að búa til nýjar stefnur sem virðast siðferðislega háleitar, hefur gleymst að hlusta á þá sem þetta á allt að þjóna: almenning. Líkt og Don Quixote sem horfði fram hjá því að fólk sá hann sem kjána, hafa stjórnmálamenn oft afgreitt áhyggjur borgaranna sem öfgasjónarmið eða afturhaldsemi. Þetta hefur skilað sér í aukinni óánægju með stjórnmálakerfið, uppgangi þjóðernissinnaðra flokka og rofi milli almennings og stjórnmálamanna. Hvað er til ráða? Til að koma á jafnvægi í evrópsk stjórnmál þurfa leiðtogar að snúa aftur til veruleikans. Það þýðir að þeir verða að hlusta á borgarana, finna raunhæfar lausnir á samfélagsvandanum og hætta að setja hugmyndafræði ofar praktískum aðgerðum. Stjórnmálamenn þurfa að vera í takti við raunveruleikann og byggja störf sína á hagsmunum allra íbúa, ekki aðeins á tilfinningalegum duttlungum eða fallinni hugmyndafræði. Don Quixote var heiðarlegur í leit sinni að riddaramennsku, en það breytti því ekki að hann var fjarri raunveruleikanum. Nú er kominn tími til að evrópskir stjórnmálamenn vakni upp af sínum draumi og horfist í augu við veruleikann. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra.
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun