Tryggjum gæði í mannvirkjaiðnaði Karólína Helga Símonardóttir skrifar 20. febrúar 2025 07:59 Íslenskt samfélag hefur löngum lagt ríka áherslu á gæði og fagmennsku í iðngreinum. Iðnmeistararéttindi eru lykilþáttur í að tryggja öryggi, fagleg vinnubrögð og réttindi bæði neytenda og iðnaðarmannanna sjálfra. Hins vegar er mikilvægt að finna jafnvægi milli þess að viðhalda þessum kröfum og að meta erlenda iðnmenntun á réttmætan hátt, þannig að hæfir erlendir iðnaðarmenn fái tækifæri til að starfa hér á landi án þess að íslensk menntun iðnmeistara verði gengisfelld. Iðnmeistararéttindi eru ekki aðeins staðfesting á færni og þekkingu einstaklings heldur einnig trygging fyrir neytendur um að þjónustan sem veitt er uppfylli viðurkennda staðla. Ef kröfur til menntunar iðnmeistara eru veiklaðar, myndi það grafa undan gæðum í mannvirkjaiðnaði og auka hættu á mistökum sem geta haft slæmar og kostnaðarsamar afleiðingar. Áskoranir við mat á erlendum iðnréttindum Íslenskur vinnumarkaður þarf á starfskröftum fólks með iðnmenntun að halda. Margir erlendir iðnaðarmenn hafa umfangsmikla reynslu og menntun sem er sambærileg við íslenskar iðngreinar. Helsta áskorunin felst í því að tryggja sanngjarnt og réttlátt mat á erlendum réttindum án þess að grafa undan íslenska kerfinu. Við verðum að tryggja að regluverkið sé skýrt og að því sé framfylgt af festu. Að þær reglur og lög sem gilda um iðnmeistara séu virt og að meistararéttindi séu veitt á grundvelli viðurkenndrar menntunar og reynslu. Til að tryggja jafnvægi milli þess að vernda íslensk iðnmeistarapróf og styðja við hæfa erlenda iðnaðarmenn mætti skoða ýmsar lausnir. Í ræðu minni á Alþingi fyrr í vikunni ræddi ég mikilvægi þess að stjórnvöld grípi til aðgerða til að styrkja fagmenntun og virði gæðakröfur í iðngreinum, sérstaklega í ljósi þeirra áskorana sem við stöndum frammi fyrir. Nú er tímabært að vinna hefjist við að skilgreina kröfur um meistararéttindi í iðngreinum, að sett verði skýr viðmið um lágmarksnámstíma og þekkingu. Til þess að auka gegnsæi og gæði í mannvirkjaiðnaði þarf einnig að setja kröfu á iðnmeistara - bæði íslenska og erlenda - um þekkingu á lögum og reglum um mannvirkjagerð og ábyrgð iðnmeistara. Tryggjum áfram gæði í mannvirkjaiðnaði Með ræðu minni vildi ég ítreka mikilvægi þess að virða iðnmeistararéttindi á Íslandi. Þau eru ein af grundvallarforsendum þess að hægt sé að tryggja öryggi og gæði í iðngreinum. Hins vegar er einnig nauðsynlegt að viðurkenna og meta hæfni erlendra iðnaðarmanna á sanngjarnan hátt. Með skýrum matsferlum, jöfnunarnámi og faglegu mati á raunverulegri reynslu er hægt að ná því jafnvægi. Vernda gæði íslenskrar iðnmenntunar án þess að loka á hæfa einstaklinga sem geta lagt mikið af mörkum til samfélagsins. Þetta er því ekki spurning um að fella úr gildi íslensk iðnréttindi eða draga úr kröfum, heldur um að skapa sanngjarnt, skilvirkt og gegnsætt kerfi sem tekur tillit til beggja sjónarmiða. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Karólína Helga Símonardóttir Byggingariðnaður Mest lesið Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Sjúklingum er mismunað – Eftir hverju eru þau að bíða? Vilborg Gunnarsdóttir Skoðun Þingmönnum ber að verja stjórnarskrána, ekki misvirða hana Arnar Þór Jónsson Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen Skoðun Af hverju ætti að verja okkur ef við endurgjöldum ekki greiðann? Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Skoðun Þingmönnum ber að verja stjórnarskrána, ekki misvirða hana Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Söguþráðurinn raknar Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Af hverju ætti að verja okkur ef við endurgjöldum ekki greiðann? Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Sjúklingum er mismunað – Eftir hverju eru þau að bíða? Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Erum við betri en ungmenni í að skilja þeirra eigin veruleika? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Réttlátari og skilvirkari úrlausnir fyrir réttarvörslukerfið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Samfélagsþjónusta á röngum forsendum Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Öryggi á Íslandi í breyttri heimsmynd Sigríður Björk Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Stækkum Skógarlund! Elsa María Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað eru strandveiðar? Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Veiðileyfagjaldið til þjóðarinnar - loksins Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Blikur á lofti í starfsemi Söngskóla Sigurðar Demetz Hallveig Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Áskoranir og tækifæri alþjóðaviðskipta á óvissutímum Hildur Árnadóttir,Pétur Þ. Óskarsson skrifar Skoðun Eldurinn og slökkvitækið Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Íslenskt samfélag hefur löngum lagt ríka áherslu á gæði og fagmennsku í iðngreinum. Iðnmeistararéttindi eru lykilþáttur í að tryggja öryggi, fagleg vinnubrögð og réttindi bæði neytenda og iðnaðarmannanna sjálfra. Hins vegar er mikilvægt að finna jafnvægi milli þess að viðhalda þessum kröfum og að meta erlenda iðnmenntun á réttmætan hátt, þannig að hæfir erlendir iðnaðarmenn fái tækifæri til að starfa hér á landi án þess að íslensk menntun iðnmeistara verði gengisfelld. Iðnmeistararéttindi eru ekki aðeins staðfesting á færni og þekkingu einstaklings heldur einnig trygging fyrir neytendur um að þjónustan sem veitt er uppfylli viðurkennda staðla. Ef kröfur til menntunar iðnmeistara eru veiklaðar, myndi það grafa undan gæðum í mannvirkjaiðnaði og auka hættu á mistökum sem geta haft slæmar og kostnaðarsamar afleiðingar. Áskoranir við mat á erlendum iðnréttindum Íslenskur vinnumarkaður þarf á starfskröftum fólks með iðnmenntun að halda. Margir erlendir iðnaðarmenn hafa umfangsmikla reynslu og menntun sem er sambærileg við íslenskar iðngreinar. Helsta áskorunin felst í því að tryggja sanngjarnt og réttlátt mat á erlendum réttindum án þess að grafa undan íslenska kerfinu. Við verðum að tryggja að regluverkið sé skýrt og að því sé framfylgt af festu. Að þær reglur og lög sem gilda um iðnmeistara séu virt og að meistararéttindi séu veitt á grundvelli viðurkenndrar menntunar og reynslu. Til að tryggja jafnvægi milli þess að vernda íslensk iðnmeistarapróf og styðja við hæfa erlenda iðnaðarmenn mætti skoða ýmsar lausnir. Í ræðu minni á Alþingi fyrr í vikunni ræddi ég mikilvægi þess að stjórnvöld grípi til aðgerða til að styrkja fagmenntun og virði gæðakröfur í iðngreinum, sérstaklega í ljósi þeirra áskorana sem við stöndum frammi fyrir. Nú er tímabært að vinna hefjist við að skilgreina kröfur um meistararéttindi í iðngreinum, að sett verði skýr viðmið um lágmarksnámstíma og þekkingu. Til þess að auka gegnsæi og gæði í mannvirkjaiðnaði þarf einnig að setja kröfu á iðnmeistara - bæði íslenska og erlenda - um þekkingu á lögum og reglum um mannvirkjagerð og ábyrgð iðnmeistara. Tryggjum áfram gæði í mannvirkjaiðnaði Með ræðu minni vildi ég ítreka mikilvægi þess að virða iðnmeistararéttindi á Íslandi. Þau eru ein af grundvallarforsendum þess að hægt sé að tryggja öryggi og gæði í iðngreinum. Hins vegar er einnig nauðsynlegt að viðurkenna og meta hæfni erlendra iðnaðarmanna á sanngjarnan hátt. Með skýrum matsferlum, jöfnunarnámi og faglegu mati á raunverulegri reynslu er hægt að ná því jafnvægi. Vernda gæði íslenskrar iðnmenntunar án þess að loka á hæfa einstaklinga sem geta lagt mikið af mörkum til samfélagsins. Þetta er því ekki spurning um að fella úr gildi íslensk iðnréttindi eða draga úr kröfum, heldur um að skapa sanngjarnt, skilvirkt og gegnsætt kerfi sem tekur tillit til beggja sjónarmiða. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson Skoðun
Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti að verja okkur ef við endurgjöldum ekki greiðann? Sigurður Loftur Thorlacius skrifar
Skoðun Réttlátari og skilvirkari úrlausnir fyrir réttarvörslukerfið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Áskoranir og tækifæri alþjóðaviðskipta á óvissutímum Hildur Árnadóttir,Pétur Þ. Óskarsson skrifar
Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson Skoðun
Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun