Ísland hóf undankeppnina með sex marka sigri á Bosníu í troðfullri Laugardalshöll. Þar var það Þorsteinn Leó Gunnarsson sem stóð uppi sem markahæsti leikmaður Íslands með 8 mörk en Viktor Gísli stóð fyrir sínu í markinu og varði 9 af þeim 27 skotum gestanna sem rötuðu á markið.
Á sunnudaginn, 10. nóvember, sóttu íslensku strákarnir svo Georgíu heim. Lauk leiknum með fimma marka sigri Íslands, 30-25.
Janus Daði Smárason fór fyrir íslenska liðinu í þeim leik með 6 mörkum og 8 stoðsendingum. Ómar Ingi Magnússon skoraði einnig 6 mörk ásamt því að gefa 3 stoðsendingar. Aftur stóð Viktor Gísli fyrir sínu í markinu en að þessu sinni varði hann 14 skot.
Skiluðu frammistöður íslenska markvarðarins honum í lið umferðarinnar að mati EHF, Handknattleikssambandi Evrópu. Sjá má eina af frábærum markvörslum Viktors Gísla í færslu EHF á Instagram hér að neðan.