Fjárveitingar til vegamála standast engan samanburð Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar 29. apríl 2024 16:01 Það er áhugavert að lesa rit það sem Samfylkingin hefur gefið út og ber yfirskriftina Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum. Ég viðurkenni að ég hef ekki náð að lesa ritið staf fyrir staf en ég staðnæmdist við þann kafla er snýr að samgöngumálum og þeirrar staðreyndar sem þar kemur fram að við Íslendingar búum við það allt frá árinu 2008 að fjárfestingar í samgönguinnviðum hér hafa verið mun lægri en í samanburðarlöndum innan OECD. Innan OECD, utan Íslands, hefur verið varið að jafnaði um 1% af vergri landsframleiðslu en að jafnaði undir 0,5% hér, fyrir utan árið 2020 þegar var sett inn viðbótarfjármagn vegna Covid-aðgerða en strax árið eftir fór línan aftur niður. Við þurfum og verðum að gera betur eins og mörgum hefur orðið tíðrætt um. Ástandið er óboðlegt víða og er Vesturland þar ofarlega á blaði án þess að ástandið sé kryddað á nokkurn hátt. Í fyrirliggjandi drögum að samgönguáætlun, a.m.k. eins og ég sá þau síðast, þá förum við á Vesturlandi ansi halloka í þeirri tillögu sem liggur fyrir og hafa t.a.m. Alþingismenn kjördæmisins fengið skýr skilaboð um það sem við á Vesturlandi leggjum áherslu á og höfum við kallað eftir fundi með þeim, ráðherra málaflokksins og fulltrúum Vegagerðarinnar, sérstaklega í þeim tilgangi að kalla eftir bráðaaðgerðum á þjóðvegum 54 (Snæfellsnesvegi) og 60 (Vestfjarðarvegi). Fyrrnefndir vegir eru nánast ónýtir svo vægt sé tekið til orða – kannski er réttast að segja handónýtir og sleppa öllum málalengingum. Mikilvægi þjóðvegar 60 hér í gegnum Dali er sívaxandi. Hér er lífæðin inn á Vestfirði, Strandir og vaxandi umferð hér um, ekki síst í formi þungaflutninga. Til þess verður að horfa þegar undirbúningur á nauðsynlegum vegabótum fer í gang. Á Vesturlandi er 14% alls vegakerfisins á landinu eða 1.845 kílómetrar af 12.901 kílómetrum ef stuðst er við tölur frá því árið 2020 en í landshlutanum búa 5% landsmanna. Ef rýnt er í samanburð á fjárframlögum til stofnvega utan höfuðborgarsvæðisins og Reykjaness, auk einstakra tengivega, kemur í ljós að í fyrirliggjandi drögum að Samgönguáætlun er á árunum 2024 til 2028 áætlaðar einungis 700 milljónir króna til framkvæmda á fyrrgreindum vegum á Vesturlandi af 44,4 milljörðum sem áætlað er að verja í stofnvegi á landsbyggðinni. Já, segi og skrifa, 700 milljónir af 44,4 milljörðum eða um 1,6% af heildinni og duga þær 700 milljónir afar skammt, nánast í metrum talið, ef horft er til þeirra framkvæmda sem nú eru í gangi. Það er heldur betur ójafnt gefið og mætti halda að hér væri um prentvillu að ræða en svo er ekki. Góðir og öruggir vegir bæta lífsskilyrði þeirra íbúa sem við þá búa og allra þeirra sem um vegina aka og er það orðið þjóðþrifamál að úrbætur verði. Dalirnir og Vestlendingar allir eiga mikið inni hjá stjórnvöldum og vegayfirvöldum til að geta talist jafnokar annarra landshluta. Það er verk að vinna til þess að fá jafnt gefið hvað gæði vega varðar á Vesturlandi í samanburði við flesta aðra landshluta og því mikilvægt að við íbúar landshlutans séum samtaka í okkar áherslum og þrýstingi á þá sem stjórna hvert fjármagn fer. Til viðbótar þurfum við sem þjóðfélag að horfa til þess hvernig á málum er haldið í nágrannalöndum sem við berum okkur saman við. Í þeim samanburði hvað varðar fjárveitingar til vegamála komum við sem þjóð mjög illa út og ef tekinn yrði samanburður á milli landshluta hér innanlands er nokkuð ljóst að rauð ljós munu kvikna snarlega hvað fjárveitingar til vegamála á Vesturlandi varðar. Aðgerða er þörf núna strax en ekki á næstu 12 ára samgönguáætlun. Björn Bjarki Þorsteinsson Sveitarstjóri í Dalabyggð Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Vegagerð Dalabyggð Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Skoðun Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Sjá meira
Það er áhugavert að lesa rit það sem Samfylkingin hefur gefið út og ber yfirskriftina Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum. Ég viðurkenni að ég hef ekki náð að lesa ritið staf fyrir staf en ég staðnæmdist við þann kafla er snýr að samgöngumálum og þeirrar staðreyndar sem þar kemur fram að við Íslendingar búum við það allt frá árinu 2008 að fjárfestingar í samgönguinnviðum hér hafa verið mun lægri en í samanburðarlöndum innan OECD. Innan OECD, utan Íslands, hefur verið varið að jafnaði um 1% af vergri landsframleiðslu en að jafnaði undir 0,5% hér, fyrir utan árið 2020 þegar var sett inn viðbótarfjármagn vegna Covid-aðgerða en strax árið eftir fór línan aftur niður. Við þurfum og verðum að gera betur eins og mörgum hefur orðið tíðrætt um. Ástandið er óboðlegt víða og er Vesturland þar ofarlega á blaði án þess að ástandið sé kryddað á nokkurn hátt. Í fyrirliggjandi drögum að samgönguáætlun, a.m.k. eins og ég sá þau síðast, þá förum við á Vesturlandi ansi halloka í þeirri tillögu sem liggur fyrir og hafa t.a.m. Alþingismenn kjördæmisins fengið skýr skilaboð um það sem við á Vesturlandi leggjum áherslu á og höfum við kallað eftir fundi með þeim, ráðherra málaflokksins og fulltrúum Vegagerðarinnar, sérstaklega í þeim tilgangi að kalla eftir bráðaaðgerðum á þjóðvegum 54 (Snæfellsnesvegi) og 60 (Vestfjarðarvegi). Fyrrnefndir vegir eru nánast ónýtir svo vægt sé tekið til orða – kannski er réttast að segja handónýtir og sleppa öllum málalengingum. Mikilvægi þjóðvegar 60 hér í gegnum Dali er sívaxandi. Hér er lífæðin inn á Vestfirði, Strandir og vaxandi umferð hér um, ekki síst í formi þungaflutninga. Til þess verður að horfa þegar undirbúningur á nauðsynlegum vegabótum fer í gang. Á Vesturlandi er 14% alls vegakerfisins á landinu eða 1.845 kílómetrar af 12.901 kílómetrum ef stuðst er við tölur frá því árið 2020 en í landshlutanum búa 5% landsmanna. Ef rýnt er í samanburð á fjárframlögum til stofnvega utan höfuðborgarsvæðisins og Reykjaness, auk einstakra tengivega, kemur í ljós að í fyrirliggjandi drögum að Samgönguáætlun er á árunum 2024 til 2028 áætlaðar einungis 700 milljónir króna til framkvæmda á fyrrgreindum vegum á Vesturlandi af 44,4 milljörðum sem áætlað er að verja í stofnvegi á landsbyggðinni. Já, segi og skrifa, 700 milljónir af 44,4 milljörðum eða um 1,6% af heildinni og duga þær 700 milljónir afar skammt, nánast í metrum talið, ef horft er til þeirra framkvæmda sem nú eru í gangi. Það er heldur betur ójafnt gefið og mætti halda að hér væri um prentvillu að ræða en svo er ekki. Góðir og öruggir vegir bæta lífsskilyrði þeirra íbúa sem við þá búa og allra þeirra sem um vegina aka og er það orðið þjóðþrifamál að úrbætur verði. Dalirnir og Vestlendingar allir eiga mikið inni hjá stjórnvöldum og vegayfirvöldum til að geta talist jafnokar annarra landshluta. Það er verk að vinna til þess að fá jafnt gefið hvað gæði vega varðar á Vesturlandi í samanburði við flesta aðra landshluta og því mikilvægt að við íbúar landshlutans séum samtaka í okkar áherslum og þrýstingi á þá sem stjórna hvert fjármagn fer. Til viðbótar þurfum við sem þjóðfélag að horfa til þess hvernig á málum er haldið í nágrannalöndum sem við berum okkur saman við. Í þeim samanburði hvað varðar fjárveitingar til vegamála komum við sem þjóð mjög illa út og ef tekinn yrði samanburður á milli landshluta hér innanlands er nokkuð ljóst að rauð ljós munu kvikna snarlega hvað fjárveitingar til vegamála á Vesturlandi varðar. Aðgerða er þörf núna strax en ekki á næstu 12 ára samgönguáætlun. Björn Bjarki Þorsteinsson Sveitarstjóri í Dalabyggð
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun