Hvað á ég að gera við Heimaklett? Skúli Gunnar Sigfússon skrifar 21. febrúar 2024 10:00 Það koma stundum upp furðumál á Íslandi sem maður skilur hvorki upp né niður í. Sum þeirra eiga það til að vekja mikla athygli sökum þess hve undarleg þau eru. Nýjasta furðufréttin er frétt um að ríkið ætli sér að þjóðnýta eyjar og sker í kringum landið. Eðli málsins samkvæmt hafa margir býsnast yfir þessum gjörningi. Hins vegar vantar alla umræðu um tilgang þessa fyrir eigendur ríkisins, þ.e. þegna þessa lands? Hvað á ég sem Íslendingur og skattgreiðandi að gera við Heimaklett í Vestmannaeyjum eða stóran hluta Grímseyjar? Er eignarhaldið að fara að skila ríkinu tekjum? Ætlar ríkið að selja ferðir á Heimaklett eða til Grímseyjar eða að stunda dúntekju á eyjum í Breiðafirði? Er eignarhaldið á þessum eyjum og skerjum að fara að leysa vandann á bráðadeild Landspítalans eða byggja hjúkrunarheimili fyrir kynslóðina sem með striti sínu lagði grunninn að þeirri velmegun sem við njótum ríkulega í dag? Er þjóðnýtingin að fara að hjálpa Grindvíkingum? Auðvitað ekki. Ef það er almennt óvissa um eignarhald á ákveðnum svæðum, færi þá ekki betur á því að láta viðkomandi sveitarfélag eiga og sjá um þessar náttúruperlur sem rætt er um í yfirtökuvegferð ríkisins? Hvað er unnið með því að ríkið verði þinglýstur eigandi þessara skerja og eyja? Verndunarsjónarmið eiga alls ekki við enda getur ríkið tekið á því með friðun og lagasetningu þótt sveitarfélög séu eigendur landsins. Forsætisráðherra hefur lýst því yfir að náttúruhamfarirnar á Suðurnesjum séu stærsta áskorun sem þjóðin hefur staðið frammi fyrir á lýðveldistímanum. Á sama tíma ákveður fjármálaráðherra að eyða orku, peningum og tíma í að þjóðnýta Heimaklett og sker í kringum landið að því er virðist án nokkurs tilgangs. Miðað við fréttaflutning af málinu þá er eins og ríkisvaldið sé á einhvers konar sjálfstýringu að vinna að þjóðnýtingu, því hvorki ráðherrann né Óbyggðanefnd vilja vera í forsvari fyrir málið. Þessi undarlegi gjörningur gefur Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur fjármálaráðherra tækifæri til að endurskoða þjóðlendulögin og draga úr ágangi hins opinbera. Hún hefur þegar boðað að ríkið eigi ekki að leita úrlausna fyrir dómstólum þó einstaklingar kunni að gera það. Það er jákvætt skref. Við eigum þó eftir að sjá það raungerast, því svo virðist sem Óbyggðanefnd fari sínu fram hvað sem líður tauti stjórnmálamanna. Höfundur er athafnamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Gunnar Sigfússon Vestmannaeyjar Jarða- og lóðamál Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það koma stundum upp furðumál á Íslandi sem maður skilur hvorki upp né niður í. Sum þeirra eiga það til að vekja mikla athygli sökum þess hve undarleg þau eru. Nýjasta furðufréttin er frétt um að ríkið ætli sér að þjóðnýta eyjar og sker í kringum landið. Eðli málsins samkvæmt hafa margir býsnast yfir þessum gjörningi. Hins vegar vantar alla umræðu um tilgang þessa fyrir eigendur ríkisins, þ.e. þegna þessa lands? Hvað á ég sem Íslendingur og skattgreiðandi að gera við Heimaklett í Vestmannaeyjum eða stóran hluta Grímseyjar? Er eignarhaldið að fara að skila ríkinu tekjum? Ætlar ríkið að selja ferðir á Heimaklett eða til Grímseyjar eða að stunda dúntekju á eyjum í Breiðafirði? Er eignarhaldið á þessum eyjum og skerjum að fara að leysa vandann á bráðadeild Landspítalans eða byggja hjúkrunarheimili fyrir kynslóðina sem með striti sínu lagði grunninn að þeirri velmegun sem við njótum ríkulega í dag? Er þjóðnýtingin að fara að hjálpa Grindvíkingum? Auðvitað ekki. Ef það er almennt óvissa um eignarhald á ákveðnum svæðum, færi þá ekki betur á því að láta viðkomandi sveitarfélag eiga og sjá um þessar náttúruperlur sem rætt er um í yfirtökuvegferð ríkisins? Hvað er unnið með því að ríkið verði þinglýstur eigandi þessara skerja og eyja? Verndunarsjónarmið eiga alls ekki við enda getur ríkið tekið á því með friðun og lagasetningu þótt sveitarfélög séu eigendur landsins. Forsætisráðherra hefur lýst því yfir að náttúruhamfarirnar á Suðurnesjum séu stærsta áskorun sem þjóðin hefur staðið frammi fyrir á lýðveldistímanum. Á sama tíma ákveður fjármálaráðherra að eyða orku, peningum og tíma í að þjóðnýta Heimaklett og sker í kringum landið að því er virðist án nokkurs tilgangs. Miðað við fréttaflutning af málinu þá er eins og ríkisvaldið sé á einhvers konar sjálfstýringu að vinna að þjóðnýtingu, því hvorki ráðherrann né Óbyggðanefnd vilja vera í forsvari fyrir málið. Þessi undarlegi gjörningur gefur Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur fjármálaráðherra tækifæri til að endurskoða þjóðlendulögin og draga úr ágangi hins opinbera. Hún hefur þegar boðað að ríkið eigi ekki að leita úrlausna fyrir dómstólum þó einstaklingar kunni að gera það. Það er jákvætt skref. Við eigum þó eftir að sjá það raungerast, því svo virðist sem Óbyggðanefnd fari sínu fram hvað sem líður tauti stjórnmálamanna. Höfundur er athafnamaður.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun