Fimm staðreyndir um heilbrigðiskerfið sem skipta máli Jóhann Páll Jóhannsson skrifar 16. ágúst 2021 07:01 Hér eru nokkur atriði sem rétt er að hafa í huga þegar ráðherrar skammast út í heilbrigðisstarfsfólk og berja sér á brjóst vegna aukinna fjárframlaga til heilbrigðismála: Sjúkrarýmum hefur fækkað jafnt og þétt miðað við íbúafjölda undanfarin ár, úr 335 á hverja 100.000 íbúa árið 2007 niður í 227 árið 2019. Þetta er ekki séríslensk þróun og skýrist m.a. af framförum í læknavísindum þar sem meðferðarúrræði færast af legudeildum yfir á dagdeildir. Staðreyndin er samt sú að rúmanýting hefur verið um og yfir 100%, bæði nú og fyrir Covid, langt umfram það sem almennt er talið ásættanlegt á bráðasjúkrahúsum í löndum sem við berum okkur saman við. Auk þess er Ísland í hópi Evrópuríkja þar sem gjörgæslurúm eru fæst miðað við mannfjölda. Um leið og sjúkrarýmum fækkaði miðað við mannfjölda hélt þjóðin áfram að eldast: landsmönnum fjölgaði um 16% milli 2007 og 2019, en þeim sem eru 65 ára og eldri fjölgaði um 42%. Hlutfall eldra fólks, hópsins sem helst þarf á sjúkrahúsþjónustu að halda, fór þannig úr 11,5% af heildaríbúafjölda upp í 14,2%. Á tímabilinu varð líka sprenging í komu ferðamanna til landsins. Árið 2007 komu 485 þúsund ferðamenn, árið 2019 meira en tvær milljónir. Þetta hefur valdið stórauknu álagi á bráðamóttöku Landspítala, sérstaklega yfir sumartímann. Þrátt fyrir breytta aldurssamsetningu og aukið álag vegna fjölgunar ferðamanna hafa raunframlög til rekstrar Landspítala miðað við íbúafjölda svo gott sem staðið í staðá kjörtímabilinu sem nú er að ljúka. Það er í takt við stefnuna sem var mörkuð í árdaga stjórnarsamstarfsins. Samhliða þessari þróun hefur uppbygging hjúkrunarrýma og annarra úrræða fyrir eldri borgara setið á hakanum með þeim afleiðingum að fjöldi fólks með gilt færni- og heilsumat þarf að dvelja langdvölum á hátæknisjúkrahúsi af því það vantar pláss á hjúkrunarheimili. Árið 2019 biðu alls 210 einstaklingar á legudeildum spítalans eftir útskriftarúrræði í að meðaltali 96 daga og enn fleiri þurftu að bíða árið eftir. Þetta er vont fyrir fólkið og vond nýting á fjármagni. Um leið er rekstur hjúkrunarheimila vanfjármagnaður og fæst þeirra uppfylla lágmarksviðmið landlæknisembættisins um fjölda umönnunarklukkustunda á hvern íbúa og hlutfall hjúkrunarfræðinga og faglærðs starfsfólks af heildarfjölda í umönnun. Næsta ríkisstjórn verður að setja styrkingu heilbrigðiskerfisins í forgang: ráðast skipulega að rótum útskriftarvandans með markvissri fjölgun hjúkrunarrýma, fjölbreyttari búsetuúrræðum og aukinni heimahjúkrun en jafnframt leita allra leiða til að bæta starfsaðstæður og gera eftirsóknarvert fyrir heilbrigðisstarfsfólk að vinna á Íslandi. Þetta er ekki einfalt verkefni; það krefst samhæfingar margra ráðuneyta og stofnana, það tekur tíma og kostar peninga. En þetta er hægt – með samstíga ríkisstjórn og breyttri forgangsröðun við stjórn landsins. Höfundur skipar 2. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingiskosningar 2021 Jóhann Páll Jóhannsson Heilbrigðismál Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Skoðun Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Sjá meira
Hér eru nokkur atriði sem rétt er að hafa í huga þegar ráðherrar skammast út í heilbrigðisstarfsfólk og berja sér á brjóst vegna aukinna fjárframlaga til heilbrigðismála: Sjúkrarýmum hefur fækkað jafnt og þétt miðað við íbúafjölda undanfarin ár, úr 335 á hverja 100.000 íbúa árið 2007 niður í 227 árið 2019. Þetta er ekki séríslensk þróun og skýrist m.a. af framförum í læknavísindum þar sem meðferðarúrræði færast af legudeildum yfir á dagdeildir. Staðreyndin er samt sú að rúmanýting hefur verið um og yfir 100%, bæði nú og fyrir Covid, langt umfram það sem almennt er talið ásættanlegt á bráðasjúkrahúsum í löndum sem við berum okkur saman við. Auk þess er Ísland í hópi Evrópuríkja þar sem gjörgæslurúm eru fæst miðað við mannfjölda. Um leið og sjúkrarýmum fækkaði miðað við mannfjölda hélt þjóðin áfram að eldast: landsmönnum fjölgaði um 16% milli 2007 og 2019, en þeim sem eru 65 ára og eldri fjölgaði um 42%. Hlutfall eldra fólks, hópsins sem helst þarf á sjúkrahúsþjónustu að halda, fór þannig úr 11,5% af heildaríbúafjölda upp í 14,2%. Á tímabilinu varð líka sprenging í komu ferðamanna til landsins. Árið 2007 komu 485 þúsund ferðamenn, árið 2019 meira en tvær milljónir. Þetta hefur valdið stórauknu álagi á bráðamóttöku Landspítala, sérstaklega yfir sumartímann. Þrátt fyrir breytta aldurssamsetningu og aukið álag vegna fjölgunar ferðamanna hafa raunframlög til rekstrar Landspítala miðað við íbúafjölda svo gott sem staðið í staðá kjörtímabilinu sem nú er að ljúka. Það er í takt við stefnuna sem var mörkuð í árdaga stjórnarsamstarfsins. Samhliða þessari þróun hefur uppbygging hjúkrunarrýma og annarra úrræða fyrir eldri borgara setið á hakanum með þeim afleiðingum að fjöldi fólks með gilt færni- og heilsumat þarf að dvelja langdvölum á hátæknisjúkrahúsi af því það vantar pláss á hjúkrunarheimili. Árið 2019 biðu alls 210 einstaklingar á legudeildum spítalans eftir útskriftarúrræði í að meðaltali 96 daga og enn fleiri þurftu að bíða árið eftir. Þetta er vont fyrir fólkið og vond nýting á fjármagni. Um leið er rekstur hjúkrunarheimila vanfjármagnaður og fæst þeirra uppfylla lágmarksviðmið landlæknisembættisins um fjölda umönnunarklukkustunda á hvern íbúa og hlutfall hjúkrunarfræðinga og faglærðs starfsfólks af heildarfjölda í umönnun. Næsta ríkisstjórn verður að setja styrkingu heilbrigðiskerfisins í forgang: ráðast skipulega að rótum útskriftarvandans með markvissri fjölgun hjúkrunarrýma, fjölbreyttari búsetuúrræðum og aukinni heimahjúkrun en jafnframt leita allra leiða til að bæta starfsaðstæður og gera eftirsóknarvert fyrir heilbrigðisstarfsfólk að vinna á Íslandi. Þetta er ekki einfalt verkefni; það krefst samhæfingar margra ráðuneyta og stofnana, það tekur tíma og kostar peninga. En þetta er hægt – með samstíga ríkisstjórn og breyttri forgangsröðun við stjórn landsins. Höfundur skipar 2. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar