Starfsvettvangur barnanna okkar er ekki til í dag Bryndís Haraldsdóttir skrifar 1. júní 2021 13:32 Mörg af stærstu fyrirtækjum dagsins í dag voru ekki til fyrir 10 árum en það eru m.a. fyrirtæki á sviði tækni og stafrænna lausna. Miklar líkur eru á að starfsvettvangur barna okkar í framtíðinni sé ekki til í dag. Hraðar tækninýjungar og breytt viðhorf eru að valda miklum þjóðfélagsbreytingum. Við þurfum að tileinka okkur þessar breytingar og stjórnvöld þurfa að greiða fyrir þessum breytingum, bæði í atvinnulífinu og menntakerfinu. Atvinnulífið þarf auk þess að huga að auknu samstarfi, því þrátt fyrir samkeppni geta fyrirtæki unnið saman að stærri verkefnum eins og rannsókna- og þróunarverkefnum og þannig bætt samkeppnishæfni sína á alþjóðavísu. Gott dæmi um slíkt má sjá í t.d. sjávarútvegs, ál- ferða- og jarðhita klösunum. Atvinnulífið þarf að sýna metnað í samfélagslegri nýsköpun þar sem hugað er að hagsmunum samfélagsins og þar með fyrirtækisins til lengri tíma litið. Atvinnulíf er ekki eyland Íslenskt atvinnulíf er ekki eyland og þaðan af síður nýsköpun, rannsóknir þróun og fjármögnun þess. Íslenskt atvinnulíf þarf á því að halda að hafa góðan aðgang að stærri mörkuðum bæði þegar kemur að því að selja afurðir sínar en einnig þegar kemur að rannsóknar- og þróunar samstarfi svo og fjármögnun nýsköpunarverkefna. Stjórnvöld þurfa að tryggja að þessi aðgangur sé til staðar t.d í gegnum EES samninginn en einnig með fríverslunarsamningum og samstarfi við aðra heimshluta. Greinar sem byggja á óþrjótandi hugarafli Til framtíðar þurfum við að tryggja meiri fjölbreytileika í íslensku atvinnulíf, efnahagur okkar má aldrei ráðast af afkomu eins fyrirtækis eða einnar atvinnugreinar. Nauðsynlegt er að horfa til greina sem ekki nýta náttúruauðlindir heldur greinar sem fyrst og fremst byggja á hinu óþrjótandi hugarafli. Það geta verið tölvuleikir, líftækni, örtækni, hönnun eða eitthvað allt annað jafnvel eitthvað sem við höfum ekki hugmyndaflug í í dag. Við skulum muna að stærstu fyrirtæki heims voru vart til fyrir 10 árum. Fjórða iðnbyltingin er í fullu fjöri og við Íslendingar eigum og ætlum að vera með í því fjöri. Stuðningur við nýsköpunarfyrirtæki Alþingi samþykkti á árinu aukinn stuðning við nýsköpunarfyrirtæki. Annars vegar er um að ræða framlengingu og einföldun skilyrða til skattaívilnunar vegna hlutabréfakaupa í nýsköpunarfyrirtækjum. En sú aðgerð ætti að auðvelda nýsköpunarfyrirtækjum að auka hlutafé og efla rekstur sinn. Hins vegar er um að ræða umtalsverða hækkun viðmiðunarfjárhæða skattafrádráttar eða endurgreiðslna vegna rannsóknar- og þróunarkostnaðar. Nýsköpunarstefna hefur verið samþykkt. Stofnaður hefur verið vísissjóðurinn Kría sem auðvelda á sprotafyrirtækjum fjármögnun. Allar þessi aðgerð ætti að hvetja enn frekar til fjárfestingar í rannsóknum, tækniþróun og nýsköpun í íslensku atvinnulífi. Ég vil halda áfram á þessari braut og koma okkur yfir erfiðleikana í efnahagslífinu með því að greiða veg og vanda nýsköpunar á Íslandi. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi býður sig fram í 2. sætið í komandi prófkjöri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Haraldsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Nýsköpun Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Sjá meira
Mörg af stærstu fyrirtækjum dagsins í dag voru ekki til fyrir 10 árum en það eru m.a. fyrirtæki á sviði tækni og stafrænna lausna. Miklar líkur eru á að starfsvettvangur barna okkar í framtíðinni sé ekki til í dag. Hraðar tækninýjungar og breytt viðhorf eru að valda miklum þjóðfélagsbreytingum. Við þurfum að tileinka okkur þessar breytingar og stjórnvöld þurfa að greiða fyrir þessum breytingum, bæði í atvinnulífinu og menntakerfinu. Atvinnulífið þarf auk þess að huga að auknu samstarfi, því þrátt fyrir samkeppni geta fyrirtæki unnið saman að stærri verkefnum eins og rannsókna- og þróunarverkefnum og þannig bætt samkeppnishæfni sína á alþjóðavísu. Gott dæmi um slíkt má sjá í t.d. sjávarútvegs, ál- ferða- og jarðhita klösunum. Atvinnulífið þarf að sýna metnað í samfélagslegri nýsköpun þar sem hugað er að hagsmunum samfélagsins og þar með fyrirtækisins til lengri tíma litið. Atvinnulíf er ekki eyland Íslenskt atvinnulíf er ekki eyland og þaðan af síður nýsköpun, rannsóknir þróun og fjármögnun þess. Íslenskt atvinnulíf þarf á því að halda að hafa góðan aðgang að stærri mörkuðum bæði þegar kemur að því að selja afurðir sínar en einnig þegar kemur að rannsóknar- og þróunar samstarfi svo og fjármögnun nýsköpunarverkefna. Stjórnvöld þurfa að tryggja að þessi aðgangur sé til staðar t.d í gegnum EES samninginn en einnig með fríverslunarsamningum og samstarfi við aðra heimshluta. Greinar sem byggja á óþrjótandi hugarafli Til framtíðar þurfum við að tryggja meiri fjölbreytileika í íslensku atvinnulíf, efnahagur okkar má aldrei ráðast af afkomu eins fyrirtækis eða einnar atvinnugreinar. Nauðsynlegt er að horfa til greina sem ekki nýta náttúruauðlindir heldur greinar sem fyrst og fremst byggja á hinu óþrjótandi hugarafli. Það geta verið tölvuleikir, líftækni, örtækni, hönnun eða eitthvað allt annað jafnvel eitthvað sem við höfum ekki hugmyndaflug í í dag. Við skulum muna að stærstu fyrirtæki heims voru vart til fyrir 10 árum. Fjórða iðnbyltingin er í fullu fjöri og við Íslendingar eigum og ætlum að vera með í því fjöri. Stuðningur við nýsköpunarfyrirtæki Alþingi samþykkti á árinu aukinn stuðning við nýsköpunarfyrirtæki. Annars vegar er um að ræða framlengingu og einföldun skilyrða til skattaívilnunar vegna hlutabréfakaupa í nýsköpunarfyrirtækjum. En sú aðgerð ætti að auðvelda nýsköpunarfyrirtækjum að auka hlutafé og efla rekstur sinn. Hins vegar er um að ræða umtalsverða hækkun viðmiðunarfjárhæða skattafrádráttar eða endurgreiðslna vegna rannsóknar- og þróunarkostnaðar. Nýsköpunarstefna hefur verið samþykkt. Stofnaður hefur verið vísissjóðurinn Kría sem auðvelda á sprotafyrirtækjum fjármögnun. Allar þessi aðgerð ætti að hvetja enn frekar til fjárfestingar í rannsóknum, tækniþróun og nýsköpun í íslensku atvinnulífi. Ég vil halda áfram á þessari braut og koma okkur yfir erfiðleikana í efnahagslífinu með því að greiða veg og vanda nýsköpunar á Íslandi. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi býður sig fram í 2. sætið í komandi prófkjöri.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun