Löggjafinn og Skatturinn ganga af foreldrastarfi dauðu Bryndís Jónsdóttir og Sigríður Björk Einarsdóttir skrifar 28. febrúar 2020 08:30 Á síðustu dögum hefur síminn ekki stoppað hjá þjónustuskrifstofu Heimilis og skóla, Landssamtaka foreldra og SAMFOK, samtaka foreldra grunnskólabarna í Reykjavík vegna tilmæla Skattsins um að skrá raunverulega eigendur allra fyrirtækja. Foreldrafélög eins og mörg önnur félagasamtök hafa í raun ekki haft neina hugmynd um að þetta ætti við um félög sem byggja starf sitt á sjálfboðaliðum og eru ekki í atvinnurekstri. Fyrir tilviljun spurðist út í byrjun vikunnar að svo væri en engar tilkynningar eða tölvupóstar bárust félögunum formlega um þetta. Misvísandi svör Erfitt hefur reynst að fá skilmerkileg svör frá RSK um hvað það felur í sér að skrá einstakling sem „eiganda foreldrafélags“. Miðað við þann þunga sem er í tilmælum um að ljúka skráningu fyrir helgi má ætla að skráningunni fylgi einhvers konar ábyrgð en það hefur þó ekki verið gefið upp. Upplýsingagjöf hefur í raun ekki verið nein og svör við spurningum óskýr og loðin. Margir úr okkar röðum hafa sett sig í samband við Skattinn og beðið um upplýsingar t.d. varðandi kostnað vegna skráningarinnar og endurnýjana á skráningum, ábyrgð einstaklinganna sem skráðir verða, hvort þettar „eignarhald“ muni birtast á skattaskýrslum, hvað á að gera ef einstaklingur getur ekki afskráð sig ef félagið verður óvirkt um tíma og enginn annar tekur við ábyrgðinni. Ýmislegt fleira hefur komið upp en svörin frá Skattinum eru jafn misjöfn og þau eru mörg og erfitt að vita hver þeirra eru rétt. Margir formenn foreldrafélaga eru uggandi, hafa áhyggjur af því að þessi skráning muni koma aftan að þeim og treysta því ekki að skráningin hafi ekki afleiðingar fyrir þá persónulega. Hver á foreldrafélög? Foreldrafélög eru lögbundin og skólastjórar eru ábyrgir fyrir stofnun þeirra. Allir foreldrar barna í viðkomandi skóla eru sjálfkrafa félagar. Hverjir geta í raun og veru „átt“ foreldrafélag? Í lögunum kemur fram að stofnanir og fyrirtæki í eigu ríkis og sveitarfélaga séu undanþegin þessari skráningu. Eðlilegt væri að foreldra- og nemendafélög leik- og grunn- og framhaldsskóla væru einnig undanþegin enda eru þau stofnuð við tiltekna skóla, eiga lögheimili og verða ekki aðskilin þeim skólum. Þau eru eign skólasamfélagsins ekki tiltekinna einstaklinga sem bera ábyrgð á að leiða mikilvægt foreldra- og forvarnarstarf hverju sinni. Íþyngjandi fyrir sjálfboðaliða Ætlar Skatturinn virkilega að ganga svo hart fram gegn samtökum og félögum sem vinna í sjálfboðastarfi að almannahagsmunum að á þau verði lagðar dagsektir um leið og frestur rennur út á næsta sunnudag? Þessi gjörningur snertir tæplega fimm hundruð foreldrafélög í leik-, grunn- og framhaldsskólum um allt land. Er ætlast til þess að foreldrar sem buðu sig fram til að vinna í sjálfboðavinnu að því að efla samstarf heimilis og skóla taki á sig ábyrgð og vinnu við að skrá sig sem eigendur félags hjá skattayfirvöldum án útskýringa og undir hótunum um dagsektir sé það ekki gert nú þegar? Að auki vegna skorts á upplýsingagjöf ber þetta mjög brátt að en forsvarsmenn foreldrafélaganna eru almennt í fullri vinnu og eiga margir börn sem sækja ekki skóla vegna verkfalla og tímasetningin því afleit. Við óttumst að þessar kvaðir muni hafa ófyrirséðar afleiðingar á þetta dýrmæta starf og mögulega ganga af foreldrastarfi dauðu. Þetta er ekki það sem fólk bauð sig fram í og þetta er ekki boðlegt. Bryndís er verkefnastjóri hjá Heimili og skóla og Sigríður Björk er framkvæmdastjóri SAMFOK. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Ísland á gráum lista FATF Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Á síðustu dögum hefur síminn ekki stoppað hjá þjónustuskrifstofu Heimilis og skóla, Landssamtaka foreldra og SAMFOK, samtaka foreldra grunnskólabarna í Reykjavík vegna tilmæla Skattsins um að skrá raunverulega eigendur allra fyrirtækja. Foreldrafélög eins og mörg önnur félagasamtök hafa í raun ekki haft neina hugmynd um að þetta ætti við um félög sem byggja starf sitt á sjálfboðaliðum og eru ekki í atvinnurekstri. Fyrir tilviljun spurðist út í byrjun vikunnar að svo væri en engar tilkynningar eða tölvupóstar bárust félögunum formlega um þetta. Misvísandi svör Erfitt hefur reynst að fá skilmerkileg svör frá RSK um hvað það felur í sér að skrá einstakling sem „eiganda foreldrafélags“. Miðað við þann þunga sem er í tilmælum um að ljúka skráningu fyrir helgi má ætla að skráningunni fylgi einhvers konar ábyrgð en það hefur þó ekki verið gefið upp. Upplýsingagjöf hefur í raun ekki verið nein og svör við spurningum óskýr og loðin. Margir úr okkar röðum hafa sett sig í samband við Skattinn og beðið um upplýsingar t.d. varðandi kostnað vegna skráningarinnar og endurnýjana á skráningum, ábyrgð einstaklinganna sem skráðir verða, hvort þettar „eignarhald“ muni birtast á skattaskýrslum, hvað á að gera ef einstaklingur getur ekki afskráð sig ef félagið verður óvirkt um tíma og enginn annar tekur við ábyrgðinni. Ýmislegt fleira hefur komið upp en svörin frá Skattinum eru jafn misjöfn og þau eru mörg og erfitt að vita hver þeirra eru rétt. Margir formenn foreldrafélaga eru uggandi, hafa áhyggjur af því að þessi skráning muni koma aftan að þeim og treysta því ekki að skráningin hafi ekki afleiðingar fyrir þá persónulega. Hver á foreldrafélög? Foreldrafélög eru lögbundin og skólastjórar eru ábyrgir fyrir stofnun þeirra. Allir foreldrar barna í viðkomandi skóla eru sjálfkrafa félagar. Hverjir geta í raun og veru „átt“ foreldrafélag? Í lögunum kemur fram að stofnanir og fyrirtæki í eigu ríkis og sveitarfélaga séu undanþegin þessari skráningu. Eðlilegt væri að foreldra- og nemendafélög leik- og grunn- og framhaldsskóla væru einnig undanþegin enda eru þau stofnuð við tiltekna skóla, eiga lögheimili og verða ekki aðskilin þeim skólum. Þau eru eign skólasamfélagsins ekki tiltekinna einstaklinga sem bera ábyrgð á að leiða mikilvægt foreldra- og forvarnarstarf hverju sinni. Íþyngjandi fyrir sjálfboðaliða Ætlar Skatturinn virkilega að ganga svo hart fram gegn samtökum og félögum sem vinna í sjálfboðastarfi að almannahagsmunum að á þau verði lagðar dagsektir um leið og frestur rennur út á næsta sunnudag? Þessi gjörningur snertir tæplega fimm hundruð foreldrafélög í leik-, grunn- og framhaldsskólum um allt land. Er ætlast til þess að foreldrar sem buðu sig fram til að vinna í sjálfboðavinnu að því að efla samstarf heimilis og skóla taki á sig ábyrgð og vinnu við að skrá sig sem eigendur félags hjá skattayfirvöldum án útskýringa og undir hótunum um dagsektir sé það ekki gert nú þegar? Að auki vegna skorts á upplýsingagjöf ber þetta mjög brátt að en forsvarsmenn foreldrafélaganna eru almennt í fullri vinnu og eiga margir börn sem sækja ekki skóla vegna verkfalla og tímasetningin því afleit. Við óttumst að þessar kvaðir muni hafa ófyrirséðar afleiðingar á þetta dýrmæta starf og mögulega ganga af foreldrastarfi dauðu. Þetta er ekki það sem fólk bauð sig fram í og þetta er ekki boðlegt. Bryndís er verkefnastjóri hjá Heimili og skóla og Sigríður Björk er framkvæmdastjóri SAMFOK.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun