Trump skipar fyrirtækjum að slíta tengslum við TikTok Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. ágúst 2020 07:39 Trump hefur skrifað undir tilskipun sem ætlað er að koma höggi á kínversku samskiptamiðlana TikTok og WeChat. Getty/Alex Wong/Avishek Das Donald Trump Bandaríkjaforseti skrifað undir tilskipun sem ætlað er að koma höggi á kínversku samskiptamiðlana TikTok og WeChat. Um er að ræða vinsælustu miðla Kína en TikTok er einnig gríðarlega vinsæll á vesturlöndum, ekki síst hjá ungu fólki. Samkvæmt tilskipuninni fá bandarísk fyrirtæki 45 daga frest til þess að hætta alfarið öllum viðskiptum við miðlana. Tölvurisinn Microsoft er einmitt í viðræðum við eigendur TikTok um kaup á forritinu og Trump hefur krafist þess að þeim viðræðum verði lokið fyrir fimmtánda september. Þetta er enn eitt skrefið í stríði bandarískra stjórnvalda við kínversk en í gær var einnig greint frá því að bandarísk yfirvöld leggja til að öllum kínverskum fyrirtækjum sem skráð eru á bandarískan hlutabréfamarkað verði gert að afskrá sig, nema þau opni bókhald sitt fyrir bandarískum eftirlitsaðilum. Trump heldur því fram að með upplýsingasöfnun TikTok geti kínversk yfirvöld fylgst með starfsmönnum Bandaríska ríkisins og safnað persónulegum upplýsingum sem geti verið notaðar til þess að beita þá fjárkúgunum, eða kúgað starfsmennina til njósna. Samfélagsmiðlar Bandaríkin Donald Trump Kína Tækni TikTok Tengdar fréttir Segir að Bandaríkin ættu að fá hluta af TikTok-sölunni Donald Trump Bandaríkjaforseti telur að ríkisstjórn Bandaríkjanna ætti að fá hlut af mögulegri sölu kínverska fyrirtækisins ByteDance á samskiptamiðlinum TikTok til Microsoft, ef af henni verður. 4. ágúst 2020 07:34 Microsoft heldur áfram viðræðum um kaup á TikTok Bandaríski tæknirisinn Microsoft hefur staðfest að hann muni áfram eiga í viðræðum við fyrirtækið ByteDance, sem á samskiptamiðilinn TikTok, um kaup þess fyrrnefnda á bandaríska hluta miðilsins. 3. ágúst 2020 08:12 TikTok svarar Trump: „Við erum ekki á förum“ Vanessa Pappas, framkvæmdastjóri TikTok í Bandaríkjunum, segir fyrirtækið vinna að því að gera samfélagsmiðilinn eins öruggan og mögulegt er. 1. ágúst 2020 16:12 Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Fleiri fréttir Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti skrifað undir tilskipun sem ætlað er að koma höggi á kínversku samskiptamiðlana TikTok og WeChat. Um er að ræða vinsælustu miðla Kína en TikTok er einnig gríðarlega vinsæll á vesturlöndum, ekki síst hjá ungu fólki. Samkvæmt tilskipuninni fá bandarísk fyrirtæki 45 daga frest til þess að hætta alfarið öllum viðskiptum við miðlana. Tölvurisinn Microsoft er einmitt í viðræðum við eigendur TikTok um kaup á forritinu og Trump hefur krafist þess að þeim viðræðum verði lokið fyrir fimmtánda september. Þetta er enn eitt skrefið í stríði bandarískra stjórnvalda við kínversk en í gær var einnig greint frá því að bandarísk yfirvöld leggja til að öllum kínverskum fyrirtækjum sem skráð eru á bandarískan hlutabréfamarkað verði gert að afskrá sig, nema þau opni bókhald sitt fyrir bandarískum eftirlitsaðilum. Trump heldur því fram að með upplýsingasöfnun TikTok geti kínversk yfirvöld fylgst með starfsmönnum Bandaríska ríkisins og safnað persónulegum upplýsingum sem geti verið notaðar til þess að beita þá fjárkúgunum, eða kúgað starfsmennina til njósna.
Samfélagsmiðlar Bandaríkin Donald Trump Kína Tækni TikTok Tengdar fréttir Segir að Bandaríkin ættu að fá hluta af TikTok-sölunni Donald Trump Bandaríkjaforseti telur að ríkisstjórn Bandaríkjanna ætti að fá hlut af mögulegri sölu kínverska fyrirtækisins ByteDance á samskiptamiðlinum TikTok til Microsoft, ef af henni verður. 4. ágúst 2020 07:34 Microsoft heldur áfram viðræðum um kaup á TikTok Bandaríski tæknirisinn Microsoft hefur staðfest að hann muni áfram eiga í viðræðum við fyrirtækið ByteDance, sem á samskiptamiðilinn TikTok, um kaup þess fyrrnefnda á bandaríska hluta miðilsins. 3. ágúst 2020 08:12 TikTok svarar Trump: „Við erum ekki á förum“ Vanessa Pappas, framkvæmdastjóri TikTok í Bandaríkjunum, segir fyrirtækið vinna að því að gera samfélagsmiðilinn eins öruggan og mögulegt er. 1. ágúst 2020 16:12 Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Fleiri fréttir Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Sjá meira
Segir að Bandaríkin ættu að fá hluta af TikTok-sölunni Donald Trump Bandaríkjaforseti telur að ríkisstjórn Bandaríkjanna ætti að fá hlut af mögulegri sölu kínverska fyrirtækisins ByteDance á samskiptamiðlinum TikTok til Microsoft, ef af henni verður. 4. ágúst 2020 07:34
Microsoft heldur áfram viðræðum um kaup á TikTok Bandaríski tæknirisinn Microsoft hefur staðfest að hann muni áfram eiga í viðræðum við fyrirtækið ByteDance, sem á samskiptamiðilinn TikTok, um kaup þess fyrrnefnda á bandaríska hluta miðilsins. 3. ágúst 2020 08:12
TikTok svarar Trump: „Við erum ekki á förum“ Vanessa Pappas, framkvæmdastjóri TikTok í Bandaríkjunum, segir fyrirtækið vinna að því að gera samfélagsmiðilinn eins öruggan og mögulegt er. 1. ágúst 2020 16:12