Bílastæðahús í útboð Valgerður Sigurðardóttir skrifar 3. desember 2019 12:30 Bílastæðasjóður rekur sjö bílastæðahús í miðborg Reykjavíkur með 1140 bílastæðum. Á fundi borgarstjórnar í dag mun ég leggja það til fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins að bjóða út rekstur þriggja húsa sjóðsins. Bílastæðasjóður ætti að einbeita sér áfram að gjaldtöku meðfram götum (e. On street parking) en láta aðra um rekstur hluta bílastæðahúsanna (e. Off street parking). Á fundi borgarstjórnar þann 5. febrúar á síðasta ári var samþykkt að borgarstjórn myndi fela umhverfis- og skipulagssviði, í samráði við Bílastæðasjóð, að skoða bestu leiðir varðandi rekstur þeirra sjö bílastæðahúsa sem sjóðurinn rekur í miðborg Reykjavíkur, þar með talið rekstrarútboð, með það fyrir augum að bæta nýtingu, efla þjónustu og auka hagkvæmni. Einnig var lagt til að rýna fyrirkomulag rekstrarins út frá markmiðum borgarinnar varðandi stýringu bílastæða, bætta nýtingu borgarrýmis, bílastæðastefnu og stefnu aðalskipulags. Sviðið átti að skila tillögum til skipulags- og samgönguráðs fyrir 1. ágúst 2019.Rýmri heimildir skapa tækifæri Ekkert hefur komið út úr þeirri vinnu, þrátt fyrir að tillagan hafi verið samþykkt, og því telja fulltrúar Sjálfstæðisflokks æskilegt að farið verði í rekstrarútboð fyrir þrjú af þeim sjö bílastæðahúsum sem Reykjavíkurborg rekur í dag. Rekstur þessa húsa verði boðinn út eigi síðan en 1. febrúar 2020. Þannig mætti bæta þjónustu við þá sem nýta þjónustu bílastæðahúsanna. Enda hafa einkaaðilar meiri möguleika á því að hafa sveigjanlegan opnunartíma á þeim húsum sem færu í útboð. Þar með væri einnig hægt að auka þjónustu við notendur bílastæðahúsa, ásamt því að skila meiri hagnaði til borgarinnar. Því ætti það að vera auðvelt fyrir flokkana í meirihlutanum að samþykkja þessa framhaldstillögu.Auknir tekjumöguleikar Þessi tillaga er ekki kominn til vegna þess að að bílastæðahúsin séu illa rekin í dag heldur vegna þess að tækifærin eru mun meiri fyrir aðra rekstraraðila en Bílastæðasjóð. Það skýrist fyrst og fremst af ströngum reglum sem Bílastæðasjóður þarf að vinna eftir í dag. Þannig yrði sveigjanleikinn í rekstrinum, t.d. hvað varðar opnunartíma, þjónustustig, bætta nýtingu á stæðum og fleira, mun meiri hjá einkaaðilum. Við vitum að Bílastæðasjóður er vel rekinn innan þess regluramma sem honum er gert að vinna eftir í dag. Því er hægt með útvistun á þremur bílastæðahúsum að afla meiri tekna fyrir Reykjavíkurborg. Það væri hagur þeirra sem myndu taka að sér rekstur bílastæðahúsanna að bæta nýtingu þeirra og auka þjónustu. Þrif og rekstur bílastæðahúsanna myndu einnig vera í höndum leigutaka. Það er vel þekkt í öðrum löndum að rekstur bílastæðahúsa sé leigður út til einkaaðila. Árið 1931 var í Bretlandi stofnað félag sem enn í dag sinnir þessum rekstri en hann nær yfir 150 þúsund stæði í yfir 500 bílastæðahúsum víða í Bretlandi. Hér er því ekki verið að finna upp hjólið og auðvelt að horfa til fordæma frá öðrum löndum við tæknileg úrlausnarefni. Rekstrarútboð á þessum þremur húsum myndi því verða til hagsbóta fyrir notendur þessara bílastæðahúsa og Reykjavíkurborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bílar Reykjavík Valgerður Sigurðardóttir Mest lesið Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Þegar raunveruleikinn er forritaður Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Valentínus Árni Már Jensson skrifar Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar Skoðun Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar Skoðun Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Bílastæðasjóður rekur sjö bílastæðahús í miðborg Reykjavíkur með 1140 bílastæðum. Á fundi borgarstjórnar í dag mun ég leggja það til fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins að bjóða út rekstur þriggja húsa sjóðsins. Bílastæðasjóður ætti að einbeita sér áfram að gjaldtöku meðfram götum (e. On street parking) en láta aðra um rekstur hluta bílastæðahúsanna (e. Off street parking). Á fundi borgarstjórnar þann 5. febrúar á síðasta ári var samþykkt að borgarstjórn myndi fela umhverfis- og skipulagssviði, í samráði við Bílastæðasjóð, að skoða bestu leiðir varðandi rekstur þeirra sjö bílastæðahúsa sem sjóðurinn rekur í miðborg Reykjavíkur, þar með talið rekstrarútboð, með það fyrir augum að bæta nýtingu, efla þjónustu og auka hagkvæmni. Einnig var lagt til að rýna fyrirkomulag rekstrarins út frá markmiðum borgarinnar varðandi stýringu bílastæða, bætta nýtingu borgarrýmis, bílastæðastefnu og stefnu aðalskipulags. Sviðið átti að skila tillögum til skipulags- og samgönguráðs fyrir 1. ágúst 2019.Rýmri heimildir skapa tækifæri Ekkert hefur komið út úr þeirri vinnu, þrátt fyrir að tillagan hafi verið samþykkt, og því telja fulltrúar Sjálfstæðisflokks æskilegt að farið verði í rekstrarútboð fyrir þrjú af þeim sjö bílastæðahúsum sem Reykjavíkurborg rekur í dag. Rekstur þessa húsa verði boðinn út eigi síðan en 1. febrúar 2020. Þannig mætti bæta þjónustu við þá sem nýta þjónustu bílastæðahúsanna. Enda hafa einkaaðilar meiri möguleika á því að hafa sveigjanlegan opnunartíma á þeim húsum sem færu í útboð. Þar með væri einnig hægt að auka þjónustu við notendur bílastæðahúsa, ásamt því að skila meiri hagnaði til borgarinnar. Því ætti það að vera auðvelt fyrir flokkana í meirihlutanum að samþykkja þessa framhaldstillögu.Auknir tekjumöguleikar Þessi tillaga er ekki kominn til vegna þess að að bílastæðahúsin séu illa rekin í dag heldur vegna þess að tækifærin eru mun meiri fyrir aðra rekstraraðila en Bílastæðasjóð. Það skýrist fyrst og fremst af ströngum reglum sem Bílastæðasjóður þarf að vinna eftir í dag. Þannig yrði sveigjanleikinn í rekstrinum, t.d. hvað varðar opnunartíma, þjónustustig, bætta nýtingu á stæðum og fleira, mun meiri hjá einkaaðilum. Við vitum að Bílastæðasjóður er vel rekinn innan þess regluramma sem honum er gert að vinna eftir í dag. Því er hægt með útvistun á þremur bílastæðahúsum að afla meiri tekna fyrir Reykjavíkurborg. Það væri hagur þeirra sem myndu taka að sér rekstur bílastæðahúsanna að bæta nýtingu þeirra og auka þjónustu. Þrif og rekstur bílastæðahúsanna myndu einnig vera í höndum leigutaka. Það er vel þekkt í öðrum löndum að rekstur bílastæðahúsa sé leigður út til einkaaðila. Árið 1931 var í Bretlandi stofnað félag sem enn í dag sinnir þessum rekstri en hann nær yfir 150 þúsund stæði í yfir 500 bílastæðahúsum víða í Bretlandi. Hér er því ekki verið að finna upp hjólið og auðvelt að horfa til fordæma frá öðrum löndum við tæknileg úrlausnarefni. Rekstrarútboð á þessum þremur húsum myndi því verða til hagsbóta fyrir notendur þessara bílastæðahúsa og Reykjavíkurborg.
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar