Aðgengi barna að skólasálfræðingum ábótavant Kolbrún Baldursdóttir skrifar 15. nóvember 2019 20:42 Meira en ár er liðið síðan ég lagði fram tillögu í borgarstjórn um að sálfræðingum yrði fjölgað í skólum og að þeir hefðu aðsetur í skólunum sjálfum en ekki á þjónustumiðstöðvum eins og nú er. Þetta er jafnframt skýr ósk skólastjóra. Aðgengi að sálfræðingum inni í skólunum er eitt þeirra úrræða sem gæti komið skólunum best. Ef aðsetur skólasálfræðinga væri í skólunum væri aðgengi barna að þeim mun ríkulegra auk þess sem þeir gætu betur sinnt foreldrum og kennurum, handleiðslu og fræðslu eftir þörfum. Tillagan var felld í skóla- og frístundaráði. Gerð var önnur tilraun til að auka aðgengi barna að skólasálfræðingum og lögð fram tillaga um að börn skuli hafa biðlistalaust aðgengi að skólasálfræðingi sínum. Sú tillaga fór sömu leið. Í lögum segir að skólasálfræðingur skuli vera í hverjum grunnskóla og að börn skuli hafa aðgang að sérfræðiþjónustu þar á meðal sálfræðiþjónustu. Skýrsla innri endurskoðunar um úthlutun fjárhagsramma til grunnskóla kom út í júlí s.l. Í skýrslunni kemur einnig fram að skólastjórnendur hafa ítrekað kallað eftir sálfræðingum inn í skólana. Aukin þjónusta sálfræðinga í skólum myndi styðja við börnin sem njóta hennar og styrkja þau í náminu. Auk þess myndi hún draga úr álagi á kennara sem er mikið, svo mikið að það leiðir jafnvel til veikinda eða kulnunar í starfi hjá sumum. Nauðsynleg þjónusta háð efnahag foreldra Biðlistar eftir þjónustu eru orðnir eins og eitthvað lögmál í borginni, rótgróið mein sem hvorki síðasti meirihluti né þessi virðist ætla að vinna á. Biðlistar eftir þjónustu sálfræðinga eru mjög langir í Reykjavík og í fjölmörgum tilfellum hafa börn sem nauðsynlega hafa þurft sálfræðiþjónustu, eða greiningu sem aðeins sálfræðingar mega framkvæma, ekki fengið slíka þjónustu á grunnskólaárum sínum. Margir foreldrar hafa gefist upp á biðinni og þeir sem hafa efni á því fara á einkastofur til að fá svokallaða frumgreiningu fyrir börn sín. Fyrir börn sem þurfa nánari greiningu sem aðeins stofnanir ríkisins veita þarf “frumgreining” að liggja fyrir. Öðruvísi kemst barn ekki að, t.d. á Þroska og hegðunarmiðstöð eða Barna- og unglingageðdeild. Verra er með þá foreldra sem ekki hafa efni á að kaupa greiningu hjá sálfræðingi á einkastofu. Eins og skilja má eiga ekki allir foreldrar þess kost að fjármagna slíkt og því sitja börnin ekki við sama borð þegar kemur að þjónustu sem þau þarfnast hjá skólasálfræðingi. Börn efnaminni foreldra þurfa að bíða eftir að röðin kemur að þeim. Sú bið getur verið mánuðir eða jafnvel ár. Sálfræðiþjónusta, þar með taldar nauðsynlegar greiningar barna, eiga auðvitað aldrei að vera háð efnahagi foreldra. Kvíði barna hefur farið vaxandi og sama á við um sjálfsskaði og þunglyndi. Orsakir fyrir vaxandi vanlíðan geta verið margar og flóknar sem segir enn frekar til um hversu mikilvægt það er að börn og foreldrar hafi greiðan aðgang að sálfræðingum og fái almennt séð alla þá þjónustu sem þeim vanhagar um án þess að þurfa að bíða mánuðum saman. Nærtækast er að fara til skólasálfræðinga en heilsugæslustöðvar bjóða líka upp á sálfræðiþjónustu. Til heilsugæslusálfræðinga eru einnig biðlistar en þó mislangir. Eins og fyrirkomulagið er núna með skólasálfræðingana er kerfið flókið. Þjónustumiðstöðvar eru millistykki sem auka fjarlægðina milli barnanna og skólasálfræðinganna. Skólasálfræðingar eiga að vera raunverulegur hluta af starfsliði skólanna og hafa aðsetur aðeins í skólunum. Áfram geta þeir engu að síður tekið þátt í þverfaglegu samstarfi við aðra fagaðila eftir atvikum m.a. þeirra sem eru á þjónustumiðstöðvunum.Kolbrún Baldursdóttir, sálfræðingur og borgarfulltrúi Flokks fólksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarstjórn Kolbrún Baldursdóttir Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Meira en ár er liðið síðan ég lagði fram tillögu í borgarstjórn um að sálfræðingum yrði fjölgað í skólum og að þeir hefðu aðsetur í skólunum sjálfum en ekki á þjónustumiðstöðvum eins og nú er. Þetta er jafnframt skýr ósk skólastjóra. Aðgengi að sálfræðingum inni í skólunum er eitt þeirra úrræða sem gæti komið skólunum best. Ef aðsetur skólasálfræðinga væri í skólunum væri aðgengi barna að þeim mun ríkulegra auk þess sem þeir gætu betur sinnt foreldrum og kennurum, handleiðslu og fræðslu eftir þörfum. Tillagan var felld í skóla- og frístundaráði. Gerð var önnur tilraun til að auka aðgengi barna að skólasálfræðingum og lögð fram tillaga um að börn skuli hafa biðlistalaust aðgengi að skólasálfræðingi sínum. Sú tillaga fór sömu leið. Í lögum segir að skólasálfræðingur skuli vera í hverjum grunnskóla og að börn skuli hafa aðgang að sérfræðiþjónustu þar á meðal sálfræðiþjónustu. Skýrsla innri endurskoðunar um úthlutun fjárhagsramma til grunnskóla kom út í júlí s.l. Í skýrslunni kemur einnig fram að skólastjórnendur hafa ítrekað kallað eftir sálfræðingum inn í skólana. Aukin þjónusta sálfræðinga í skólum myndi styðja við börnin sem njóta hennar og styrkja þau í náminu. Auk þess myndi hún draga úr álagi á kennara sem er mikið, svo mikið að það leiðir jafnvel til veikinda eða kulnunar í starfi hjá sumum. Nauðsynleg þjónusta háð efnahag foreldra Biðlistar eftir þjónustu eru orðnir eins og eitthvað lögmál í borginni, rótgróið mein sem hvorki síðasti meirihluti né þessi virðist ætla að vinna á. Biðlistar eftir þjónustu sálfræðinga eru mjög langir í Reykjavík og í fjölmörgum tilfellum hafa börn sem nauðsynlega hafa þurft sálfræðiþjónustu, eða greiningu sem aðeins sálfræðingar mega framkvæma, ekki fengið slíka þjónustu á grunnskólaárum sínum. Margir foreldrar hafa gefist upp á biðinni og þeir sem hafa efni á því fara á einkastofur til að fá svokallaða frumgreiningu fyrir börn sín. Fyrir börn sem þurfa nánari greiningu sem aðeins stofnanir ríkisins veita þarf “frumgreining” að liggja fyrir. Öðruvísi kemst barn ekki að, t.d. á Þroska og hegðunarmiðstöð eða Barna- og unglingageðdeild. Verra er með þá foreldra sem ekki hafa efni á að kaupa greiningu hjá sálfræðingi á einkastofu. Eins og skilja má eiga ekki allir foreldrar þess kost að fjármagna slíkt og því sitja börnin ekki við sama borð þegar kemur að þjónustu sem þau þarfnast hjá skólasálfræðingi. Börn efnaminni foreldra þurfa að bíða eftir að röðin kemur að þeim. Sú bið getur verið mánuðir eða jafnvel ár. Sálfræðiþjónusta, þar með taldar nauðsynlegar greiningar barna, eiga auðvitað aldrei að vera háð efnahagi foreldra. Kvíði barna hefur farið vaxandi og sama á við um sjálfsskaði og þunglyndi. Orsakir fyrir vaxandi vanlíðan geta verið margar og flóknar sem segir enn frekar til um hversu mikilvægt það er að börn og foreldrar hafi greiðan aðgang að sálfræðingum og fái almennt séð alla þá þjónustu sem þeim vanhagar um án þess að þurfa að bíða mánuðum saman. Nærtækast er að fara til skólasálfræðinga en heilsugæslustöðvar bjóða líka upp á sálfræðiþjónustu. Til heilsugæslusálfræðinga eru einnig biðlistar en þó mislangir. Eins og fyrirkomulagið er núna með skólasálfræðingana er kerfið flókið. Þjónustumiðstöðvar eru millistykki sem auka fjarlægðina milli barnanna og skólasálfræðinganna. Skólasálfræðingar eiga að vera raunverulegur hluta af starfsliði skólanna og hafa aðsetur aðeins í skólunum. Áfram geta þeir engu að síður tekið þátt í þverfaglegu samstarfi við aðra fagaðila eftir atvikum m.a. þeirra sem eru á þjónustumiðstöðvunum.Kolbrún Baldursdóttir, sálfræðingur og borgarfulltrúi Flokks fólksins
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun