Útiloka samkomulag um Brexit eftir símtal Johnson og Merkel Kjartan Kjartansson skrifar 8. október 2019 10:43 Johnson og Merkel með Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, á milli sín á G7-fundi fyrr á þessu ári. Vísir/EPA Breska ríkisstjórnin telur útilokað að hægt verði að semja um forsendur útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu eftir símtal Boris Johnson forsætisráðherra og Angelu Merkel kanslara Þýskalands. Merkel hafi gert honum ljóst að litlar líkur væru á að byggjandi væri á tillögum hans.Breska ríkisútvarpið BBC vitnar í heimildarmann innan bresku ríkisstjórnarinnar um símtal Johnson og Merkel. Þýska ríkisstjórnin hefur aftur á móti ekki birt sína lýsingu á símtalinu. Breski embættismaðurinn heldur því fram að Merkel hafi sett það skilyrði fyrir útgöngusamningi að Norður-Írland verði áfram innan tollabandalags Evrópusambandsins. Heimildir BBC innan Evrópusambandsins herma að lýsingin á ummælum Merkel sé ekki í samræmi við formlega afstöðu sambandsins. „Þettar er ekki orðalag okkar,“ segir evrópskur embættismaður við fréttaritara BBC. Tillögur Johnson til Evrópusambandsins um breytingar á útgöngusamningi sem Theresa May, forveri hans í embætti, gerði hafa fallið í grýttan jarðveg. Johnson vill þannig losna við írsku baktrygginguna svonefndu, ákvæði sem gerir ráð fyrir að Norður-Írland verði tímabundið áfram inna tollabandalagsins til að koma í veg fyrir að setja þurfi upp hörð landamæri innan Írlands. Að óbreyttu eiga Bretar að ganga úr Evrópusambandinu 31. október. Johnson hefur fullyrt að það gerist með eða án útgöngusamnings, þrátt fyrir að þingið hafi samþykkt lög sem skikka hann til að óska eftir fresti takist honum ekki að fá nýjan útgöngusamning eða vilyrði fyrir útgöngu án samnings samþykkt í þinginu. Verkamannaflokkurinn sakar ríkisstjórn Johnson um að reyna að skemma fyrir viðræðunum við Evrópusambandið og að neita að taka ábyrgð á eigin mistökum í að leggja fram raunhæfan samning. Bretland Brexit Evrópusambandið Þýskaland Tengdar fréttir Bretar útlisti Brexit-hugmyndir sínar að fullu Forsætisráðherra Írlands hefur sakað forsætisráðherra Breta um að afvegaleiða umræðuna og gera lítið úr áhrifum áætlunar bresku stjórnarinnar á efnahagslíf Íra. 4. október 2019 07:15 Macron setur Johnson afarkosti Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur gefið Boris Johnson forsætisráðherra Breta út þessa viku til að endursemja áætlun sína um Brexit frá grunni. 7. október 2019 08:05 Dómstóll hafnar kröfu um frestun Brexit Kröfur stefnenda ganga út á að knýja Johnson forsætisráðherra til að fara að lögum sem breska þingið samþykkti um útgönguna úr Evrópusambandinu. 7. október 2019 12:12 Óánægja með Brexit-tillögur Johnsons Hvorki breska stjórnarandstaðan né ráðamenn innan Evrópusambandsins sætta sig við tillögur ríkisstjórnar Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands um fyrirkomulagið á landamærum Írlands og Bretlands eftir Brexit. 3. október 2019 18:45 Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Fleiri fréttir Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Sjá meira
Breska ríkisstjórnin telur útilokað að hægt verði að semja um forsendur útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu eftir símtal Boris Johnson forsætisráðherra og Angelu Merkel kanslara Þýskalands. Merkel hafi gert honum ljóst að litlar líkur væru á að byggjandi væri á tillögum hans.Breska ríkisútvarpið BBC vitnar í heimildarmann innan bresku ríkisstjórnarinnar um símtal Johnson og Merkel. Þýska ríkisstjórnin hefur aftur á móti ekki birt sína lýsingu á símtalinu. Breski embættismaðurinn heldur því fram að Merkel hafi sett það skilyrði fyrir útgöngusamningi að Norður-Írland verði áfram innan tollabandalags Evrópusambandsins. Heimildir BBC innan Evrópusambandsins herma að lýsingin á ummælum Merkel sé ekki í samræmi við formlega afstöðu sambandsins. „Þettar er ekki orðalag okkar,“ segir evrópskur embættismaður við fréttaritara BBC. Tillögur Johnson til Evrópusambandsins um breytingar á útgöngusamningi sem Theresa May, forveri hans í embætti, gerði hafa fallið í grýttan jarðveg. Johnson vill þannig losna við írsku baktrygginguna svonefndu, ákvæði sem gerir ráð fyrir að Norður-Írland verði tímabundið áfram inna tollabandalagsins til að koma í veg fyrir að setja þurfi upp hörð landamæri innan Írlands. Að óbreyttu eiga Bretar að ganga úr Evrópusambandinu 31. október. Johnson hefur fullyrt að það gerist með eða án útgöngusamnings, þrátt fyrir að þingið hafi samþykkt lög sem skikka hann til að óska eftir fresti takist honum ekki að fá nýjan útgöngusamning eða vilyrði fyrir útgöngu án samnings samþykkt í þinginu. Verkamannaflokkurinn sakar ríkisstjórn Johnson um að reyna að skemma fyrir viðræðunum við Evrópusambandið og að neita að taka ábyrgð á eigin mistökum í að leggja fram raunhæfan samning.
Bretland Brexit Evrópusambandið Þýskaland Tengdar fréttir Bretar útlisti Brexit-hugmyndir sínar að fullu Forsætisráðherra Írlands hefur sakað forsætisráðherra Breta um að afvegaleiða umræðuna og gera lítið úr áhrifum áætlunar bresku stjórnarinnar á efnahagslíf Íra. 4. október 2019 07:15 Macron setur Johnson afarkosti Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur gefið Boris Johnson forsætisráðherra Breta út þessa viku til að endursemja áætlun sína um Brexit frá grunni. 7. október 2019 08:05 Dómstóll hafnar kröfu um frestun Brexit Kröfur stefnenda ganga út á að knýja Johnson forsætisráðherra til að fara að lögum sem breska þingið samþykkti um útgönguna úr Evrópusambandinu. 7. október 2019 12:12 Óánægja með Brexit-tillögur Johnsons Hvorki breska stjórnarandstaðan né ráðamenn innan Evrópusambandsins sætta sig við tillögur ríkisstjórnar Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands um fyrirkomulagið á landamærum Írlands og Bretlands eftir Brexit. 3. október 2019 18:45 Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Fleiri fréttir Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Sjá meira
Bretar útlisti Brexit-hugmyndir sínar að fullu Forsætisráðherra Írlands hefur sakað forsætisráðherra Breta um að afvegaleiða umræðuna og gera lítið úr áhrifum áætlunar bresku stjórnarinnar á efnahagslíf Íra. 4. október 2019 07:15
Macron setur Johnson afarkosti Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur gefið Boris Johnson forsætisráðherra Breta út þessa viku til að endursemja áætlun sína um Brexit frá grunni. 7. október 2019 08:05
Dómstóll hafnar kröfu um frestun Brexit Kröfur stefnenda ganga út á að knýja Johnson forsætisráðherra til að fara að lögum sem breska þingið samþykkti um útgönguna úr Evrópusambandinu. 7. október 2019 12:12
Óánægja með Brexit-tillögur Johnsons Hvorki breska stjórnarandstaðan né ráðamenn innan Evrópusambandsins sætta sig við tillögur ríkisstjórnar Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands um fyrirkomulagið á landamærum Írlands og Bretlands eftir Brexit. 3. október 2019 18:45