Þýskaland

Fréttamynd

Lögðu kapp á að senda Pútín við­vörun vegna eldsprengja

Ráðgjafar Joes Biden, fráfarandi forseta Bandaríkjanna, lögðu í sumar mikið kapp á að koma viðvörun til Vladimírs Pútín, forseta Rússlands. Var það eftir að eldur kviknaði í pökkum í vöruhúsum DHL í Englandi og Þýskalandi en það voru sprengjur sem útsendarar leyniþjónustu rússneska hersins (GRU) komu fyrir í flugvélum.

Erlent
Fréttamynd

Weidel og Scholz kanslaraefni

Mörg þúsund mótmæltu í Riesa í Saxlandi í Þýskalandi í morgun þar sem landsfundur fjarhægriflokksins Valkostur fyrir Þýskaland, eða AfD, fór fram í dag. Mótmælendur stöðvuðu meðal annars umferð að fundarstaðnum. 

Erlent
Fréttamynd

Tón­listar­há­tíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina

Tónlistarhátíðin XJAZZ Reykjavík fer fram um helgina,10. til 11. janúar, og er samstarfsverkefni XJAZZ Berlín og Extreme Chill hátíðarinnar. Pan Thorarensen skipuleggur hátíðina. Hann segir alla tónleika sitjandi og það verði kaffihúsa- og kósý stemning í Iðnó alla helgina.

Lífið
Fréttamynd

Musk reynir að hafa á­hrif víða: „Ekki fóðra tröllið“

Auðjöfurinn Elon Musk, hægri hönd Donald Trump í forsetakosningunum, reynir nú að beita áhrifum sínum til að styðja við þýska fjarhægriflokkinn AfD og hvetja Bretakonung til að leysa upp breska þingið. Kanslari Þýskalands varar fólk við því að fóðra tröllið.

Erlent
Fréttamynd

Þýska sam­bands­þingið leyst upp

Frank-Walter Steinmeier, forseti Þýskalands, hefur leyst upp sambandsþingið og boðað til þingkosninga á nýju ári. Þetta gerir hann í kjölfar þess að Olaf Scholz, kanslari, fór fram á þingrof eftir að vantraust á hendur honum var samþykkt í þinginu.

Erlent
Fréttamynd

Kraumar í fjarhægriflokknum sem á­rásar­maðurinn studdi

Alternative für Deutschland, öfgahægriflokkurinn sem árásarmaðurinn sem drap fimm er hann ók sendibíl á gesti jólamarkaðar í Madgeburg studdi, stóð fyrir minningaviðburði í gær vegna voðaverkanna. Þar var gert ákall eftir brottvísunum og lokuðum landamærum, orðræða sem svipar til viðhorfa árásarmannsins. 

Erlent
Fréttamynd

Sádar sagðir hafa sent fjórar við­varanir

Maðurinn sem grunaður er um að hafa myrt fjórar konur og níu ára dreng og særa tugi manna með því að aka bíl inn í þvögu fólks á jólamarkaði í Magdeburg hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald og fluttur í fangelsi. Hann hefur verið ákærður fyrir fimm morð auk fjölda morðtilrauna og líkamsárása.

Erlent
Fréttamynd

Ís­lenskur skurð­læknir hlúir að fólki í Magdeburg

Hinn þýsk-íslenski Henning Busk sem starfar við háskólasjúkrahúsið í Magdeburg sem hjarta- og brjóstholsskurðlæknir segir í samtali við Vísi að fjölmargir særðir liggi inni á sjúkrahúsinu eftir að maður frá Sádí Arabíu ók bifreið sinni á hóp fólks á jólamarkaði í Magdeburg í Þýskalandi í gærkvöld.

Erlent
Fréttamynd

Mót­mælt á meðan minningar­at­höfn stóð yfir

Olaf Scholz Þýskalandskanslari heimsótti Magdeburg í dag til að minnast þeirra sem féllu í mannskæðri árás þar í borg í gær og votta hinum særðu virðingu sína. Hann hefur heitið því að málið verði rannsakað til hlítar. Á meðan fjöldi fólks, meðal annars fjölskyldur fórnarlamba árásarinnar og viðbragðsaðilar, sóttu minningarathöfn í dómkirkjunni, létu mótmælendur eftir sér taka á götum borgarinnar.

Erlent
Fréttamynd

„Þetta var gjör­sam­lega hræði­legt“

Harpa Brynjarsdóttir, tveggja barna móðir, sem býr ásamt Ómari Inga Magnússyni, byrjunarliðsmanni hjá handboltaliði Magdeburg, skammt frá jólamarkaði borgarinnar segist vera í hálfgerðu áfalli eftir atburði gærkvöldsins enda hafi aldrei hvarflað að henni að slíkt gæti gerst í borginni þeirra.

Erlent
Fréttamynd

Fimm látnir og tvö hundruð særðir

Yfirvöld í Þýskalandi hafa uppfært tölur yfir fjölda látinna og særðra eftir að maður ók bíl á miklum hraða inn í þvögu fólks á jólamarkaði í Magdeburg í gærkvöldi. Að minnsta kosti fimm eru látnir og rúmlega tvö hundruð eru særðir.

Erlent
Fréttamynd

Fimm­tugur geð­læknir ók bílnum

Lögreglan í Þýskalandi segir að maðurinn sem ók bíl inn í þvögu fólks á jólamarkaði í Magdeburg sé fimmtugur og upprunalega frá Sádi-Arabíu. Hann er sagður hafa starfað sem læknir í Þýskalandi um árabil og liggur tilefni árásarinnar ekki fyrir.

Erlent
Fréttamynd

Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann

Ungt íslenskt par sem býr örskammt frá jólamarkaðnum í Magdeburg í Þýskalandi segist vera illa brugðið eftir að maður ók bifreið sinni á tugi manna fyrr í kvöld. Það hafi ekki hvarflað að þeim að slíkt gæti gerst í Magdeburg. Búið sé að eyðileggja hátíðirnar í borginni.

Erlent
Fréttamynd

Hvetja Ís­lendinga á svæðinu til að láta vita af sér

Borg­araþjón­usta ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins hefur hvatt Íslendinga í Magdeburg í Þýskalandi til að láta vita af sér á samfélagsmiðlum ef þeir eru öryggir eftir að bifreið var ekið á jólamarkað í miðborg borgarinnar. Minnst einn lést og tugir manna slösuðust.

Innlent
Fréttamynd

Bif­reið ekið á hóp fólks á jóla­markaði

Bifreið var ekið á hóp fólks sem var samankomið á jólamarkaði í borginni Magdeburg í Þýskalandi klukkan 19.04 í kvöld. Ökumaðurinn var handtekinn á vettvangi. Að minnsta kosti tveir eru látnir og tugir annarra slasaðir.

Erlent
Fréttamynd

Discover hefur flug milli München og Ís­lands

Þýska flugfélagið Discover Airlines, dótturfélag Lufthansa, hefur ákveðið að fljúga milli München og Keflavíkurflugvallar allt árið um kring. Þetta var tilkynnt í dag en áður hafði félagið boðað flug til og frá KEF yfir sumartímann.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Van­traust á hendur Scholz sam­þykkt

Vantraust á hendur Olaf Scholz kanslara Þýskalands var samþykkt í þinginu í dag eins og búist var við. Allt er því til reiðu fyrir snemmbúnar þingkosningar þann 23. febrúar.

Erlent
Fréttamynd

Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flug­vélum DHL

Myndir af eldsprengjum sem útsendarar leyniþjónustu rússneska hersins (GRU) eru grunaðir um að hafa sett um borð í flugvélar DHL, benda til þess að sprengjurnar hefðu getað grandað flugvélum. Vegna tafa kviknaði í sprengjunum á jörðu niðri en hefðu engar tafir orðið, hefur þær líklega sprungið um borð í flugvélum yfir Atlantshafinu.

Erlent
Fréttamynd

Lík­legasta kanslara­efnið heim­sótti Kænugarð

Friedrich Merz, leiðtogi Kristilegra demókrata, og líklegur eftirmaður Olafs Scholz sem kanslari Þýskalands, kom til Kænugarðs til þess að fullvissa úkraínska ráðamenn um áframhaldandi stuðning í morgun. Úkraínustríðið er efst á baugi í kosningabaráttunni í Þýskalandi.

Erlent
Fréttamynd

Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaða­manni

Hópur Búlgara sem bjó í Bretlandi njósnaði fyrir Rússa í tæp þrjú ár og á þeim tímabili er hópurinn sagður hafa sett líf margra í hættu. Hópurinn stundaði njósnir víðsvegar um Evrópu, þar sem fólkið safnaði upplýsingum um fólk fyrir Rússa og ræddi meðal annars að myrða búlgarskan blaðamann sem kom að því að svipta hulunni af banatilræði rússneskra útsendara á Sergei Skripal.

Erlent
Fréttamynd

Segir skemmdar­verk Rússa í Evrópu geta leitt til á­taka

Skemmdarverk útsendara Rússa í Evrópu gæti að endingu leitt til virkjunar fimmtu greinar stofnsáttmála Atlantshafsbandalagsins um sameiginlegar varnir aðildarríkja. Þetta sagði yfirmaður einnar leyniþjónustu Þýskalands á ráðstefnu í gær en Rússar hafa á undanförnum mánuðum og jafnvel árum verið sakaðir um skemmdarverk, banatilræði og annarskonar árásir í Evrópu.

Erlent
Fréttamynd

Scholz verður kanslara­efni Jafnaðar­manna

Eftir tveggja vikna innanflokksdeilur er ljóst að Olaf Scholz Þýskalandskanslari verður í dag formlega tilnefndur sem kanslaraefni flokksins í komandi þingkosningum sem munu fara fram 23. febrúar næstkomandi.

Erlent
Fréttamynd

Ó­gleyman­legt að vinna fyrir Rihönnu

Förðunarfræðingurinn og hárgreiðslukonan Tinna Empera hefur haft áhuga á tísku frá blautu barnsbeini og ólst upp við það að þora að hugsa stórt. Hún flutti til New York fyrir þrettán árum síðan og hefur tekið þátt í ýmsum ævintýralegum verkefnum. Blaðamaður ræddi við Tinnu um lífið úti.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Rekstur frí­hafnarinnar seldur úr landi

Isavia ohf. hefur tekið tilboði þýska fyrirtækisins Heinemann í rekstur fríhafnarverslana á Keflavíkurflugvelli til næstu átta ára. Tilboðið er valið út frá fyrir fram ákveðnum valforsendum útboðs. Fjórir aðilar buðu í reksturinn. Heinemann rekur fjölda verslana um allan heim, meðal annars fríhafnarverslanirnar á Gardermoen-flugvelli í Osló og Kastrup-flugvelli í Kaupmannahöfn.

Viðskipti innlent