Útiloka samkomulag um Brexit eftir símtal Johnson og Merkel Kjartan Kjartansson skrifar 8. október 2019 10:43 Johnson og Merkel með Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, á milli sín á G7-fundi fyrr á þessu ári. Vísir/EPA Breska ríkisstjórnin telur útilokað að hægt verði að semja um forsendur útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu eftir símtal Boris Johnson forsætisráðherra og Angelu Merkel kanslara Þýskalands. Merkel hafi gert honum ljóst að litlar líkur væru á að byggjandi væri á tillögum hans.Breska ríkisútvarpið BBC vitnar í heimildarmann innan bresku ríkisstjórnarinnar um símtal Johnson og Merkel. Þýska ríkisstjórnin hefur aftur á móti ekki birt sína lýsingu á símtalinu. Breski embættismaðurinn heldur því fram að Merkel hafi sett það skilyrði fyrir útgöngusamningi að Norður-Írland verði áfram innan tollabandalags Evrópusambandsins. Heimildir BBC innan Evrópusambandsins herma að lýsingin á ummælum Merkel sé ekki í samræmi við formlega afstöðu sambandsins. „Þettar er ekki orðalag okkar,“ segir evrópskur embættismaður við fréttaritara BBC. Tillögur Johnson til Evrópusambandsins um breytingar á útgöngusamningi sem Theresa May, forveri hans í embætti, gerði hafa fallið í grýttan jarðveg. Johnson vill þannig losna við írsku baktrygginguna svonefndu, ákvæði sem gerir ráð fyrir að Norður-Írland verði tímabundið áfram inna tollabandalagsins til að koma í veg fyrir að setja þurfi upp hörð landamæri innan Írlands. Að óbreyttu eiga Bretar að ganga úr Evrópusambandinu 31. október. Johnson hefur fullyrt að það gerist með eða án útgöngusamnings, þrátt fyrir að þingið hafi samþykkt lög sem skikka hann til að óska eftir fresti takist honum ekki að fá nýjan útgöngusamning eða vilyrði fyrir útgöngu án samnings samþykkt í þinginu. Verkamannaflokkurinn sakar ríkisstjórn Johnson um að reyna að skemma fyrir viðræðunum við Evrópusambandið og að neita að taka ábyrgð á eigin mistökum í að leggja fram raunhæfan samning. Bretland Brexit Evrópusambandið Þýskaland Tengdar fréttir Bretar útlisti Brexit-hugmyndir sínar að fullu Forsætisráðherra Írlands hefur sakað forsætisráðherra Breta um að afvegaleiða umræðuna og gera lítið úr áhrifum áætlunar bresku stjórnarinnar á efnahagslíf Íra. 4. október 2019 07:15 Macron setur Johnson afarkosti Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur gefið Boris Johnson forsætisráðherra Breta út þessa viku til að endursemja áætlun sína um Brexit frá grunni. 7. október 2019 08:05 Dómstóll hafnar kröfu um frestun Brexit Kröfur stefnenda ganga út á að knýja Johnson forsætisráðherra til að fara að lögum sem breska þingið samþykkti um útgönguna úr Evrópusambandinu. 7. október 2019 12:12 Óánægja með Brexit-tillögur Johnsons Hvorki breska stjórnarandstaðan né ráðamenn innan Evrópusambandsins sætta sig við tillögur ríkisstjórnar Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands um fyrirkomulagið á landamærum Írlands og Bretlands eftir Brexit. 3. október 2019 18:45 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Breska ríkisstjórnin telur útilokað að hægt verði að semja um forsendur útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu eftir símtal Boris Johnson forsætisráðherra og Angelu Merkel kanslara Þýskalands. Merkel hafi gert honum ljóst að litlar líkur væru á að byggjandi væri á tillögum hans.Breska ríkisútvarpið BBC vitnar í heimildarmann innan bresku ríkisstjórnarinnar um símtal Johnson og Merkel. Þýska ríkisstjórnin hefur aftur á móti ekki birt sína lýsingu á símtalinu. Breski embættismaðurinn heldur því fram að Merkel hafi sett það skilyrði fyrir útgöngusamningi að Norður-Írland verði áfram innan tollabandalags Evrópusambandsins. Heimildir BBC innan Evrópusambandsins herma að lýsingin á ummælum Merkel sé ekki í samræmi við formlega afstöðu sambandsins. „Þettar er ekki orðalag okkar,“ segir evrópskur embættismaður við fréttaritara BBC. Tillögur Johnson til Evrópusambandsins um breytingar á útgöngusamningi sem Theresa May, forveri hans í embætti, gerði hafa fallið í grýttan jarðveg. Johnson vill þannig losna við írsku baktrygginguna svonefndu, ákvæði sem gerir ráð fyrir að Norður-Írland verði tímabundið áfram inna tollabandalagsins til að koma í veg fyrir að setja þurfi upp hörð landamæri innan Írlands. Að óbreyttu eiga Bretar að ganga úr Evrópusambandinu 31. október. Johnson hefur fullyrt að það gerist með eða án útgöngusamnings, þrátt fyrir að þingið hafi samþykkt lög sem skikka hann til að óska eftir fresti takist honum ekki að fá nýjan útgöngusamning eða vilyrði fyrir útgöngu án samnings samþykkt í þinginu. Verkamannaflokkurinn sakar ríkisstjórn Johnson um að reyna að skemma fyrir viðræðunum við Evrópusambandið og að neita að taka ábyrgð á eigin mistökum í að leggja fram raunhæfan samning.
Bretland Brexit Evrópusambandið Þýskaland Tengdar fréttir Bretar útlisti Brexit-hugmyndir sínar að fullu Forsætisráðherra Írlands hefur sakað forsætisráðherra Breta um að afvegaleiða umræðuna og gera lítið úr áhrifum áætlunar bresku stjórnarinnar á efnahagslíf Íra. 4. október 2019 07:15 Macron setur Johnson afarkosti Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur gefið Boris Johnson forsætisráðherra Breta út þessa viku til að endursemja áætlun sína um Brexit frá grunni. 7. október 2019 08:05 Dómstóll hafnar kröfu um frestun Brexit Kröfur stefnenda ganga út á að knýja Johnson forsætisráðherra til að fara að lögum sem breska þingið samþykkti um útgönguna úr Evrópusambandinu. 7. október 2019 12:12 Óánægja með Brexit-tillögur Johnsons Hvorki breska stjórnarandstaðan né ráðamenn innan Evrópusambandsins sætta sig við tillögur ríkisstjórnar Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands um fyrirkomulagið á landamærum Írlands og Bretlands eftir Brexit. 3. október 2019 18:45 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Bretar útlisti Brexit-hugmyndir sínar að fullu Forsætisráðherra Írlands hefur sakað forsætisráðherra Breta um að afvegaleiða umræðuna og gera lítið úr áhrifum áætlunar bresku stjórnarinnar á efnahagslíf Íra. 4. október 2019 07:15
Macron setur Johnson afarkosti Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur gefið Boris Johnson forsætisráðherra Breta út þessa viku til að endursemja áætlun sína um Brexit frá grunni. 7. október 2019 08:05
Dómstóll hafnar kröfu um frestun Brexit Kröfur stefnenda ganga út á að knýja Johnson forsætisráðherra til að fara að lögum sem breska þingið samþykkti um útgönguna úr Evrópusambandinu. 7. október 2019 12:12
Óánægja með Brexit-tillögur Johnsons Hvorki breska stjórnarandstaðan né ráðamenn innan Evrópusambandsins sætta sig við tillögur ríkisstjórnar Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands um fyrirkomulagið á landamærum Írlands og Bretlands eftir Brexit. 3. október 2019 18:45