Ríkisreknar ofsóknir Sigurður Einarsson skrifar 7. mars 2017 10:11 Um þessar mundir er áberandi umræða um dómsmál sem átti sér stað fyrir rúmlega 40 árum. Þetta hafa verið nefnd Guðmundar- og Geirfinnsmál. Dapurlegt er málið og hefur nú verið ákveðið að heimilt sé að endurupptaka það að mestu. Vonandi næst þá fram meira réttlæti til handa sakborningum í þessum ömurlegu málum. Einhverjum kann þó að þykja nokkuð seint þar sem sumir af þeim sem þá voru dæmdir eru nú látnir. Samt sem áður er það gott að réttlæti nær fram að ganga þótt um síðir sé. Önnur dómsmál eru nýrri af nálinni og sum enn í gangi. Þessi mál eru kennd við bankahrun. Margir sem telja sig áhrifamikla samfélagsrýna hefur mislíkað að samanburður sé gerður á þeirri misbeitingu valds og ofsóknum sem virðist hafa átt sér stað fyrir tæpum 40 árum í Guðmundar- og Geirfinnsmáli og svo þeirri misbeitingu valds og þeim ofsóknum sem hafa átt sér stað á undanförnum árum gagnvart fyrrum stjórnendum einkabankana. Ég er einn af þeim sem hef orðið fyrir misbeitingu valds og ofsóknum af hálfu opinberra aðila einkum saksóknara og dómstóla. Ekki er ég á nokkurn máta að gera tilraun til þess að setja mig í spor þeirra sem urðu fyrir misbeitingu valds af hálfu hins opinbera kerfis í Guðmundar- og Geirfinnsmálum fyrir tæplega 40 árum síðan. Samt sem áður er það þannig að enn á ný eru það opinberir aðilar saksóknarar og dómstólar sem fara ekki að lögum, beita ofbeldi, misbeita valdi og nýta fjölmiðla til að ofsækja fáeina einstaklinga á fölskum fyrirframgreindum forsendum sektar. Í sameiningu hefur framkvæmdavaldið- og dómsvaldið ítrekað brotið á grundvallar mannréttindum sem vernduð eru stjórnarskránni og í mannréttindasáttmála Evrópu. Þetta er staðreynd sem Hæstiréttur Íslands staðfesti þegar héraðsdómur í svokölluðu Marple-máli var ómerkur vegna vanhæfi meðdómarans Ásgeirs Brynjars Torfasonar, lektors við Háskóla Íslands. Frá upphafi málsmeðferðar lág fyrir að vanhæfi dómarinn hafði fyrir fram tjáð sig frjálslega um sekt fyrrum stjórnenda einkabankanna á hruninu sem hér átti sér stað í alþjóðlegu efnahagskreppunni árið 2008. Benda má á að kostnaður skattborgara vegna ofbeldisins muni verð mikill. Sakborningar munu þurfa að ganga aftur í gegnum þá slæmu lífsreynslu sem skýrslutaka og réttarhöld eru. Nú þegar Hæstiréttur er farinn að sjá ljósið úr því myrkri sem einkennt hefur dómsvaldið í hrunamálum ætti saksóknari að sjá sóma sinn í því að draga málsóknina til baka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Sjá meira
Um þessar mundir er áberandi umræða um dómsmál sem átti sér stað fyrir rúmlega 40 árum. Þetta hafa verið nefnd Guðmundar- og Geirfinnsmál. Dapurlegt er málið og hefur nú verið ákveðið að heimilt sé að endurupptaka það að mestu. Vonandi næst þá fram meira réttlæti til handa sakborningum í þessum ömurlegu málum. Einhverjum kann þó að þykja nokkuð seint þar sem sumir af þeim sem þá voru dæmdir eru nú látnir. Samt sem áður er það gott að réttlæti nær fram að ganga þótt um síðir sé. Önnur dómsmál eru nýrri af nálinni og sum enn í gangi. Þessi mál eru kennd við bankahrun. Margir sem telja sig áhrifamikla samfélagsrýna hefur mislíkað að samanburður sé gerður á þeirri misbeitingu valds og ofsóknum sem virðist hafa átt sér stað fyrir tæpum 40 árum í Guðmundar- og Geirfinnsmáli og svo þeirri misbeitingu valds og þeim ofsóknum sem hafa átt sér stað á undanförnum árum gagnvart fyrrum stjórnendum einkabankana. Ég er einn af þeim sem hef orðið fyrir misbeitingu valds og ofsóknum af hálfu opinberra aðila einkum saksóknara og dómstóla. Ekki er ég á nokkurn máta að gera tilraun til þess að setja mig í spor þeirra sem urðu fyrir misbeitingu valds af hálfu hins opinbera kerfis í Guðmundar- og Geirfinnsmálum fyrir tæplega 40 árum síðan. Samt sem áður er það þannig að enn á ný eru það opinberir aðilar saksóknarar og dómstólar sem fara ekki að lögum, beita ofbeldi, misbeita valdi og nýta fjölmiðla til að ofsækja fáeina einstaklinga á fölskum fyrirframgreindum forsendum sektar. Í sameiningu hefur framkvæmdavaldið- og dómsvaldið ítrekað brotið á grundvallar mannréttindum sem vernduð eru stjórnarskránni og í mannréttindasáttmála Evrópu. Þetta er staðreynd sem Hæstiréttur Íslands staðfesti þegar héraðsdómur í svokölluðu Marple-máli var ómerkur vegna vanhæfi meðdómarans Ásgeirs Brynjars Torfasonar, lektors við Háskóla Íslands. Frá upphafi málsmeðferðar lág fyrir að vanhæfi dómarinn hafði fyrir fram tjáð sig frjálslega um sekt fyrrum stjórnenda einkabankanna á hruninu sem hér átti sér stað í alþjóðlegu efnahagskreppunni árið 2008. Benda má á að kostnaður skattborgara vegna ofbeldisins muni verð mikill. Sakborningar munu þurfa að ganga aftur í gegnum þá slæmu lífsreynslu sem skýrslutaka og réttarhöld eru. Nú þegar Hæstiréttur er farinn að sjá ljósið úr því myrkri sem einkennt hefur dómsvaldið í hrunamálum ætti saksóknari að sjá sóma sinn í því að draga málsóknina til baka.
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun