Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar 3. október 2025 14:00 Í stuttu máli: Höldum áfram að skamma fólk sem segir ógeðslega hluti um og við transfólk. En fyrir alla muni hættum þruglinu um að meðal mannskepnunnar séu til fleiri en tvö líffræðileg kyn. Það er skaðlegt fyrir transumræðuna og fóður fyrir ýmis vafasöm öfl. Umræðan um transfólk og hvað kyn merki hefur að mestu leyti verið stríð tveggja hópa, sem "venjulegt" skynsamt fólk vogar sér fæst að blanda sér í vegna ofstækisins sem einkennir hana. Þetta stríð er ekki að gera líf transfólks bærilegra, og þar á fólkið sem telur sig vera að verja réttindi transfólks síst minni sök en hinn herinn. Þegar rætt er um og við transfólk er ljótt að hamra á þeirri afstöðu að fólk geti ekki skipt um kyn, heldur sé það einhvers konar lygi, sem komi öðru fólki við, þegar manneskja sem fæddist í tilteknu kyni gengur í gegnum breytingaferli sem hún telur samræmast því kyni sem hún upplifir sig vera. Alveg eins og það er ljótt að kalla fólk öðrum nöfnum en það kýs sjálft er líka ljót hegðun í opinberri umræðu að tala um tiltekna manneskju sem karl ef hún lítur á sig sem konu (og öfugt), af því kyn manneskju kemur slíkri umræðu ekkert við. Það er lítill hópur af háværu fólki sem stundar slíkt níð og það ætti að skammast sín. En transfólki er varla greiði gerður með því að munnhöggvast við þannig innréttað fólk um allt aðra hluti, eins og það hvort til séu fleiri kyn en tvö. Það er furðulegur ruglingur að blanda saman spurningunni um hvort manneskja geti látið breyta kyneinkennum sínum og því hvort til séu fleiri en tvö líffræðileg kyn. Eru til fleiri en tvö líffræðileg kyn? Fólkið sem segir að bara séu til tvö kyn á yfirleitt við líffræðilegt kyn, og sama gildir um þann stóra hóp, trúlega mikinn meirihluta, sem hugsar þetta án þess að segja það. Þetta er vissulega svolítið ónákvæmt, ef merkingin er að sérhver manneskja tilheyri öðru hvoru þessara kynja, því það eru til undantekningar. Þær eru afar sjaldgæfar, en þær eru til. Að slíkar undantekningar séu til breytir því ekki að það er mikilvægt og afgerandi líffræðilegt einkenni á mannskepnunni að skiptast, með þessum örfáu undantekningum, í konur og karla. Það er jafn fráleitt að gagnrýna staðhæfinguna að mannskepnan skiptist í þessi tvö líffræðilegu kyn eins og að gagnrýna staðhæfinguna að það sé líffræðilegt einkenni á mannskepnunni að vera með tíu fingur. Frá því eru líka undantekningar, en fingrafjöldi er alls ekki róf sem geri slika staðhæfingu ranga. Og reyndar hefði mannskepnan alveg getað þróast með átta eða tólf fingur án þess að það gerbreytti henni, en hún hefði aldrei getað þróast frá forverum sínum öpunum án þeirrar kynæxlunar sem er algerlega háð skiptingunni í þessi tvö liffræðilegu kyn. Þau sem hamra á að til séu fleiri kyn en tvö finna alls konar útúrsnúninga til að forðast að viðurkenna að þessi tvö líffræðilegu kyn séu grundvallaratriði í tilveru okkar. Til dæmis er nefnt að til séu alls kyns frávik frá því að kynlitningar fólks séu XX eða XY, þótt frávik þar sem ekki er um að ræða dæmigerð kyneinkenni karls eða konu séu gríðarlega sjaldgæf. Ein mótbára snýst um að kyn sé ekki arfgerð (sem er genasamsetning einstaklings) heldur svipgerð, sem er birtingarmynd arfgerðarinnar, en hún er háð samspili arfgerðar við umhverfi. Það er hins vegar nánast alger fylgni milli þess að hafa XX (eða XXX eða XO) litningagerð og að hafa líkamlega svipgerð konu, og hins vegar milli XY (eða XYY eða XXY) litninga og líkamlegrar svipgerðar karls. Aðrar kynlitningasamsetningar eru afar sjaldgæfar, varla meira en 0,1%. Frávik frá svipgerðum karls og konu breyta því sem sagt ekki að nánast allar manneskjur hafa aðra þessara líkamlegu svipgerða, og undantekningarnar er ekki hægt að flokka sem sérstök önnur líffræðileg kyn. Önnur vinsæl "kenning" meðal sjálfskipaðra sérfræðinga í þessum málum er að öll fóstur séu í byrjun kvenkyns, þótt það sé vel þekkt staðreynd að sáðfruma inniheldur annað hvort X- eða Y-litning, sem ákvarðar kyn fóstursins, burtséð frá þessum örfáu undantekningum. Að halda fram að það sé svo flókið að skilgreina kyn að það sé rangt að tala um bara tvö kyn er álíka gáfulegt og að halda fram að hugtakið "sjúkdómur" sé merkingarlaust af því það er útilokað að skilgreina það þannig að við verðum öll sammála um að það nái yfir alla sjúkdóma og ekkert annað. Meira að segja hugtakið "borð" er nánast útilokað að skilgreina nógu nákvæmlega til að ekki sé hægt að finna undantekningar. Í umræðunni um fjölda kynja hafa mörg — til stuðnings staðhæfingunni að það sé mjög flókið mál hvað kyn sé í náttúrunni — vitnað í grein á Vísindavefnum eftir Arnar Pálsson erfðafræðing, þar sem hann nefnir meðal annars að til séu sveppategundir með yfir tuttugu þúsund kyn, í merkingunni hver þeirra geti æxlast saman. Sama fólk skautar vandlega fram hjá annarri staðhæfingu Arnars um þetta, nefnilega þessari: „Algengast er þó meðal heilkjörnunga að kynin séu tvö“ Til heilkjörnunga teljast öll dýr, plöntur, sveppir og frumdýr, og við vitum öll hvað Arnar á við. Nefnilega að mannskepnan, eins og flest dýr og fleiri tegundir, skiptist í aðalatriðum í tvö kyn, karlkyn og kvenkyn, og að þessi skipting er grundvöllur kynæxlunarinnar sem tilvera okkar byggist á, enda á sérhver manneskja tvo líffræðilega foreldra, móður og föður, konu og karl. Það sem þarf að hlusta á og hætturnar af ruglinu Þau rök sem helst er ástæða til að velta fyrir sér og svara snúast hins vegar mest um upplifun fólks af eigin kyni (eða kynleysi, sem er líka til). Það er mikilvægt að fólk fái að vera í friði með upplifun sína af kyni sínu, og það er mikilvægt að transfólk og þau önnur sem ekki upplifa sig sem "venjulega" karla eða konur njóti allra sömu réttinda og annað fólk, þegar mismunun á grundvelli þeirrar upplifunar er ómálefnaleg, til dæmis þegar ráðið er í störf (en ekki endilega þegar þátttaka i kvennaíþróttum er annars vegar). En rök af þessu tagi eru bara alls ekki rök gegn því að við skiptumst í aðalatriðum í tvö líffræðileg kyn. Þess vegna er furðulegt að telja sig berjast fyrir réttindum minnihlutahópa með því að hamast gegn fólki sem heldur fram þeirri staðreynd að við höfum tvö líffræðileg kyn. Og ennþá furðulegra að hamast gegn þessari skiptingu í tvö kyn þegar transfólk er annars vegar, því það fólk virðist almennt telja sig tilheyra öðru þessara tveggja kynja, en ekki einhverju öðru. Þessir útúrsnúningar eru ekki bara furðulegir heldur geta þeir verið skaðlegir, ekki síst fyrir fólkið sem þarf á vernd að halda gegn mismunun vegna kynupplifunar sinnar. Þegar pönkast er daginn út og inn á fólki sem heldur á lofti einfaldri líffræðilegri staðreynd, þegar það er ásakað um hatur fyrir að vilja ekki samþykkja bullið, þá er hættan sú að myrkraöfl sem vilja notfæra sér óánægju fólks með að vera atað slíkum auri öðĺist fylgi þeirra sem skítnum er kastað í. Þau öfl hafa gjarnan allt önnur og síst skárri markmið en að gera transfólki lífið leitt. Þetta rugl er líka skaðlegt þegar ýmiss konar fræðafólk og annað háskólagengið fólk heldur því á lofti. Því meira rugli sem almenningur sér háskólafólk halda fram, því laskaðra verður traust almennings á raunverulegum vísindum. Það rýrða traust er hætt við að háskaleg öfl noti, eins og gerst hefur með alvarlegum afleiðingum til dæmis í Bandaríkjunum. Höfundur er stærðfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Í stuttu máli: Höldum áfram að skamma fólk sem segir ógeðslega hluti um og við transfólk. En fyrir alla muni hættum þruglinu um að meðal mannskepnunnar séu til fleiri en tvö líffræðileg kyn. Það er skaðlegt fyrir transumræðuna og fóður fyrir ýmis vafasöm öfl. Umræðan um transfólk og hvað kyn merki hefur að mestu leyti verið stríð tveggja hópa, sem "venjulegt" skynsamt fólk vogar sér fæst að blanda sér í vegna ofstækisins sem einkennir hana. Þetta stríð er ekki að gera líf transfólks bærilegra, og þar á fólkið sem telur sig vera að verja réttindi transfólks síst minni sök en hinn herinn. Þegar rætt er um og við transfólk er ljótt að hamra á þeirri afstöðu að fólk geti ekki skipt um kyn, heldur sé það einhvers konar lygi, sem komi öðru fólki við, þegar manneskja sem fæddist í tilteknu kyni gengur í gegnum breytingaferli sem hún telur samræmast því kyni sem hún upplifir sig vera. Alveg eins og það er ljótt að kalla fólk öðrum nöfnum en það kýs sjálft er líka ljót hegðun í opinberri umræðu að tala um tiltekna manneskju sem karl ef hún lítur á sig sem konu (og öfugt), af því kyn manneskju kemur slíkri umræðu ekkert við. Það er lítill hópur af háværu fólki sem stundar slíkt níð og það ætti að skammast sín. En transfólki er varla greiði gerður með því að munnhöggvast við þannig innréttað fólk um allt aðra hluti, eins og það hvort til séu fleiri kyn en tvö. Það er furðulegur ruglingur að blanda saman spurningunni um hvort manneskja geti látið breyta kyneinkennum sínum og því hvort til séu fleiri en tvö líffræðileg kyn. Eru til fleiri en tvö líffræðileg kyn? Fólkið sem segir að bara séu til tvö kyn á yfirleitt við líffræðilegt kyn, og sama gildir um þann stóra hóp, trúlega mikinn meirihluta, sem hugsar þetta án þess að segja það. Þetta er vissulega svolítið ónákvæmt, ef merkingin er að sérhver manneskja tilheyri öðru hvoru þessara kynja, því það eru til undantekningar. Þær eru afar sjaldgæfar, en þær eru til. Að slíkar undantekningar séu til breytir því ekki að það er mikilvægt og afgerandi líffræðilegt einkenni á mannskepnunni að skiptast, með þessum örfáu undantekningum, í konur og karla. Það er jafn fráleitt að gagnrýna staðhæfinguna að mannskepnan skiptist í þessi tvö líffræðilegu kyn eins og að gagnrýna staðhæfinguna að það sé líffræðilegt einkenni á mannskepnunni að vera með tíu fingur. Frá því eru líka undantekningar, en fingrafjöldi er alls ekki róf sem geri slika staðhæfingu ranga. Og reyndar hefði mannskepnan alveg getað þróast með átta eða tólf fingur án þess að það gerbreytti henni, en hún hefði aldrei getað þróast frá forverum sínum öpunum án þeirrar kynæxlunar sem er algerlega háð skiptingunni í þessi tvö liffræðilegu kyn. Þau sem hamra á að til séu fleiri kyn en tvö finna alls konar útúrsnúninga til að forðast að viðurkenna að þessi tvö líffræðilegu kyn séu grundvallaratriði í tilveru okkar. Til dæmis er nefnt að til séu alls kyns frávik frá því að kynlitningar fólks séu XX eða XY, þótt frávik þar sem ekki er um að ræða dæmigerð kyneinkenni karls eða konu séu gríðarlega sjaldgæf. Ein mótbára snýst um að kyn sé ekki arfgerð (sem er genasamsetning einstaklings) heldur svipgerð, sem er birtingarmynd arfgerðarinnar, en hún er háð samspili arfgerðar við umhverfi. Það er hins vegar nánast alger fylgni milli þess að hafa XX (eða XXX eða XO) litningagerð og að hafa líkamlega svipgerð konu, og hins vegar milli XY (eða XYY eða XXY) litninga og líkamlegrar svipgerðar karls. Aðrar kynlitningasamsetningar eru afar sjaldgæfar, varla meira en 0,1%. Frávik frá svipgerðum karls og konu breyta því sem sagt ekki að nánast allar manneskjur hafa aðra þessara líkamlegu svipgerða, og undantekningarnar er ekki hægt að flokka sem sérstök önnur líffræðileg kyn. Önnur vinsæl "kenning" meðal sjálfskipaðra sérfræðinga í þessum málum er að öll fóstur séu í byrjun kvenkyns, þótt það sé vel þekkt staðreynd að sáðfruma inniheldur annað hvort X- eða Y-litning, sem ákvarðar kyn fóstursins, burtséð frá þessum örfáu undantekningum. Að halda fram að það sé svo flókið að skilgreina kyn að það sé rangt að tala um bara tvö kyn er álíka gáfulegt og að halda fram að hugtakið "sjúkdómur" sé merkingarlaust af því það er útilokað að skilgreina það þannig að við verðum öll sammála um að það nái yfir alla sjúkdóma og ekkert annað. Meira að segja hugtakið "borð" er nánast útilokað að skilgreina nógu nákvæmlega til að ekki sé hægt að finna undantekningar. Í umræðunni um fjölda kynja hafa mörg — til stuðnings staðhæfingunni að það sé mjög flókið mál hvað kyn sé í náttúrunni — vitnað í grein á Vísindavefnum eftir Arnar Pálsson erfðafræðing, þar sem hann nefnir meðal annars að til séu sveppategundir með yfir tuttugu þúsund kyn, í merkingunni hver þeirra geti æxlast saman. Sama fólk skautar vandlega fram hjá annarri staðhæfingu Arnars um þetta, nefnilega þessari: „Algengast er þó meðal heilkjörnunga að kynin séu tvö“ Til heilkjörnunga teljast öll dýr, plöntur, sveppir og frumdýr, og við vitum öll hvað Arnar á við. Nefnilega að mannskepnan, eins og flest dýr og fleiri tegundir, skiptist í aðalatriðum í tvö kyn, karlkyn og kvenkyn, og að þessi skipting er grundvöllur kynæxlunarinnar sem tilvera okkar byggist á, enda á sérhver manneskja tvo líffræðilega foreldra, móður og föður, konu og karl. Það sem þarf að hlusta á og hætturnar af ruglinu Þau rök sem helst er ástæða til að velta fyrir sér og svara snúast hins vegar mest um upplifun fólks af eigin kyni (eða kynleysi, sem er líka til). Það er mikilvægt að fólk fái að vera í friði með upplifun sína af kyni sínu, og það er mikilvægt að transfólk og þau önnur sem ekki upplifa sig sem "venjulega" karla eða konur njóti allra sömu réttinda og annað fólk, þegar mismunun á grundvelli þeirrar upplifunar er ómálefnaleg, til dæmis þegar ráðið er í störf (en ekki endilega þegar þátttaka i kvennaíþróttum er annars vegar). En rök af þessu tagi eru bara alls ekki rök gegn því að við skiptumst í aðalatriðum í tvö líffræðileg kyn. Þess vegna er furðulegt að telja sig berjast fyrir réttindum minnihlutahópa með því að hamast gegn fólki sem heldur fram þeirri staðreynd að við höfum tvö líffræðileg kyn. Og ennþá furðulegra að hamast gegn þessari skiptingu í tvö kyn þegar transfólk er annars vegar, því það fólk virðist almennt telja sig tilheyra öðru þessara tveggja kynja, en ekki einhverju öðru. Þessir útúrsnúningar eru ekki bara furðulegir heldur geta þeir verið skaðlegir, ekki síst fyrir fólkið sem þarf á vernd að halda gegn mismunun vegna kynupplifunar sinnar. Þegar pönkast er daginn út og inn á fólki sem heldur á lofti einfaldri líffræðilegri staðreynd, þegar það er ásakað um hatur fyrir að vilja ekki samþykkja bullið, þá er hættan sú að myrkraöfl sem vilja notfæra sér óánægju fólks með að vera atað slíkum auri öðĺist fylgi þeirra sem skítnum er kastað í. Þau öfl hafa gjarnan allt önnur og síst skárri markmið en að gera transfólki lífið leitt. Þetta rugl er líka skaðlegt þegar ýmiss konar fræðafólk og annað háskólagengið fólk heldur því á lofti. Því meira rugli sem almenningur sér háskólafólk halda fram, því laskaðra verður traust almennings á raunverulegum vísindum. Það rýrða traust er hætt við að háskaleg öfl noti, eins og gerst hefur með alvarlegum afleiðingum til dæmis í Bandaríkjunum. Höfundur er stærðfræðingur.
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun