Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar 3. október 2025 17:01 Í gær fagnaði Garðyrkjufélag Íslands 140 ára afmæli með málþingi þar sem fjallað var um gildi gróðurs í borgarumhverfi. Þar komu fram áhugaverðar niðurstöður sem minna okkur á að tré og gróður eru ekki munaður eða skraut heldur nauðsynlegt stoðkerfi fyrir heilsu og vellíðan okkar. 3–30–300 reglan Aðalfyrirlesari málþingsins var Dr. Cecil Konijnendijk, alþjóðlega þekktur sérfræðingur í borgarskógrækt. Hann kynnti hina frægu 3–30–300 reglu, sem byggist á rannsóknum sem sýna að: við þurfum að sjá að minnsta kosti þrjú tré frá heimili eða vinnu, hverfið okkar á að hafa 30% grænt yfirborði, næsti almenningsgarður eða græna svæði ætti ekki að vera í meira en 300 metra fjarlægð. Þessi regla hefur á undanförnum árum orðið að alþjóðlegu viðmiði í borgarskipulagi og minnir á hvernig gróður í nærumhverfi bætir andlega og líkamlega heilsu, eflir félagslega samheldni og dregur úr loftslagsvá. Niðurstöður úr Reykjavík Á málþinginu kynnti Aaron Z. Shearer, doktorsnemi í borgarskógrækt, fyrstu niðurstöður rannsókna sinna á trjágróðri í Reykjavík. Þar kom í ljós að þrátt fyrir að tré vaxi ár frá ári hefur meðalþvermál þeirra ekki aukist. Þetta bendir til þess að tré séu felld þegar þau hafa náð ákveðinni hæð. Þetta er miður því stærri tré eru jafnframt þau verðmætustu. Stór tré binda meira kolefni, hreinsa loftið betur, veita skjól og skapa sálarfrið. Að fella þau of snemma er að fella niður sjálfan ávinninginn sem borgin gæti notið. Vísindin styðja málið Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt fram á gagnsemi trjágróðurs fyrir andlega og líkamlega heilsu íbúa í borgum. Ein sú þekktasta er rannsóknsem birt var í Science árið 1984. Hún sýndi að sjúklingar með útsýni yfir tré eftir skurðaðgerð juku batahraða, þurftu færri verkjalyf og útskrifuðust fyrr en aðrir. Í Bretlandi hefur verið áætlað að borgartré bjargi um 1.900 mannslífum á ári með því að draga úr mengun og lækka árlegan heilbrigðiskostnað um einn milljarð punda. Hvað þýðir þetta fyrir Reykjavík? Á Íslandi er trjáþekja í borgum mjög lág miðað við meðaltal Evrópu. Ef við ætlum að bæta heilsu og lífsgæði borgarbúa þurfum við að forgangsraða vernd og vexti trjáa í skipulagi okkar. Það þýðir að fleiri tré þurfa að vera gróðursett, en ekki síður að þau sem fyrir eru fái að eldast og dafna. Það er fyrst þegar tré verða stór og rótgróin að þau skila raunverulegum samfélagslegum ávinningi. Framhald og ábyrgð Reykjavík stendur á krossgötum þegar kemur að framtíð grænna svæða. Við höfum fengið skýrar vísbendingar úr rannsóknum og alþjóðlegum reglum um hvað þarf að gera. Spurningin er hvort viljinn sé til staðar til að fylgja þeim eftir í verki. Undanfarin ár hefur hins vegar verið gengið á græn svæði borgarinnar. Enn er verið að skipuleggja iðnaðarhverfi og jafnvel rætt um girðingar á útivistarsvæðum. Það gengur gegn þeirri sýn sem hér hefur verið lýst. Við þurfum að styrkja lagaumhverfi til verndar trjáa og auka þekkingu verktaka, þannig að þeir grafi ekki nærri rótum. Við þurfum að líta á tré sem samfélagslega fjárfestingu til langs tíma, aðeins þannig skilar borgin raunverulegum ávinningi til heilsu og hamingju fyrir okkur öll. Höfundur er framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Tré Mest lesið Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í gær fagnaði Garðyrkjufélag Íslands 140 ára afmæli með málþingi þar sem fjallað var um gildi gróðurs í borgarumhverfi. Þar komu fram áhugaverðar niðurstöður sem minna okkur á að tré og gróður eru ekki munaður eða skraut heldur nauðsynlegt stoðkerfi fyrir heilsu og vellíðan okkar. 3–30–300 reglan Aðalfyrirlesari málþingsins var Dr. Cecil Konijnendijk, alþjóðlega þekktur sérfræðingur í borgarskógrækt. Hann kynnti hina frægu 3–30–300 reglu, sem byggist á rannsóknum sem sýna að: við þurfum að sjá að minnsta kosti þrjú tré frá heimili eða vinnu, hverfið okkar á að hafa 30% grænt yfirborði, næsti almenningsgarður eða græna svæði ætti ekki að vera í meira en 300 metra fjarlægð. Þessi regla hefur á undanförnum árum orðið að alþjóðlegu viðmiði í borgarskipulagi og minnir á hvernig gróður í nærumhverfi bætir andlega og líkamlega heilsu, eflir félagslega samheldni og dregur úr loftslagsvá. Niðurstöður úr Reykjavík Á málþinginu kynnti Aaron Z. Shearer, doktorsnemi í borgarskógrækt, fyrstu niðurstöður rannsókna sinna á trjágróðri í Reykjavík. Þar kom í ljós að þrátt fyrir að tré vaxi ár frá ári hefur meðalþvermál þeirra ekki aukist. Þetta bendir til þess að tré séu felld þegar þau hafa náð ákveðinni hæð. Þetta er miður því stærri tré eru jafnframt þau verðmætustu. Stór tré binda meira kolefni, hreinsa loftið betur, veita skjól og skapa sálarfrið. Að fella þau of snemma er að fella niður sjálfan ávinninginn sem borgin gæti notið. Vísindin styðja málið Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt fram á gagnsemi trjágróðurs fyrir andlega og líkamlega heilsu íbúa í borgum. Ein sú þekktasta er rannsóknsem birt var í Science árið 1984. Hún sýndi að sjúklingar með útsýni yfir tré eftir skurðaðgerð juku batahraða, þurftu færri verkjalyf og útskrifuðust fyrr en aðrir. Í Bretlandi hefur verið áætlað að borgartré bjargi um 1.900 mannslífum á ári með því að draga úr mengun og lækka árlegan heilbrigðiskostnað um einn milljarð punda. Hvað þýðir þetta fyrir Reykjavík? Á Íslandi er trjáþekja í borgum mjög lág miðað við meðaltal Evrópu. Ef við ætlum að bæta heilsu og lífsgæði borgarbúa þurfum við að forgangsraða vernd og vexti trjáa í skipulagi okkar. Það þýðir að fleiri tré þurfa að vera gróðursett, en ekki síður að þau sem fyrir eru fái að eldast og dafna. Það er fyrst þegar tré verða stór og rótgróin að þau skila raunverulegum samfélagslegum ávinningi. Framhald og ábyrgð Reykjavík stendur á krossgötum þegar kemur að framtíð grænna svæða. Við höfum fengið skýrar vísbendingar úr rannsóknum og alþjóðlegum reglum um hvað þarf að gera. Spurningin er hvort viljinn sé til staðar til að fylgja þeim eftir í verki. Undanfarin ár hefur hins vegar verið gengið á græn svæði borgarinnar. Enn er verið að skipuleggja iðnaðarhverfi og jafnvel rætt um girðingar á útivistarsvæðum. Það gengur gegn þeirri sýn sem hér hefur verið lýst. Við þurfum að styrkja lagaumhverfi til verndar trjáa og auka þekkingu verktaka, þannig að þeir grafi ekki nærri rótum. Við þurfum að líta á tré sem samfélagslega fjárfestingu til langs tíma, aðeins þannig skilar borgin raunverulegum ávinningi til heilsu og hamingju fyrir okkur öll. Höfundur er framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur.
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun