Tré Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Samgöngustofa segir að krafa um að Reykjavíkurborg láti fella þúsundir trjáa í Öskjuhlíð vegna starfsemi Reykjavíkurflugvallar eigi ekki að koma borgarstjóra á óvart. Skipun um að flugbrautum verði lokað byggist á mati ISAVIA. Innlent 14.1.2025 08:56 Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Samgöngustofa hefur tilkynnt ISAVIA að loka skuli annarri tveggja flugbrauta Reykjavíkurflugvallar sem allra fyrst. Borgin hefur ekki fellt tré í Öskjuhlíð, sem Samgöngustofa segir nauðsynlegt til að tryggja flugöryggi. Innlent 10.1.2025 19:09 Trjádeila í Kópavogi fer fyrir Hæstarétt Hæstiréttur hefur veitt eigendum parhúss í Hjallahverfi Kópavogi áfrýunarleyfi í máli sem snýr að deilu um tré á lóð konu í hverfinu. Í Landsrétti var konunni gert að klippa af hluta trjáa á lóð sinni en nágrannarnir vildu að lengra yrði gengið. Innlent 18.12.2024 10:29 Færri fá jólatré en vilja Jólatrjásala Flugbjörgunarsveitar Reykjavíkur hófst á mánudaginn og eru trén strax farin að rjúka út. Innlent 7.12.2024 20:34 Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Mjög vel er fylgst með ástandinu í Ölfusá vegna stórrar krapastíflu við Ölfusárbrú og Selfosskirkju. Lögreglan notar meðal annars dróna til að fylgjast með ánni. Heimamenn hafa miklar áhyggjur af grenitré í kletti í ánni, hvort áin eigi eftir að skemma það eða ekki. Innlent 2.12.2024 20:59 Nágrannaerjur í Kópavogi: Ekki sýnt fram á að ákveðin tré valdi verulegum óþægindum Trjálundur í Hjallahverfinu í Kópavogi er uppspretta nágrannaerja sem hafa verið teknar fyrir á tveimur dómstigum. Landsréttur felldi dóm í málinu í gær og gerir konu, sem býr í einbýlishúsi í hverfinu, að klippa trjágróður við lóðarmörk nágranna hennar, sem búa í nærliggjandi parhúsi. Innlent 4.10.2024 15:44 Aspir fjarlægðar á Selfossi vegna umferðaröryggis Nú er búið að saga niður flestar aspirnar við þjóðveg númer eitt þegar ekið er í gegnum Selfoss en í staðin á að gróðursetja nýja tegund trjáa við veginn og setja upp öryggisgirðingu. Innlent 13.7.2024 20:04 Tók myndband af óveðrinu og þá féll grein beint fyrir framan hana Gríðarlegt rok var á Þingeyri í gær. Mörg tré brotnuðu og nokkur féllu til jarðar með rótum. Íbúi sem ætlaði að festa óveðrið á filmu þurfti að koma sér inn eftir að stór grein féll beint fyrir framan hana. Innlent 13.7.2024 11:38 Glæsilegt gullregn og hlynur í Hveragerði Eitt glæsilegasta gullregn landsins, ef ekki það glæsilegasta er í garði í Hveragerði en það hefur aldrei blómstrað jafn mikið og í sumar. Þá er líka glæsilegur hlynur í garðinum. Innlent 5.7.2024 20:04 Tré rifnaði upp með rótum á Selfossi Björgunarsveitir á Selfossi og Árnessýslu hafa verið kallaðar út vegna ýmissa verkefna í tengslum við hvassviðri í landshlutanum. Innlent 4.6.2024 16:02 Munu fella fleiri aspir á Austurveginum Til stendur að fella fleiri aspir og fjarlægja ýmsan lággróður á miðeyju Austurvegar á Selfossi til að bæta umferðaröryggi. Ný tré verða gróðursett og blómakörum komið fyrir. Innlent 9.3.2024 07:00 Jólatré að seljast upp: „Engin lifandi jólatré á áramótabrennum í ár“ Lifandi jólatré eru við það að seljast upp í verslunum landsins. Forstjóri Húsasmiðjunnar segist merkja breytingar í kauphegðun landans þegar kemur að trjánum, bæði sé fólk tímanlega í því en eins eru mun fleiri að færa sig yfir í gervitré. Innlent 22.12.2023 14:55 Öryggi fólks hljóti alltaf að verða hærra sett heldur en trjáa Legið hefur fyrir í nokkra áratugi að tré í Öskjuhlíðinni myndu trufla flugöryggi þegar þau næðu ákveðinni hæð, að sögn innviðaráðherra. Isavia hefur gert þá kröfu að tvö þúsund og níu hundruð tré í Öskjuhlíð verði felld. Um er að ræða elstu og hæstu trén sem standa á suðvesturhluta hlíðarinnar. Innlent 27.8.2023 20:59 „Krossbrá“ þegar krafa Isavia barst í sumar Borgarstjóri segir ekki halla á borgina, sem hafi uppfyllt sína samninga og átt í góðu samstarfi við Isavia undanfarin ár. Honum hafi því krossbrugðið þegar krafa barst um að fella tæplega þrjú þúsund tré í Öskjuhlíð vegna flugöryggis. Málið verði ekki notað sem tól í baráttunni um að fá flugvöllinn burt úr Reykjavík. Innlent 18.8.2023 15:07 „Það getur enginn viljað ógna flugöryggi þeirra sem ferðast um Reykjavíkurflugvöll“ Yfirflugstjóri hjá flugfélaginu Erni segir ekki annað koma til greina en að borgin gangi að kröfu Isavia og felli um þriðjung skógarsins í Öskjuhlíð. Annað ógni flugöryggi þeirra sem ferðast um Reykjavíkurflugvöll. Innlent 18.8.2023 12:41 Reykjavíkurborg hafi eitt ár til að fella skóginn Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri innanlandsflugvalla hjá ISAVIA, segir tímann nauman til að höggva niður um þriðjung skógarins í Öskjuhlíð. Trén skagi upp í fleti sem megi ekki hindra samkvæmt alþjóðaflugreglum. Innlent 17.8.2023 21:00 Heimila ekki skógarhögg í Öskjuhlíð án mótvægisaðgerða Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri segir að Skógræktin myndi ekki heimila að þrjú þúsund tré í Öskjuhlíðinni yrðu felld án þess að önnur yrðu gróðursett í staðinn. Á svæðinu þyrfti að vera áfram skógur. Innlent 17.8.2023 18:23 Isavia krefst þess að um þrjú þúsund tré verði felld í Öskjuhlíð Innanlandssvið Isavia hefur krafist þess að 2.900 tré í Öskjuhlíð verði felld tafarlaust og til vara 1.200 hæstu trén. Erindi þessa efnis hafi verið lagt fyrir borgarráð í dag og hafi verið samstaða um þá málsmeðferð að beiðnin færi til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs borgarinnar. Innlent 17.8.2023 13:21 Tímamótatré valið tré ársins Í fyrsta sinn frá því fyrir ísöld stendur nú þrjátíu metra hátt tré á Íslandi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sló máli á hæsta tré landsins í dag og reyndist það vera 30,15 metrar á hæð. Innlent 12.9.2022 22:57 Hæsta tré ársins hlýtur titilinn „Tré ársins“ Skógræktarfélag Íslands hefur tilnefnt hæsta tré landsins til heiðurstitilsins „Tré ársins“ hjá félaginu þetta árið. Um er að ræða Sitkagreni í Skógarlundi við Systrafoss á Kirkjubæjarklaustri, sem er um þrjátíu metrar að hæð. Innlent 9.9.2022 13:30 Fyrsti silfurreynirinn til að verða útnefndur Tré ársins Silfurreynir (Sorbus intermedia) í Skógum í Þorskafirði hefur verið útnefnt sem Tré ársins 2020 hjá Skógræktarfélagsi Íslands. Innlent 27.8.2020 14:17 Rauðgrenitré útnefnt tré ársins Þetta er í fyrsta sinn sem rauðgrenitré er útnefnt tré ársins. Innlent 14.10.2019 17:09 Beyki er Tré ársins 2017 Skógræktarfélag Íslands hefur útnefnt beyki (Fagus sylvatica) í Hellisgerði í Hafnarfirði sem Tré ársins 2017. Tréð er talið allt að hundrað ára gamalt. Haldin verður hátíðleg athöfn við Hellisgerði klukkan 15 í dag. Innlent 29.7.2017 14:55 Alaskaösp við Garðastræti er Tré ársins 2016 Skógræktarfélag Íslands útnefnir árlega Tré ársins. Innlent 23.8.2016 12:34 Gráösp valin tré ársins Skógræktarfélag Íslands útnefnir gráösp Tré ársins 2012 við hátíðlega athöfn að Brekkugötu 8 á Akureyri um daginn. Tréð er í eigu Sigríðar Maríu Hammer og Páls Steindórs Steindórssonar. Innlent 3.9.2012 17:30 Tré ársins er fjallagullregn í Reykjanesbæ Skógræktarfélag Íslands útnefndi tré ársins 2011 við hátíðlega athöfn að Greniteigi 9 í Reykjanesbæ þriðjudaginn 13. september. Tréið er af tegundinni fjallagullregn (Laburnum alpinum) og gerir sérstaða þess og fegurð það vert útnefningar að því er fram kemur í tilkynningu frá Skógræktarfélagi Íslands. Innlent 13.9.2011 14:26 Tré ársins kynnt í dag Tré ársins 2011 verður kynnt við hátíðlega athöfn að Greniteigi 9 í Reykjanesbæ í hádeginu í dag. Skógræktarfélag Íslands sér um valið en þetta er í fyrsta sinn sem tré á Suðurnesjum verður fyrir valinu. Innlent 13.9.2011 10:30 Kynslóðir mætast í trjárækt Leikskólabörn í Hraunborg og eldri borgarar í félagsstarfi í Gerðubergi ætla í dag að gróðursetja saman í svokölluðum Gæðareit við Hraunberg/Keilufell (bak við menningarmiðstöðina Gerðuberg). Um samvinnuverkefni á milli Gerðubergs og leikskólans er að ræða sem ráðist hefur verið í á hverju sumri sl. sjö ár. Innlent 12.6.2007 11:01 Gráösp valin tré ársins Skógræktarfélag Íslands útnefndi í dag tré ársins. Tré ársins er Gráösp sem stendur við Austurgötu 12 í í Hafnarfirði. Innlent 26.8.2006 16:03
Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Samgöngustofa segir að krafa um að Reykjavíkurborg láti fella þúsundir trjáa í Öskjuhlíð vegna starfsemi Reykjavíkurflugvallar eigi ekki að koma borgarstjóra á óvart. Skipun um að flugbrautum verði lokað byggist á mati ISAVIA. Innlent 14.1.2025 08:56
Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Samgöngustofa hefur tilkynnt ISAVIA að loka skuli annarri tveggja flugbrauta Reykjavíkurflugvallar sem allra fyrst. Borgin hefur ekki fellt tré í Öskjuhlíð, sem Samgöngustofa segir nauðsynlegt til að tryggja flugöryggi. Innlent 10.1.2025 19:09
Trjádeila í Kópavogi fer fyrir Hæstarétt Hæstiréttur hefur veitt eigendum parhúss í Hjallahverfi Kópavogi áfrýunarleyfi í máli sem snýr að deilu um tré á lóð konu í hverfinu. Í Landsrétti var konunni gert að klippa af hluta trjáa á lóð sinni en nágrannarnir vildu að lengra yrði gengið. Innlent 18.12.2024 10:29
Færri fá jólatré en vilja Jólatrjásala Flugbjörgunarsveitar Reykjavíkur hófst á mánudaginn og eru trén strax farin að rjúka út. Innlent 7.12.2024 20:34
Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Mjög vel er fylgst með ástandinu í Ölfusá vegna stórrar krapastíflu við Ölfusárbrú og Selfosskirkju. Lögreglan notar meðal annars dróna til að fylgjast með ánni. Heimamenn hafa miklar áhyggjur af grenitré í kletti í ánni, hvort áin eigi eftir að skemma það eða ekki. Innlent 2.12.2024 20:59
Nágrannaerjur í Kópavogi: Ekki sýnt fram á að ákveðin tré valdi verulegum óþægindum Trjálundur í Hjallahverfinu í Kópavogi er uppspretta nágrannaerja sem hafa verið teknar fyrir á tveimur dómstigum. Landsréttur felldi dóm í málinu í gær og gerir konu, sem býr í einbýlishúsi í hverfinu, að klippa trjágróður við lóðarmörk nágranna hennar, sem búa í nærliggjandi parhúsi. Innlent 4.10.2024 15:44
Aspir fjarlægðar á Selfossi vegna umferðaröryggis Nú er búið að saga niður flestar aspirnar við þjóðveg númer eitt þegar ekið er í gegnum Selfoss en í staðin á að gróðursetja nýja tegund trjáa við veginn og setja upp öryggisgirðingu. Innlent 13.7.2024 20:04
Tók myndband af óveðrinu og þá féll grein beint fyrir framan hana Gríðarlegt rok var á Þingeyri í gær. Mörg tré brotnuðu og nokkur féllu til jarðar með rótum. Íbúi sem ætlaði að festa óveðrið á filmu þurfti að koma sér inn eftir að stór grein féll beint fyrir framan hana. Innlent 13.7.2024 11:38
Glæsilegt gullregn og hlynur í Hveragerði Eitt glæsilegasta gullregn landsins, ef ekki það glæsilegasta er í garði í Hveragerði en það hefur aldrei blómstrað jafn mikið og í sumar. Þá er líka glæsilegur hlynur í garðinum. Innlent 5.7.2024 20:04
Tré rifnaði upp með rótum á Selfossi Björgunarsveitir á Selfossi og Árnessýslu hafa verið kallaðar út vegna ýmissa verkefna í tengslum við hvassviðri í landshlutanum. Innlent 4.6.2024 16:02
Munu fella fleiri aspir á Austurveginum Til stendur að fella fleiri aspir og fjarlægja ýmsan lággróður á miðeyju Austurvegar á Selfossi til að bæta umferðaröryggi. Ný tré verða gróðursett og blómakörum komið fyrir. Innlent 9.3.2024 07:00
Jólatré að seljast upp: „Engin lifandi jólatré á áramótabrennum í ár“ Lifandi jólatré eru við það að seljast upp í verslunum landsins. Forstjóri Húsasmiðjunnar segist merkja breytingar í kauphegðun landans þegar kemur að trjánum, bæði sé fólk tímanlega í því en eins eru mun fleiri að færa sig yfir í gervitré. Innlent 22.12.2023 14:55
Öryggi fólks hljóti alltaf að verða hærra sett heldur en trjáa Legið hefur fyrir í nokkra áratugi að tré í Öskjuhlíðinni myndu trufla flugöryggi þegar þau næðu ákveðinni hæð, að sögn innviðaráðherra. Isavia hefur gert þá kröfu að tvö þúsund og níu hundruð tré í Öskjuhlíð verði felld. Um er að ræða elstu og hæstu trén sem standa á suðvesturhluta hlíðarinnar. Innlent 27.8.2023 20:59
„Krossbrá“ þegar krafa Isavia barst í sumar Borgarstjóri segir ekki halla á borgina, sem hafi uppfyllt sína samninga og átt í góðu samstarfi við Isavia undanfarin ár. Honum hafi því krossbrugðið þegar krafa barst um að fella tæplega þrjú þúsund tré í Öskjuhlíð vegna flugöryggis. Málið verði ekki notað sem tól í baráttunni um að fá flugvöllinn burt úr Reykjavík. Innlent 18.8.2023 15:07
„Það getur enginn viljað ógna flugöryggi þeirra sem ferðast um Reykjavíkurflugvöll“ Yfirflugstjóri hjá flugfélaginu Erni segir ekki annað koma til greina en að borgin gangi að kröfu Isavia og felli um þriðjung skógarsins í Öskjuhlíð. Annað ógni flugöryggi þeirra sem ferðast um Reykjavíkurflugvöll. Innlent 18.8.2023 12:41
Reykjavíkurborg hafi eitt ár til að fella skóginn Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri innanlandsflugvalla hjá ISAVIA, segir tímann nauman til að höggva niður um þriðjung skógarins í Öskjuhlíð. Trén skagi upp í fleti sem megi ekki hindra samkvæmt alþjóðaflugreglum. Innlent 17.8.2023 21:00
Heimila ekki skógarhögg í Öskjuhlíð án mótvægisaðgerða Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri segir að Skógræktin myndi ekki heimila að þrjú þúsund tré í Öskjuhlíðinni yrðu felld án þess að önnur yrðu gróðursett í staðinn. Á svæðinu þyrfti að vera áfram skógur. Innlent 17.8.2023 18:23
Isavia krefst þess að um þrjú þúsund tré verði felld í Öskjuhlíð Innanlandssvið Isavia hefur krafist þess að 2.900 tré í Öskjuhlíð verði felld tafarlaust og til vara 1.200 hæstu trén. Erindi þessa efnis hafi verið lagt fyrir borgarráð í dag og hafi verið samstaða um þá málsmeðferð að beiðnin færi til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs borgarinnar. Innlent 17.8.2023 13:21
Tímamótatré valið tré ársins Í fyrsta sinn frá því fyrir ísöld stendur nú þrjátíu metra hátt tré á Íslandi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sló máli á hæsta tré landsins í dag og reyndist það vera 30,15 metrar á hæð. Innlent 12.9.2022 22:57
Hæsta tré ársins hlýtur titilinn „Tré ársins“ Skógræktarfélag Íslands hefur tilnefnt hæsta tré landsins til heiðurstitilsins „Tré ársins“ hjá félaginu þetta árið. Um er að ræða Sitkagreni í Skógarlundi við Systrafoss á Kirkjubæjarklaustri, sem er um þrjátíu metrar að hæð. Innlent 9.9.2022 13:30
Fyrsti silfurreynirinn til að verða útnefndur Tré ársins Silfurreynir (Sorbus intermedia) í Skógum í Þorskafirði hefur verið útnefnt sem Tré ársins 2020 hjá Skógræktarfélagsi Íslands. Innlent 27.8.2020 14:17
Rauðgrenitré útnefnt tré ársins Þetta er í fyrsta sinn sem rauðgrenitré er útnefnt tré ársins. Innlent 14.10.2019 17:09
Beyki er Tré ársins 2017 Skógræktarfélag Íslands hefur útnefnt beyki (Fagus sylvatica) í Hellisgerði í Hafnarfirði sem Tré ársins 2017. Tréð er talið allt að hundrað ára gamalt. Haldin verður hátíðleg athöfn við Hellisgerði klukkan 15 í dag. Innlent 29.7.2017 14:55
Alaskaösp við Garðastræti er Tré ársins 2016 Skógræktarfélag Íslands útnefnir árlega Tré ársins. Innlent 23.8.2016 12:34
Gráösp valin tré ársins Skógræktarfélag Íslands útnefnir gráösp Tré ársins 2012 við hátíðlega athöfn að Brekkugötu 8 á Akureyri um daginn. Tréð er í eigu Sigríðar Maríu Hammer og Páls Steindórs Steindórssonar. Innlent 3.9.2012 17:30
Tré ársins er fjallagullregn í Reykjanesbæ Skógræktarfélag Íslands útnefndi tré ársins 2011 við hátíðlega athöfn að Greniteigi 9 í Reykjanesbæ þriðjudaginn 13. september. Tréið er af tegundinni fjallagullregn (Laburnum alpinum) og gerir sérstaða þess og fegurð það vert útnefningar að því er fram kemur í tilkynningu frá Skógræktarfélagi Íslands. Innlent 13.9.2011 14:26
Tré ársins kynnt í dag Tré ársins 2011 verður kynnt við hátíðlega athöfn að Greniteigi 9 í Reykjanesbæ í hádeginu í dag. Skógræktarfélag Íslands sér um valið en þetta er í fyrsta sinn sem tré á Suðurnesjum verður fyrir valinu. Innlent 13.9.2011 10:30
Kynslóðir mætast í trjárækt Leikskólabörn í Hraunborg og eldri borgarar í félagsstarfi í Gerðubergi ætla í dag að gróðursetja saman í svokölluðum Gæðareit við Hraunberg/Keilufell (bak við menningarmiðstöðina Gerðuberg). Um samvinnuverkefni á milli Gerðubergs og leikskólans er að ræða sem ráðist hefur verið í á hverju sumri sl. sjö ár. Innlent 12.6.2007 11:01
Gráösp valin tré ársins Skógræktarfélag Íslands útnefndi í dag tré ársins. Tré ársins er Gráösp sem stendur við Austurgötu 12 í í Hafnarfirði. Innlent 26.8.2006 16:03