Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Kristján Már Unnarsson skrifar 26. mars 2025 21:42 Einar Birgir Kristjánsson, framkvæmdastjóri Tandrabrettis. Trjáafellingarvélin fyrir aftan. Sigurjón Ólason Eftir nærri sjö vikna lokun er núna vonast til að hægt verði að opna austur/vestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar fyrir almenna flugumferð á miðnætti annaðkvöld. Trjáfellingum í Öskuhlíð lauk síðdegis. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá trjáfellingarvél austfirska fyrirtækisins Tandrabrettis saga síðasta tréð á fimmta tímanum síðdegis. „Við vorum búnir í fyrradag en svo var bara gerð önnur mæling og þá kom bara eitthvað í ljós. En við erum búnir núna með það sem bættist við,“ segir Einar Birgir Kristjánsson, framkvæmdastjóri Tandrabrettis. Trjáfellingarvél austfirska fyrirtækisins Tandrabrettis.Sigurjón Ólason Þeir eiga þó eftir að snyrta svæðið, sem Einar áætlar að taki tvo til þrjá daga. Síðan eigi eftir að keyra öllu timbrinu í veg fyrir skip í Hafnarfirði. Tvær vikur eru frá því starfsmenn Tandrabrettis mættu með tæki sín og tól í Öskjuhlíðina. Núna má víða um skóginn sjá myndarlega timburstafla sem fluttir verða með skipinu austur á Eskifjörð til timburvinnslu. Þetta er nefnilega nytjaviður. Timbrið úr skóginum verður flutt með skipi til Austfjarða í timburvinnslu.Sigurjón ólason „Mjög flott timbur. Þetta er beint og flott timbur,“ segir Einar. Þar sem áður var kafþykkur skógur hefur núna opnast útsýni úr Öskjuhlíð yfir Skerjafjörð. Með ruðningi skógarins hefur myndast víðáttumikið rjóður. Beneventum-klettarnir eru komnir í ljós. Þar voru nýnemar MH látnir beygja sig fyrir eldri nemum.Sigurjón Ólason Og Beneventum-klettarnir, sem huldir hafa verið nánast skógarmyrkviði undanfarna áratugi, eru komnir í ljós. Þar fóru áður fram busavígslur nýnema Menntaskólans við Hamrahlíð en klettarnir eru sagðir hafa verið samkomustaður skólapilta Lærða skólans á 19. öld. Stórt rjóður hefur núna opnast í miðri Öskjuhlíð með útsýni yfir Skerjafjörð.Sigurjón ólason Vakið hefur athygli að Austfirðingar vinna verkið fyrir mun lægri fjárhæð en ráðamenn borgarinnar töldu að það myndi kosta. „Ég las það í Morgunblaðinu að það munar 400 milljónum. Eða 450 milljónum,“ segir Einar og vísar til fréttar af mismunandi háum tilboðum í verkið. -Og þið fáið hvað mikið? „Við fáum 20 milljónir fyrir þetta,“ svarar Einar Birgir. Horft úr Öskjuhlíð niður að flugbrautinni.Sigurjón Ólason Samkvæmt upplýsingum frá Isavia er stefnt að því að morgundagurinn verði notaður til að sannreyna hvort aðflugslínan sé núna laus við hindranir. Ef svo reynist gæti austur/vestur brautin opnast á miðnætti annaðkvöld. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Reykjavíkurflugvöllur Tré Skógrækt og landgræðsla Borgarstjórn Fréttir af flugi Fjarðabyggð Tengdar fréttir Umdeildu trén á bak og burt og spennandi möguleikar í stöðunni Starfsfólk Reykjavíkurborgar og verktakar hafa nú lokið við að fella þau 1.600 tré í Öskjuhlíð sem Samgöngustofa gerði kröfu um, svo aflétta mætti takmörkunum á annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar. Yfirmaður skrifstofu borgarlandsins segir fjölmörg tækifæri til að skapa skemmtilegt svæði þar sem trén stóðu áður. 26. mars 2025 18:09 Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Fyrirhugað er að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga aðgerðaáætlunar um trjáfellingar í Öskjuhlíð í þágu flugöryggis. Nú þegar er búið að fella 730 tré. 12. mars 2025 14:26 Flugbrautin opnuð á ný Frá og með morgundeginum verður sjúkraflug um austur-vesturflugbraut Reykjavíkurflugvallar leyft á ný. Brautin hefur verið lokuð í tæpar þrjár vikur. 26. febrúar 2025 18:31 Fella fjögurhundruð tré í von um að flugbraut fáist opnuð Fjögurhundruð tré verða felld í Öskjuhlíð, samkvæmt forgangsáætlun sem hefur verið að mótast í samskiptum Reykjavíkurborgar og Isavia. Vonast er til að unnt verði að opna austur/vestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar eftir viku til tíu daga, en þá með takmörkunum. 17. febrúar 2025 21:00 Sveifluðust til og frá í krefjandi lendingum Flugmenn hafa mátt takast á við krefjandi hliðarvindslendingar á Reykjavíkurflugvelli í dag. Flugrekstrarstjóri Norlandair segir þetta sorglegt og hefur flugfélagið sótt um undanþágu fyrir sjúkraflug til lendinga á lokuðu flugbrautinni. 12. febrúar 2025 21:45 Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Eyjólfur Ármannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir grafalvarlegt mál að einni flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað sökum þess að Reykjavíkurborg hafi dregið að fella trjágróður í Öskjuhlíð. Ráðherrann segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa með því að haga sér svona. 6. febrúar 2025 22:20 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Fleiri fréttir Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá trjáfellingarvél austfirska fyrirtækisins Tandrabrettis saga síðasta tréð á fimmta tímanum síðdegis. „Við vorum búnir í fyrradag en svo var bara gerð önnur mæling og þá kom bara eitthvað í ljós. En við erum búnir núna með það sem bættist við,“ segir Einar Birgir Kristjánsson, framkvæmdastjóri Tandrabrettis. Trjáfellingarvél austfirska fyrirtækisins Tandrabrettis.Sigurjón Ólason Þeir eiga þó eftir að snyrta svæðið, sem Einar áætlar að taki tvo til þrjá daga. Síðan eigi eftir að keyra öllu timbrinu í veg fyrir skip í Hafnarfirði. Tvær vikur eru frá því starfsmenn Tandrabrettis mættu með tæki sín og tól í Öskjuhlíðina. Núna má víða um skóginn sjá myndarlega timburstafla sem fluttir verða með skipinu austur á Eskifjörð til timburvinnslu. Þetta er nefnilega nytjaviður. Timbrið úr skóginum verður flutt með skipi til Austfjarða í timburvinnslu.Sigurjón ólason „Mjög flott timbur. Þetta er beint og flott timbur,“ segir Einar. Þar sem áður var kafþykkur skógur hefur núna opnast útsýni úr Öskjuhlíð yfir Skerjafjörð. Með ruðningi skógarins hefur myndast víðáttumikið rjóður. Beneventum-klettarnir eru komnir í ljós. Þar voru nýnemar MH látnir beygja sig fyrir eldri nemum.Sigurjón Ólason Og Beneventum-klettarnir, sem huldir hafa verið nánast skógarmyrkviði undanfarna áratugi, eru komnir í ljós. Þar fóru áður fram busavígslur nýnema Menntaskólans við Hamrahlíð en klettarnir eru sagðir hafa verið samkomustaður skólapilta Lærða skólans á 19. öld. Stórt rjóður hefur núna opnast í miðri Öskjuhlíð með útsýni yfir Skerjafjörð.Sigurjón ólason Vakið hefur athygli að Austfirðingar vinna verkið fyrir mun lægri fjárhæð en ráðamenn borgarinnar töldu að það myndi kosta. „Ég las það í Morgunblaðinu að það munar 400 milljónum. Eða 450 milljónum,“ segir Einar og vísar til fréttar af mismunandi háum tilboðum í verkið. -Og þið fáið hvað mikið? „Við fáum 20 milljónir fyrir þetta,“ svarar Einar Birgir. Horft úr Öskjuhlíð niður að flugbrautinni.Sigurjón Ólason Samkvæmt upplýsingum frá Isavia er stefnt að því að morgundagurinn verði notaður til að sannreyna hvort aðflugslínan sé núna laus við hindranir. Ef svo reynist gæti austur/vestur brautin opnast á miðnætti annaðkvöld. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Reykjavíkurflugvöllur Tré Skógrækt og landgræðsla Borgarstjórn Fréttir af flugi Fjarðabyggð Tengdar fréttir Umdeildu trén á bak og burt og spennandi möguleikar í stöðunni Starfsfólk Reykjavíkurborgar og verktakar hafa nú lokið við að fella þau 1.600 tré í Öskjuhlíð sem Samgöngustofa gerði kröfu um, svo aflétta mætti takmörkunum á annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar. Yfirmaður skrifstofu borgarlandsins segir fjölmörg tækifæri til að skapa skemmtilegt svæði þar sem trén stóðu áður. 26. mars 2025 18:09 Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Fyrirhugað er að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga aðgerðaáætlunar um trjáfellingar í Öskjuhlíð í þágu flugöryggis. Nú þegar er búið að fella 730 tré. 12. mars 2025 14:26 Flugbrautin opnuð á ný Frá og með morgundeginum verður sjúkraflug um austur-vesturflugbraut Reykjavíkurflugvallar leyft á ný. Brautin hefur verið lokuð í tæpar þrjár vikur. 26. febrúar 2025 18:31 Fella fjögurhundruð tré í von um að flugbraut fáist opnuð Fjögurhundruð tré verða felld í Öskjuhlíð, samkvæmt forgangsáætlun sem hefur verið að mótast í samskiptum Reykjavíkurborgar og Isavia. Vonast er til að unnt verði að opna austur/vestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar eftir viku til tíu daga, en þá með takmörkunum. 17. febrúar 2025 21:00 Sveifluðust til og frá í krefjandi lendingum Flugmenn hafa mátt takast á við krefjandi hliðarvindslendingar á Reykjavíkurflugvelli í dag. Flugrekstrarstjóri Norlandair segir þetta sorglegt og hefur flugfélagið sótt um undanþágu fyrir sjúkraflug til lendinga á lokuðu flugbrautinni. 12. febrúar 2025 21:45 Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Eyjólfur Ármannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir grafalvarlegt mál að einni flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað sökum þess að Reykjavíkurborg hafi dregið að fella trjágróður í Öskjuhlíð. Ráðherrann segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa með því að haga sér svona. 6. febrúar 2025 22:20 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Fleiri fréttir Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Sjá meira
Umdeildu trén á bak og burt og spennandi möguleikar í stöðunni Starfsfólk Reykjavíkurborgar og verktakar hafa nú lokið við að fella þau 1.600 tré í Öskjuhlíð sem Samgöngustofa gerði kröfu um, svo aflétta mætti takmörkunum á annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar. Yfirmaður skrifstofu borgarlandsins segir fjölmörg tækifæri til að skapa skemmtilegt svæði þar sem trén stóðu áður. 26. mars 2025 18:09
Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Fyrirhugað er að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga aðgerðaáætlunar um trjáfellingar í Öskjuhlíð í þágu flugöryggis. Nú þegar er búið að fella 730 tré. 12. mars 2025 14:26
Flugbrautin opnuð á ný Frá og með morgundeginum verður sjúkraflug um austur-vesturflugbraut Reykjavíkurflugvallar leyft á ný. Brautin hefur verið lokuð í tæpar þrjár vikur. 26. febrúar 2025 18:31
Fella fjögurhundruð tré í von um að flugbraut fáist opnuð Fjögurhundruð tré verða felld í Öskjuhlíð, samkvæmt forgangsáætlun sem hefur verið að mótast í samskiptum Reykjavíkurborgar og Isavia. Vonast er til að unnt verði að opna austur/vestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar eftir viku til tíu daga, en þá með takmörkunum. 17. febrúar 2025 21:00
Sveifluðust til og frá í krefjandi lendingum Flugmenn hafa mátt takast á við krefjandi hliðarvindslendingar á Reykjavíkurflugvelli í dag. Flugrekstrarstjóri Norlandair segir þetta sorglegt og hefur flugfélagið sótt um undanþágu fyrir sjúkraflug til lendinga á lokuðu flugbrautinni. 12. febrúar 2025 21:45
Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Eyjólfur Ármannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir grafalvarlegt mál að einni flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað sökum þess að Reykjavíkurborg hafi dregið að fella trjágróður í Öskjuhlíð. Ráðherrann segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa með því að haga sér svona. 6. febrúar 2025 22:20
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent